8.1.08

Helvítis fluttningamenn

Sko, ég veit að það er erfitt að segja til um svona, en fluttningamaðurinn ætlaði að koma á milli eitt og tvö, en hringja hálftíma á undan sér. Klukkan er orðin tvö núna og það bólar ekkert á kalli né símtali. Urrrr. Samskip sem ætlar að flytja dótið okkar lokar klukkan fjögur, svo þetta lítur ekki vel út.

Ofan á allt saman leiðist mér _________________ svona mikið, vegna þess að ég ætlaði að spara orkuna í að halda á 30 kössum frá þriðju hæð og í gegnum allan garðinn og út í bílinn. Einar sinn var að hringja í þetta ljóta fólk rétt í þessu og maðurinn sagðist ætla að koma eftir 45 mín. Það verður einhver fanatískur *bíppbípp* hlaupagauks fluttningur að fara fram þegar helvítið lætur loksins sjá sig.

Engin ummæli: