5.1.08

Danmörkin, í síðasta sinn í einhvern tíma!

Við erum úti í Danmörku aftur. Hér er kalt. Svo kalt að ég er viss um að aumingjans víkingar sem kunna að hafa rambað inn í tímagloppu eru vissir um að þeir hafi endað í Hel. Svo er líka rosalega hált úti. Hált sem ... skautasvell. Hef aldrei prófað að ganga á álum svo ég hef ekki samanburðinn. Skautasvell eru hinsvegar voðalega hál. Ég hef prufað að ganga á þeim. Og skauta.

Já. Allavegana. Við erum að pakka í kassa. Komin með fleirri kassa en hluti held ég bara. Við vorum pottþétt á því að við ættum ekkert mikið af dóti, en skauta dönsuðum (eins og Brian Boitano) út í búð að kaupa fleiri pappakassa þegar við sáum að bara bækurnar okkar fylltu 5 kassa. 5 kassa á 2 og hálfu ári? Hvað er málið!? Rosalega hljótum við að vera víðlesin.

Icelandair lofuðu mér að "Stardust" yrði sýnd á leiðinni hingað og ég var glöð í smá stund, þrátt fyrir öskrandi hóp smákrakka sem tóku vaktaskipti á garginu alla leiðina. Svo setti fyrsta freyjan bara hádramatísku og leiðinlegu myndina "Mother" í tækið. Þá varð ég leið. Flugleið. Finnst það ætti að banna svona. Heppin ég að vera að hlusta á Anne Rice í ibbanum, annars hefði ég endað á því að stinga úr einhverjum augun með brýnda beikoninu sem ég var með í vasanum.

Engin ummæli: