28.1.08

Bílabakarí

Á laugardaginn keyptum við bíl. Með peningum. Við sem sagt skuldum ekki bíl, en almennt virðist fólk ekki gera ráð fyrir öðru en að allir vilji ekkert frekar en að taka tvöfalt heljarstökk ofan í bílalánasúpu í óstöðugu hagkerfi.

Í dag skellti ég mér út í N1. Sko, ekki bensínstöðina, heldur þetta sem hét einu sinni Bílanaust. Frekar spes, því að þegar ég jáaði þetta fékk ég gabilljónþúsund og tvö hit vegna þess að búðin heitir það sama og allar bensínstöðvarnar. Já. Ég meina.. N1. Þar keypti ég allskonar bílastöff og þegar ég var á leiðinni út tók ég að það er hlussustórt bakarí við útganginn. Hversu langt erum við leidd þegar við þurfum að kaupa nammi við kassann á meðan við borgum fyrir vörurnar og svo snúð áður en við förum út á bílastæði?

Engin ummæli: