7.2.08

Just keep driving, driving, driving

Við erum að passa pleisið hjá tengdó á meðan þau eru í Dómeníska lýðveldinu. Það er í salahverfinu í Kópavoginum (íbúðin, ekki Dómensíka..) og okkur líkar afskaplega vel hérna. Ég kann sérstaklega vel við baðið, sem er svo stórt að ég er búin að vera að spá í hvort ég geti grætt peninga "on the side" með því að selja fólki inn og ljúga að því að þetta sé Salalaugin.

Í dag, eins og flest ykkar hafa orðið vör við, þá var aftur veður sem var pantað hingað af Hel og jeppaframleiðendum. Það tók 40 mínútur fyrir mig að komast úr dýpstu djúpum Kópavogsins, skutla Einari og komast í vinnuna. Ég ljómaði af stolti þegar ég renndi inn á planið án þess að hafa fest mig svo mikið sem einu sinni alla leiðina. Akkúrat þegar stoltið kviknaði í brjóstinu festi ég mig á planinu. Æðislegt. Sem betur fer tók það ekki nema rétt rúmar 10 sekúntur fyrir vörpulegan mann að vinda sér út úr næsta bíl og ýta bílnum og mér úr prísundinni. Lifi vörpulegir, hjálpsamir karlmenn í vonsku veðrum!

Engin ummæli: