5.2.08

Sweeney Todd

- Djöflarakarinn á Flotastræti. Eða eitthvað svoleiðis.

Allavega, við Vala áttum sérstaklega menningalegan gærdag. Menningin byrjaði eiginlega í síðustu viku þegar við fórum á Þjóðmynjasafnið og skoðuðum m.a. kuml sjóði og skakka silfurbikara sem voru í eigu kirkjunnar og mátuðum hringabrinju hjálm, sverð og skjöld fyrir framan spegil. Virkilega "empowering". Part af mér langaði til þess að öskra "I AM NO MAN" að speglinum og stinga hann í miltað.... Eða líklega stinga hann bara í spegilinn þar sem að ég hef það fyrir víst að speglar hafi ekki miltu.

Í gær skoðuðum við hins vegar margar hliðar menningar eins og td. veitingastaðamenningu, kaffihúsamenningu, listmenningu (fórum á Kjarvalsstaði), neyslumenningu og kvikmyndahúsamenningu. Við enduðum ásamt Einari sínum í Kringlubíói að horfa á einn af mínum uppáhalds leikurum, Johnny Depp syngja, drepa og gera allt annað sem uppáhalds leikstjórinn minn Tim Burton (m.a. faðir uppáhalds myndarinnar minnar, The Nightmare Before Christmas) sagði honum að gera. Ósk fannst myndin æði, Einari fannst myndin ágæt og Vala varð fyrir vonbrigðum. Ætli meðtaltalið sé þá ekki "ágæt". Leiðinlegt að við notum ekkert meðaltal eða málamiðlanir á þessari síðu, heldur aðeins drottningarlegt alvald og einræði.

Niðurstaðan er því að Sweeney Todd sé æði.

Engin ummæli: