14.2.08

Svo fullorðin hún Óskin

Í gærkvöldi þurftum við Einar aðeins að kíkja í Smáralindina. Á röltinu tók ég eftir litlum strák sem var að gera frekar viðvaningsleg handahlaup. Í smá stund heltók mig þessi líka rosalega löngun til þess að handahlaupa framhjá honum og sýna honum hvernig þetta væri nú gert í alvörunni. Svo mundi ég að ég væri orðin virðuleg og fullorðin og hafi farið í business lunch á Hilton hótel Nordica í hádeginu og eitthvað, svo ég labbaði bara framhjá og reyndi að segja stráknum bara með augunum að ég myndi OWNA hann í handahlaupum ef ég bara nennti því.

Annars átti ég sérstaklega ljóskulegt augnablik stuttu áður. Valan mín hafði týnt símanum sínum og ég hringdi í vin hennar fyrir hana til að athuga hvort síminn hennar væri þar. Stuttu seinna hringdi hann í mig og tilkynnti mér að hann hafi fundið símann og ætlaði að skutlast með hann til hennar og spurði mig hvort ég vissi hvort hún væri heima. Ég sagði honum að ég myndi hringja í hana og gá og láta hann vita ef hún væri ekki við. Eftir eitt *dút* fattaði ég að.. *döh* síminn var á þessari stundu í bílnum hjá gaurnum sem var að skutla honum til hennar. Gott stöff.

Engin ummæli: