12.1.08

Bæjó spæjó Danmörk

Það af dótinu okkar sem fór ekki í kassa er núna komið ofan í tösku. Það er pínu sorglegt að kveðja Lyngby þó það sé æði að vera að flytja heim. Í tilefni síðustu kvöldmáltíðarinnar hérna skelltum við okkur á japanska staðinn sem er rétt hjá. Ég fékk mér æðislegt sushi og Einar fékk sér rosalega jömmí nautakjötsrétt. Svo er það bara heim á morgun. Skrítið að vera að flytja heim en ekki bara koma í nokkra daga :o)

Engin ummæli: