23.1.08

Kisi

Það býr einhverfur köttur í hverfinu mínu. Jæja okay, ég segi nú ekki að hann sé einhverfur, en hann er allavegana verulega vanafastur. Á hverju kvöldi, á sama tíma marserar hann í gegnum hallargarðinn við dræmar undirtektir foreldranna, sem eru miklir fuglavinir og bjóða upp á frítt fæði og gistingu fyrir þá. Marserandi grár köttur eykur víst ekki á matarlist neins nema marserandi kattarins sjálfs. Aaaallavegana. Kisi fer alltaf sömu leiðina í gegnum garðinn. Um helgina var byggt myndarlegt snjóhús upp við vegginn á bílskúrnum og akkúrat í gangveginn hjá mjása. Ég sá köttinn á fyrsta rúntinum sínum eftir að snjóhúsið spratt upp eins og túlípani. Þegar hann kom að því settist hann niður fyrir framan það í lengri tíma.. spígsporaði svo fram og til baka og á endanum hljóp hann, hraðar en byssukúla sömu leið og hann hafði komið aftur. Spurning um hvort hann láti sjá sig aftur við leysingarnar.

Engin ummæli: