28.12.08

Nýtt dót er æðislegt!

Það er alveg ofboðslega gaman að geta orðið spennt yfir litlum hlutum. Á meðan ég skrifa þessi orð er ég alveg geypilega spennt yfir því að ég er að vígja nýja leirpottinn sem ég fékk í jólagjöf frá mömmu og pabba. Mig hefur langað í svona pott í þvílíkt langan tíma. Í svona áhaldi er hægt að hægelda kjöt þangað til að það verður svo mjúkt að það má borða það með skeið. Ekki það að ég mæli með því að fólk borði kjöt með skeið. Það er bara eitthvað rangt við það. Eins og að borða þykka súpu með gafli eða eitthvað. Svoleiðis gerir kona bara ekki!

Ég er að búa til nýja tegund af bjórpottrétt í honum, en þar sem að við áttum svo mikið af malti ákvað ég að nota svoleiðis í staðinn. Maltpottréttur. Jólalegt!

25.12.08

Milliheimafatatíminn

Frá því kl. svona 12:45 og fram að fyrir svona 10 mínútum síðan, hefur verið sá tími sem ég hef þurft að skipta út heimafötunum yfir í spariföt. Það koma nokkrir slíkir klukkutímar hver jól. Ég er alltaf sérstaklega ánægð með að fara aftur í heimafötin eftir jólaboðin, því að fínu fötin fara að þrengja að meira og meira eftir því sem líður á daginn. Skrítið..

Gleðileg jól!!

Æi hvað jólin eru skemmtileg :o) Það gekk bara voða vel að búa til jólamatinn. Núna get ég líka komin í jólamatstilbúaraklíkuna og get horft niður á alla sem hafa ekki gert sinn eigin jólamat. Ég er ennþá södd síðan í gær, en ég er samt að borða nammi, af því að jólin eru þannig. Giftingahringurinn er orðinn talsvert þrengri en í gær morgun, út af vökvasöfnun.

Hey! Ég á tvo skvassspaða! Ég fékk einn frá mömmu og pabba og annan frá Einari sínum. Það ganga allir út frá að ég vilji skila öðrum, en ég er að spá að nota bara báða í einu. Það getur ekki annað verið en ég fari að vinna Einar í skvassi ef ég er með spaða í hvorri hönd.

20.12.08

Jólaeitthvað

Það er ennþá að snjóa. Það á að snjóa alveg þangað til að það fara að koma jól. Þá fer að rigna. Ósanngjarnt! Þetta eru fyrstu jólin sem við Einar höldum bara tvö. Hingað til höfum við skipt liði og ég verið heima hjá foreldrunum og hann hjá tengdó. Þetta árið ákváðum við að jólast bara tvö, fyrst við erum gift (heyrðu nei.. við erum víst ekkert gift. Við erum hjón. Konur giftast og menn kvænast, því að það er alltaf gott að hafa eitthvað almennilega karlrembað í orðhefðum. Einar talaði um kvæningahringinn sinn. Mér fannst það fyndið) og svona. Jól að hætti Hr. Mon og Frú Bænarí. Okkur hefur tekist að sameina jólamatinn okkar alveg ágætlega. Þetta árið hins vegar mun ég gera tvær týpur af sósum og svo verður haldin leynileg kosning um hvor mun verða official Mon-Bænarí jólasósan.

Í gær fékk ég afmælisgjöfina mína frá Skýrr. Hún er ekkert smá flott. Ég held ég hafi aldrei séð svona stóra körfu áður. Karfan var alveg stútfull af allskonar velmegunarmat og sumum sem ég kann ekkert að borða. Allur maturinn á það sameiginlegt að vera eitthvað sem ég hef aldrei keypt sjálf. Geðveikt spennó. Svo var líka einn pakki. Kvennlegt innsægi mitt segir að þetta sé bók. Úff hvað mér finnst gaman að fá gjafir.

13.12.08

Toppurinn í dag!

Ég fór í klippingu áðan. Klippikonan mín hefur suðað í mér lengi að fá að klippa á mig topp og ég ákvað að leyfa henni það núna, þar sem að ég þarf ekkert að hafa áhyggjur á að líta út eins og bjáni á brúðkaupsdaginn lengur. Ég hef ekki haft topp síðan ég var krakki. Hann er bara ekkert svo slæmur.

12.12.08

Ég er í fýlu!

Ég er í fýlu út í Einar. Hann er svo heppinn að hann lagði sig, þannig að hann veit ekkert að ég er í fýlu út í hann. Ég verð örugglega búin í fýlu þegar hann vaknar. Það er spurning um að gera eitthvað brjálað af mér núna svo ég muni eftir því að ég hafi verið í fýlu. Fylla sokkana hans af smákökum eða eitthvað. Svo þegar hann verður alveg: "ÓSK! Af hverju eru sokkarnir mínir fullir af smákökum??" Þá get ég sagt: "Ahh já! Ég var í fýlu út í þig!"

Það sem hann gerði af sér var að fara að leggja sig á meðan ég var að bisast við að breyta vegglampa í ljós (þið vitið.. svona sem er hægt að slökkva og kveikja á með alvöru slökkvara). Svo prílaði ég upp í stiga og festi vírana saman til að tékka á því hvort að þetta virkaði.. og sló rafmagninu aftur á og þá kom bara sprenging og ein peran sprakk. Og.. og.. ég þurfti að skrúfa allt niður aftur og setja rússann aftur upp í staðinn og skammast mín fyrir að hafa vera að gera einhverja vitleysu og að hafa ofmetnast eftir að hafa sett upp átta ljós og halda að ég væri meistari allra ljósa. Já.. og hann bara.. svaf! Á meðan að ég skammaðist mín.

Svo ætlaði ég að fara að horfa á fréttirnar og þá virkar sjónvarpið ekki. Kemur bara eins mikill snjór þar eins og sá sem er úti. Fyrir 20 mínútum síðan hefði ég örugglega farið að leita að vandamálinu, en núna skammast ég mín fyrir að halda að ég sé meistari rafmagns og ljósa, þannig ég tók fýluna út á kreppunammi sem ég beit ógeðslega fast í og tuggði eins og það skuldaði mér peninga.

Neinei. Ég er ekkert í fýlu við Einar í alvörunni. Ég ætla ekkert að fylla sokkana hans af smákökum. Það eru bara jólasveinar sem gera svoleiðis.

11.12.08

Alveg snarklikkað súkkulaði

Allavega upp á enskuna. Það er nefnilega bæði fruity og nutty. Ég er að vera hroðalega mikill prakkari og borða súkkulaði svona þegar það er ekkert helgi. Þetta er kreppusúkkulaði sem ég keypti af syni manns í vinnunni hjá mér, en hann er að safna sér fyrir handboltaferð. Það er gaman að það séu ennþá handboltaferðir. Og súkkulaði. Þó þau séu með hnetum.

8.12.08

Af hverju þarf svona mörg ljós?

Það eru ekkert smá mörg ljós sem þarf í eitt hús. Of mörg ef þið spyrjið mig. Kannski mátulega mörg ef þið spyrjið mig eftir ár. Ég er búin að vera að setja ný ljós upp í kastalanum. Er komin með fjögur, plús að hafa endurvírða eitt "gamalt" ljós sem hefur aldrei virkað rétt. Það eru sex ljós eftir. Fjögur uppi og tvö í stiganum.

Ég er þreytt í handleggjunum. Þeir eru sko ekki vanir því að vera teygðir hátt upp fyrir haus með 50 kg (okay.. ekki 50 kg.. en næstum því) borvél í höndunum. Spurning um að hætta bara við og hafa vasaljós út um allt hús. Ég er viss um að innlit útlit fólkið myndi éta það upp með skeið og þurka á sér munninn með auglýsingatekjuávísun frá vasaljósafyrirtæki.

6.12.08

Ég er með svarta beltið í að taka mig til!

Og að googla. Þetta er reyndar alveg óskilt, en ég bara mundi eftir því að ég hefði líka fengið svarta beltið fyrir gúgl allt í einu

3.12.08

Tveir og hálfur tími well spent

Fólkið sem bjó á undan okkur í kastalanum... eða fólkið sem bjó á undan fólkinu sem bjó á undan okkur í kastalanum, ákvað að það væri góð hugmynd að setja einhverjar svaka filmur á eldhúsgluggann. Í kvöld sat ég uppi á borði og skóf þessa hroðalegu filmu stanslaust í tvo og hálfan tíma, með gluggasköfu. Ég er búin með eina rúðuna af þremur. Mér finnst eiginlega að ég ætti að senda einhverjum reikning fyrir útskulduðum tíma.

Hugsið um þetta, kæra fólk, áður en þið filmið gluggana ykkar; Það tekur kannski 15 mínútur að skutla þessu upp, en það tekur heilan helvítis vinnudag að ná þessu af aftur!

Ég gleymdi að borða jólin í morgun

Mundi ekki eftir því að borða þau fyrr en rétt í þessu. Á hverju ári, í desember, borða ég smá af jólunum, þangað til að þau sjá að sér og koma.

27.11.08

Ég er skautadrottning

Eða... ég er drottning og ég var á skautum. Skautadiskó meira að segja! Ég hef ekki farið á skauta í þvílíkan tíma, en ég stóð mig bara ansi vel og datt aldrei. Þetta hefði verið ennþá betra hefði ekki verið svona mikið af krökkum þarna. Krakkar eru svo óútreiknanlegir og ekkert voða duglegir að fara beint, svo að ég þurfti að hafa mig alla við til þess að skauta þá ekki niður eða verða sjálfri mér að voða. Kannski sýnir það bara að ég er ennþá betri á skautum en mér óraði fyrir!

Ókay.. reyndar ekki. Einar reyndi að kenna mér að skauta aftur á bak og það var ekki að gerast. Mér líður eins og Zoolander sem gat ekki beygt til vinstri. Ég bara get ekki... skautað aftur á bak!

26.11.08

Brrrrr

Það er kalt úti. Ég veit það vegna þess að ég og Hr. Mon vorum í labbitúr og tásurnar á honum frusu og kinnarnar mínar. Núna er ég eins og bótox fólkið í henni Hollywood sem getur ekki brosað.

24.11.08

Ég heiti Ósk og ég á ekki moggablogg

Hvorki "alvöru", blogg aðeins til þess að kommenta, né gervimanneskju með öfgakendar og vitlausar skoðanir blogg til þess að gera aðra brjálaða. Mér finnst þau reyndar lúmskt fyndin, því að það er ansi mikið af venjulegu fólki með öfgakendar og vitlausar skoðanir til þarna fyrir svo að stundum sér kona það alveg vera að pissa í buxurnar af reiði á kommentunum við bullbloggin. Reyndar, þegar ég fer að spá í því, þá gæti það vel verið að meiri hlutinn af þessum bloggum sé í raun bullblogg og allir bullbloggararnir séu að grilla í hvorum öðrum, hlægjandi í sínu horni yfir því hvað þeir eru að æsa hinn aðilann upp. Það gerir þetta eiginlega bara miklu fyndnara.

Ég held líka svolítið upp á síðu-hit fíklana sem skrifa eitthvað bjánalegt við hverja frétt til þess að fá fleiri heimsóknir. Þeir minna mig nefnilega pínulítið á litla krakka í fullorðinsboði og mér finnst litlir krakkar alltaf svo skemmtilegir. Okay.. ekki alltaf. Oftast.

22.11.08

Ekki lengur heltönuð

Á miðvikudaginn í síðustu viku fór ég í brunkusprey. Það fer þannig fram að kona striplast fyrir framan starfskonu snyrtistofu sem er vopnuð voldugum úðabrúsa. Kona er svo látin snúa sér á allar hliðar og lyfta höndum fram og til baka til þess að það náist að spreyja hvern krók og kima.

Strax það kvöld var ég orðin alveg heltönuð. Spreykvendið hafði sagt mér að ég mætti ekki fara í sturtu fyrr en næsta dag. Augun í mér voru blárri en allt og hárið ljósara en nokkru sinni fyrr, þegar mótvægið við húðina var svona mikið. Ég var eiginlega orðin svolítið smeik þangað til að ég skellti mér í sturtu daginn eftir og horfði á vel brúnt vatnið renna ofan í niðurfallið. Eftir tvær sturtur í viðbót var ég bara voðalega fín og sæt.

Núna er eins og ég hafi aldrei farið í þetta sprey. Þar sem að tanið entist nægilega lengi til þess að ég gæti vanist því að vera ekki eins hvít eins og snjór eða A4 prentarablað er ég alveg gáttuð á því hvað ég er nú ljós á litinn.

Ég þarf að passa mig að verða ekki tanorexic.

21.11.08

Gústaf

Við Einar erum búin að vera uppi í sumargústaf síðustu 3 daga. Það er svo mikil snilld að það er ekkert smá. Elda lambalundir og lambafillet, slappa af í pottinum þegar okkur dettur í hug, kúra, lesa, teikna og spila. Úfff.. við ættum að gera þetta oftar!

Hey já. Við fórum svo á Bond áðan. Bond 2.0 er svo kúl.

18.11.08

Það er svo gaman að vera hjón

Þetta er eiginlega bara alveg allt annað líf skal ég segja ykkur. Við erum búin að vera að gefa hvoru öðru hnefaknús með hringahöndunum. Það er líka rosalega gaman að halda fram hringahendinni og láta hitt kyssa hringinn eins og kona sé mafíósi. Svo hendum við því fram við tækifæri að við séum "hringa-buddies".

Við fengum líka svo marga pakka að það var alveg svakalegt. Fleiri en ég fékk þegar ég fermdist og þeir voru allir svo flottir og smart skreyttir að við ætluðum ekki að tíma að opna þá. Þeir voru barasta ALLIR æðislegir. Ég held að það sé eitthvað met.

16.11.08

Frú Ósk

Þetta er fyrsta póskið mitt sem gift kona. Frú Ósk Bænarí og Herra Einar Mon. Gærdagurinn var æðislegur í alla staði. Það var rosalega skrítið að vera manneskjan sem labbaði kirkjugólfið með pabba sínum, í staðinn fyrir að fylgjast með frá kirkjubekkjunum. Einar var náttúrulega alveg ofboðslega fínn og sætur í smókíngnum sínum og við sögðum alveg já á réttum stöðum og allt það. Söngurinn var alveg frábær og mér fannst líka voða gaman að heyra orðin "Þú ert Ósk, þú ert Óskin mín" sungin í kirkju. Ég hugsa að þetta sé í fyrsta og eina skiptið sem það gerist.

Myndatakan var bara skemmtileg, veislan og maturinn æði og Daði alveg frábær sem veislustjóri. Ég sullaði ekki einu sinni neinu á kjólinn minn og ég datt aldrei um hann. Það var heldur ekkert mál að fara á klósettið í þessari múderingu, því ég hafði fengið góðar leiðbeiningar :o)

9.11.08

Skrítið

Það er mjög skrítið að lenda á þannig stað í lífinu að sumir eru að óska mér til hamingju á meðan að aðrir eru að samhryggjast mér.

Það er svo skrítið að einhver sem hefur alltaf verið til staðar, síðan áður en þú fæddist og áður en foreldrar þínir fæddust, sé farinn. Sérstaklega þegar þetta gerist svona allt í einu. Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja. Núna er ég bara sorgmædd.

5.11.08

Ég er syfjuð og ég er með liðað hár

Ég er svo sybbin að ég gæti sofnað standandi á tónleikum með megadeth. Ég ætla samt ekki að sofna. Ég er ekki gerð fyrir það að leggja mig. Þegar ég vakna aftur er ég ennþá syfjaðari en áður, nema grumpy eins og litlu börnin og svo get ég ekki sofnað um kvöldið.

Ég fór í prufu greiðslu og prufu förðun áðan. Ég er ennþá með liðað hár eftir þetta, en ég greiddi úr mér einhverja túberingu. Ég sat áðan í stólnum hjá förðunardömunni og horfði á mig í speglinum með einu máluðu auga og einu án málningar.. og með hárið greitt og spreyjað, svo það sást í ræturnar sem á að laga á mánudaginn. Á því augnabliki gerði ég mér grein fyrir því að það fer í alvörunni bara að bresta á með brúðkaupi.

Við erum meira að segja búin að raða fólki niður á borð. Ég trúði ekki þeim sem sögðu mér að það væri meira en að segja það. Svo kom í ljós að það er í alvörunni bölvað maus að ákveða hverjir eiga að sitja saman. Ég ætla að segja ykkur það núna, svo þið getið ákveðið að trúa mér ekki.

3.11.08

Kökutoppur. Eða eitthvað svoleiðis

Við erum búin að snarast út um allan bæ að leita að brúðhjónastyttu ofan á kökur, sem er drottningu sæmandi. Okay, ekki einu sinni drottningu. Ég myndi sætta mig við eitthvað sem er eitthvað meira en hjólhýsabúa sæmandi núna. Ég held að við séum búin að fara í allar búðir og bakarí sem eru til á öllu Íslandinu. Meira að segja hann Jói Fel, sem ég hefði veðjað á að ætti í það minnsta snobbaða kökutoppa átti bara eitthvað rosalega cheesy. Við erum að tala um comic fígúrur, þar sem brúðurin var með stærri brjóst en strandvörður og botox í vörunum, og brúðguminn náði henni upp að hnjám og var feitur.

Í einu bakaríinu sem við fórum í voru bara til kökutoppar með 20 cm háum Mikka og Mínu mús, dubbuðum upp í brúðarskrúða. Einmitt það sem ég vil! Rottur á kökunni minni. Hin, sem voru á annað borð með eitthvað í þessa áttina voru með Jóa Fel sílíkonið, eitthvað úr plasti eða eitthvað frá föndurstund á leikskóla.

Í föndurbúðinni Föndru hittum við fyrir alveg hreint rosalega yndæla afgreiðslumær sem vildi allt fyrir okkur gera. Hún þóttist viss um að hún ætti ekkert sjálf, en taldi upp búðir sem væru líklegar til árangurs. Við vorum búin að fara í þær allar. ALLAR! Okkur að kenna að vera að gifta okkur í nóvember eins og... eins og.. tja enginn annar greinilega. Okkur tókst þó að grafa upp brúðhjónastyttu þar sem innihélt hvorki sílíkon, bótox eða rottur og keyptum hana til vara.

Af hverju var ég ekki búin að tala við internetið áður?

30.10.08

Halloweeny

Ég er að baka kökur sem líta út eins og disembodied fingur.. og búa til hlaupdót sem lítur út eins og augu. Á morgun ætla ég að búa til oreos köngulær og banana og súkkulaði lirfur.

'cause that is how I roll!

26.10.08

Ég er víst gæs eftir allt saman

Ég var gæsuð í gær. Það kom eins og þruma úr heiðskýru og allt það. Ég bjóst innilega við því að ég myndi "sleppa við" svona nokkuð, þar sem ég á talsvert meira magn af vinum heldur en vinkonum.

Einar var steggjaður í gær. Ég vissi að það ætti að steggja hann, svo ég var alveg kúl yfir því að fara að sofa klukkan fjögur og vakna klukkan sjö til þess að vera klædd og svona þegar gaurarnir þustu inn í húsið.

Þegar húsið fylltist svo af svartklæddum karlmönnum, sumum með nælonsokka á hausnum ákvað ég að það væri best að fela mig úti í horni. Eftir smá stund fór þjófavarnarkerfið í gang og þá kom Einar hlaupandi niður á gallabuxunum einum fata, beint í fangið téðum karlmönnum, með xboxið okkar og aðra muni undir höndunum og á leiðinni út í bíl.

Þegar þessi misskilningur hafði verið leiðréttur og Einar var farinn upp aftur í meiri föt og tannburstun var einhver forláta reykvél sett í gang og allir reykskynjarar í húsinu byrjuðu að pípa og kerfið fór aftur í gang þessvegna. Það var ekki hægt að sannfæra þá um að halda kjafti, svo á endanum voru þeir teknir niður og settir út í garð á meðan það var loftað út. Þetta kerfi öskrar bloody murder og ég er viss um að nágrannarnir okkar hafa fengið að vakna aðeins líka.

Þetta var allt fyrirgefið þegar eldhúsið var tekið yfir og steiktar cocktailpulsur, beikon, egg, ristað brauð og amerískar pönnsur fóru að berast inn í stofu. Á þeim tímapunkti bættust stelpur við í hópinn.

Það var ekkert lítið sem ég var hissa að sjá Völu, Þórey og Ösp í dyragættinni. Þær komu færandi hendi með eitthvað það glæsilegasta outfit sem sögur fara af. Bleikt "ballerínu" pils með glansandi pallíettum og slör í stíl, en Þórey saumaði bæði (myndarleg!) og bleikan síðerma bol. Svo fékk ég tvö bleik, uppstoppuð blóm til þess að halda á, en það er vegna þess að það er fátt í þessum heimi sem ég eru eins miklir óvinir mínir og slík blóm. Ég var bara ennþá sáttari við bleika gallann minn þegar ég sá bleika gallann hans Einars (gríslabúningur)

Eftir þennan líka fab morgunmat fórum við kvenmennirnir upp í eðalvagninn (econoliner) og eðalvagnsstjórinn (Natti) keyrði okkur niður í Lindarskóla. Þar voru allir gaurarnir mættir og við fórum í allskonar leiki í íþróttasalnum. Stórfiskahlaup, skóleik, brennó og leiki sem ég veit ekki einu sinni hvað heita.

Auðvitað var reynt að drepa mig með einhverjum áfengisskotum svona inn á milli. Stelpurnar voru svo góðar við mig samt, að ég var barasta ekkert verið pínd neitt hroðalega. Þegar "mitt lið" tapaði leikjum, þá gáfu þær mér hlaupskot í staðinn fyrir eplasnafs og þegar ég átti að taka 25 skot af bjór þá byrjaði Þórey á móti mér á línunni á hinum endanum.

Í eðalvagninum setti Vala svo upp velmegunarbrunch (kex, osta, ný bakað snittubrauð, pestó, sultu, muffins o.fl. Já.. og broskallakaka fyrir mig) og þær mixuðu ískaldan léttáfengan velmegunardrykk með. Við stoppuðum til að sækja Rúnu og því næst fóru þær með mig í dekur á Nordica spa. Ég fékk alveg æðislegt heilnudd og svo slöppuðum við af í heitu pottunum og höfðum það kósí.

Eftir dekrið fórum við í magadans. Það var bara klikkað skemmtilegt og ég verð að segja að ég er mjög ánægð með að vera með of stór brjóst til þess að þau passi fyllilega í outfitið sem ég átti að vera í. Þetta gerði það að verkum að ég fékk að vera áfram í síðerma bolnum mínum undir magadansbrjóstahaldaradótinu svo að engin Janet Jackson slip ættu sér stað.

Upp úr kæliboxinu í eðalvagninum komu allskyns flöskur og fernur og hristarar og klakar flugu í allar áttir á milli þess að mér voru rétt glös með marglitum cocktailum.

Svo fór ég að hitta hinar gæsirnar niðri á tjörn og fóðraði þær með afgangnum af snittubrauðinu okkar. Eftir að hafa gefið hinum gæsunum að borða var farið með mig í Kolaportið þar sem ég fékk 2000 krónur í hendurnar sem ég átti að nota til þess að kaupa tvö heilstæð outfit sem ég átti svo að sýna seinna um daginn.

Mér tókst alveg hreint frábærlega upp þó ég segi sjálf frá, og ég keypti annars vegar casual vinnu outfit með flatbotna skóm, tösku, teinóttu pilsi, svörtum bol, svartri skyrtu og hárklemmu og hins vegar kvöldoutfit sem saman stóð af svörtum kjól, handtösku, hælaskóm, hálsmeni, eyrnalokkum og hárspennu (fullur poki af fötum á 500 krónur hornið var að gera góða hluti).

Þegar við fórum svo heim til Natta (bachelorpadið með guitar hero og poolborði) þá benti Vala mér á fötin sem HÚN hafði keypt fyrir mig einhverju áður. Þar hengu uppi ýmislegir glæpir geng mannkyninu frá allskyns tímabilum. Það var samt bara gaman að skella sér í þetta. Þórey lét mig líka fá frábæran bol með mynd sem þar sem hún hafði photoshoppað andlitið á mér saman við andlitið á the corpse bride og textanum "Ósk" "..bride to be". Ekkert smá flottur.

Eftir cry baby, pool, guitar hero, heilan helling af bollu og snarl mættu svo strákarnir á svæðið og Doddahamborgararnir fóru að koma af svölunum. Prógramið endaði svo á stórskemmtilegu partýi.

Ég er svo ánægð með þetta allt saman að ég held ekki vatni :o) Takk takk takk allir sem komu að þessu :o) Sérstaklega langar mig samt að þakka Völu, Þórey, Ösp, Rúnu og Ellu (sem þurfti að vinna greyjið) fyrir alveg æðislegan dag. TAAKKK!

24.10.08

Ljótubindadagur

Það var ljótubindadagur í vinnunni minni í dag. Ég var með fermingabindið hans Einars. 90's hafa ýmislegt til þess að svara fyrir!

22.10.08

Dýrðardagur!

Ég á þennan dag og mér er sama þó að þrír aðrir í vinnunni minni þykist eiga afmæli í dag líka. Ég á hann samt. Þetta er minn dagur. Minn snjór. Mínar stóru smákökur. Mínar gjafir.

VEIIIII!

19.10.08

19. október

Skrítið. Þegar ég var lítil man ég eftir því þegar pabbi sagði að tíminn liði rosalega hratt eftir að maður væri orðinn 25 ára. Hann hefur líklega verið svipað gamall og ég er í dag þegar hann sagði þetta. Ég er að upplifa þetta núna. Það er sunnudagskvöld og ég veit að ég þarf bara að loka augunum og opna þau aftur til þess að það verði næsta sunnudagskvöld. Í síðustu viku flutti ég til Íslands aftur. Í gær var sumar.

Ég á afmæli á miðvikudaginn. Ég verð eins gömul og Jim Morrison, Jimmy Hendrix, Janis Joplin og allir hinir rokkararnir sem byrjuð á J urðu nokkurn tímann. Í kringum mig kvartar fólk yfir því að það sé orðið fullorðið. Ég hef ekki áhyggjur af mínum aldri. Ég er nákvæmlega þar sem ég myndi vilja vera, næstum því 27 ára gömul. Ég sé ekki eftir neinu. Það er ekkert sem ég mundi vilja hafa gert sem ég hef ekki gert. Eða.. allavega ekkert sem stingur.

Ég á tvær háskólagráður. Eina bachelors og eina masters. Ég er í vinnu sem er fjölbreytt og þar sem ég fæ að bera ábyrgð. Ég á íbúð í raðhúsi.. með garði, tveimur stigum og drottningaturni. Ég á yndislegan Einar sem ætlar að giftast mér eftir minna en mánuð. Þegar við hittum prestinn spurði hann okkur í gamni hvort við værum til í að halda námskeið fyrir önnur pör.

Ég er ekki hrædd við að eldast. Ég vil frekar vera þar sem ég er í dag eða þar sem ég verð á morgun, en þar sem ég var þegar ég var tvítug. Framtíðin er björt og mér er eiginlega sama ef ég þarf að borga hærri skatta, hærri íbúðarlán eða skafa bílinn á morgnana. Ég er glöð. Þegar allar umfjallanir í fjölmiðlum eru neikvæðar og umræður um krepputal hóta því að kæfa mig ætla ég að muna að ég er hamingjusöm.

14.10.08

Komin í ruglið

Í morgun var ég sprautuð, svo tók ég einhverja töflu og svo upp úr hádegi tók ég eitthvað sem var blandað út í vatn.

Sko.. svona svo fólk fari ekki að fá áfall, þá er ég ennþá sama góða Óskin sem heldur sig frá öllum ólöglegum vímuefnum. Ég fór í flensusprautu í fyrsta sinn í morgun. Ég og sprautur erum ekki bestu vinir, svo ég var ponsu kvíðin. Þetta gekk samt allt voðalega vel og eftir pínulitla stungu var ég bólusett og plástruð. Sprautukonan sagðist hafa vandað sig sérstaklega vel við mig fyrst ég var ekki sprautuvinur.

Ég verð eiginlega að viðurkenna að ég er stundum með samviskubit yfir þessari sprautufóbíu minni. Mér finnst eins og ég ætti að vera að gefa blóð og ég vildi að ég gæti það. Ég bara þori því ekki. Eruð þið með einhverjar tillögur um hvernig ég get yfirstigið þetta? Það er ekki stungan sem ég er hrædd við. Líkaminn minn virðist bara ekki höndla nálina og mér svimar og það hefur liðið yfir mig og allt.

Já. Allavega. Svona fimm mínútum eftir sprautunina fékk ég þennan líka rosalega hausverk. Mér leið eins og að hausinn á mér væri við það að klofna í tvennt og Ronja myndi búa öðru megin og Birkir Borgason hinu megin. Eftir einhvern tíma trítlaði ég niður í afgreiðslu og fékk verkjatöflu. Hún gerði ekkert gang og rétt fyrir hádegi var ég að spá í að hringja í Einar sinn og fá hann til þess að skutla mér bara heim. Það var í þann mund sem hann Addi var að sýna mér viðbjó-verkefnið sitt. Hann snaraðist til og sótti fyrir mig eitthvað fyrirbæri sem heitir TREO. Það eru gostöflur sem eru vondar á bragðið og sizzla eins og beikon. Ein svona tafla bjargaði lífi mínu og sendi skógarnornir og rassálfa öskrandi aftur til Svíþjóðar.

Áfram TREO.

13.10.08

Smakkanir

Fórum í vín- og kökusmökkun áðan. Það þykir víst ekki eins classy að skyrpa út úr sér köku eins og að skyrpa út úr sér víni...

12.10.08

Nakinn sannleikurinn

Í gær fórum við og hittum Palla og Ellu. Þau eru búin að vera á ferðalagi um Frakkland og Ítalíu í heilan mánuð. Þau gistu mest megnis í tjaldi. Svona í miðri umræðu réttir Ella mér glansandi þykkan bækling, ekki ósvipuðum þeim sem ferðaskrifstofur gefa út. Þau sögðu okkur að þetta hafi verið eitt tjaldstæði sem hafði verið auglýst með þrjár stjörnur, en þegar þau hefðu komið á staðinn hefði þau ákveðið að gista annarstaðar.

Framan á bæklingnum var skælbrosandi fjölskylda ofan í sundlaug. Svo sem ekkert óeðlilegt við það, en svo tók ég eftir því að einhver rosaleg sílíkon gella sat berrössuð með brjóstin út í loftið á bakkanum á lauginni. Spes að velja það fyrir forsíðuna.

Allavega, ég fór að fletta bæklingnum og við mér blasti alsber gaur í bogfimi með allt hangandi út um allt. Þarna mátti líka sjá berrassaða konu við leirsnúningshjól að búa til skál, ellilífeyrisþega í golfi og í engu nema skóm, nakta krakka á hestbaki og aftan á heila fjölskyldu að hjóla. Við skulum bara orða það þannig að þau voru ekki einu sinni með hjálma. Ég endanlega dó svo úr hlátri þegar ég sá mynd af fjölskyldufaðir á sprellanum að blanda salat á meðan að konan lagði á borðið og börnin fylgdust spennt með.

Úff. Það er kannski bara gott og fallegt að það séu einhverjir þarna úti sem séu svo sáttir við sína nekt og annara að þeir skelli sér í nektarfrí með fjölskyldunni. Það eina sem ég veit er að ég ætti erfitt með að leygja hjól þarna. Væri líka frekar svekkjandi að fá klamedíu af veitingastaðastól. Hahahah

Brúðkaupsferðin felld niður!

Heimsferðir felldu niður brúðkaupsferðina okkar, þar sem að slatti af fólki hafði þegar afbókað sig og þau treystu sér ekki til þess að bjóða upp á ferðina á því verði sem við höfðum borgað fyrir hana. Pínu svekk og pínu léttir. Það er kannski ekkert sniðugt að ferðast þegar gengið er eins kolklikkað og það hefur verið undanfarið.

Hakuna matata

Við förum bara seinna í einhverja geðveika brúðkaupsferð. Tökum okkur smá frí núna og förum upp í sumargústaf og gerum eitthvað skemmtilegt. Enda niðurstaðan er að við verðum gift, hvort sem við eyðum fyrstu dögunum eftir það á Íslandi eða á Kúbu.

8.10.08

Eftir vinnu..

Fór í field-trip og pantaði tíma í prufuförðun og prufuhárgreiðslu og í alvöru förðun og alvöru hárgreiðslu. Það er ekkert smá sem kona þarf að undirbúa sig fyrir einn dag! Eins gott að ég verði svo glymrandi sæt og fín á brúðkaupsdaginn að fólk þurfi að taka will-save eða verða blindað.. eða þið vitið. Eitthvað.

Ég kom svo heim og bjó til lasagna að öllu leiti nema að setja það í ofninn. Svo mundi ég að heimurinn væri að farast og kíkti á mbl. Hann er víst þarna enn að mestu leiti. Held ég.

Ah.. buggrit. Ég er farin að horfa á Super Robot Monkey Team Hyperforce Go.

4.10.08

Ég held að ég vilji vera Skeletor frekar en He-Man þegar ég verð stór

Það verður mér sífellt ljósara að það væri talsvert skemmtilegra að vera vondur snillingur heldur en ofurhetja. Á meðan að ofurhetjurnar eru að þönum allan sólahringinn að bjarga heiminum og hjálpa gömlum konum yfir götuna, getur vondi snillingurinn sofið út og eytt svo tíma í að pæla í því hvort að rautt flauel eða svart latex eigi betur við hann þann daginn.

Vondi snillingurinn hefur líka úr fleiri tegundum af hlátrum að velja. Það er eitthvað sem skiptir miklu máli. Ha-Ha-Ha-ið sem að ofurhetjurnar eiga möguleika á nær bara vist langt. Stundum koma upp tilefni þar sem að ekkert annað en MUAHAHAHAHAW eða híhíhíhíhíhíhíhíhíiíííiíí dugar til.

Minionin (hmm.. íslenskum þetta sem snöggvast. Handbendin? Já, það er gott!) fyrir góðu gaurana eru líka af skornum skammti, þar sem að svona hefðbundið ofurhetjukerfi byggir á jafningjasamfélagi. Vondu snillingarnir geta valið mismunandi handbendi fyrir hvern dag ársins. Bara núna á meðan ég skrifa þessi orð dettur mér í hug fljúgandi ninja apar, skordýra vélmenni og microsoft forritarar.

Svo margir möguleikar.......

30.9.08

Hvað eru mörg "usability" í því?

Ég er svo stolt að ég gæti grátið. Usabilitymaðurinn sem kenndi mér usability í usability kúrsinum í usability landinu í usability bænum (okay.. kannski aðeins of mörg "usability" þarna. Got a little carried away) fyrir 2 árum síðan, var biðja um að nota usability skýrsluna okkar Gúnda sem dæmi um sérstaklega glæsilega usabilty skýrslu. Þannig getur fólk sem er ekki næstum því eins usable og við lært hvernig það eigi að bera sig að. Dýrðardagur!

29.9.08

Spáin er rosaleg

Verðbólga og frost. Verst að eiga ekki fleiri verðbréf sem væri hægt að kveikja í og ilja sér á, svona fyrst að það á að hækka hitann.

27.9.08

Ég er vísundur!

Ég hef oft farið í vísundaferðir áður, en í gær var fyrsta skiptið sem ég var sjálf vísundur. Það var frekar spes lífsreynsla. Tölvunördar frá bæði HR og HÍ komu í heimsókn og ég (og fleirri) spjallaði eitthvað smá á þau með clip-on microphone og allt. Eftir þetta allt saman var ég send út til að mingla og við fórum meira að segja nokkur niður á Ölver þar sem að vísindaferðin þeirra endaði. Ég talaði við fólk sem var t.d. fætt '86 og '87 og mér leið eins og ég væri rosalega rosalega fullorðin. Orðin vísundur og farin að tala við unga fólkið um hvernig lífið er í hinum stóra heimi eftir útskrift.

P.s. Nei! Ég söng ekki.

24.9.08

Einn af þessum dögum..

Vá hvað ég var buguð í dag. Þetta var svona einn af "þessum" dögum í dag. Það var einhvern veginn allt ómögulegt, erfitt og allskonar vesenis hlutir að koma upp. Undir lokin var ég nánast komin á það level að ég var tilbúin að slíta annan handlegginn að næstu manneskju sem kæmi við mig og lemja viðkomandi með honum.

Úúúúff..

Mér líður talsvert betur núna. Búin að fá knús, kúr, guitar hero og söbba.

21.9.08

Bíddubíddubíddu

Getur einhver sagt mér af hverju String Emil var að bæta mér sem vini á facebook? Ég hef ekkert spjallað við hann síðan ég var í HR og einhver gleymdi að læsa tölvunni sinni..

20.9.08

Í gær var ég dregill/barefli/kylfusnót

Ég lét mig hafa 18 holur í pilsi, rigningu og roki með hálfan bar á bakinu. Ný lífsreynsla, en hreint ekki svo slæm.

18.9.08

Það var allt sem ég vonaðist til að það yrði

Í dag rakst ég á poppbaunir á tilboði. Fram að þessu hefur poppgerð mín takmarkast algjörlega við örbylgjuofninn, en á meðan að ég stóð þarna og hélt baununum reikaði hugur minn aftur til tímans þegar örbylgjupopp var ekki á hverju strái. Ég man eftir að hafa staðið á tánum og hlustað á popp baunir springa út og lemjast utan í stóran pott og horfa á lokið á honum lyftast pínulítið öðru hvoru. Þegar ég snéri aftur í raunverulega heiminn voru baunirnar svo góðar sem seldar. Ég á nefnilega stóran pott með glerloki og stóreygð fór ég að velta fyrir mér hvernig það væri að horfa á poppbaunir poppast í beinni.

Rétt í þessu var ég að ljúka við fyrsta skammtinn. Þetta hófst á nokkrum mínútum af hálf leiðinlegri bið, en svo fóru baunirnar að surga og skoppa aðeins til.. og að lokum hófst poppunin. It was... beautiful!

17.9.08

Ný lífsregla

Um helgina keyptum við klósettpappír í Europris sem var merktur "extra soft". Lies.. ALL LIES!! Extra soft ef þetta væri sandpappír kannski. Við erum að spá í að hætta að nota hann sem slíkan þar sem að....

Lífið er of stutt fyrir óþægilegan klósettpappír

16.9.08

Hunangshnetukátínurnar reyndu að drepa mig

Rétt í þessu var ég smá svöng. Ég fann eitthvað honey nut cheerioes sem Einar sinn á (hann á líka lucky charms. A bullet dodged there). Þegar ég var ponsa fannst mér hunangshnetukátínur rosalega góðar og oft setti ég auka sykur á þær og allt. Núna borðaði ég nokkrar skeiðar, datt út í 10 mínútur út af "sugar induced coma". Svo endaði ég á því að henda þessu öllu. Djöfulsins viðbjóður. Þetta er svo sætt að ég hefði alveg eins geta borðað sykur beint upp úr karinu. Aaaaah.. ég er ennþá að fá skjálftaköst eftir þetta. Ég er pottþétt á því að fá fráhvörf á morgun!

Sooooldið sybbin

14.9.08

Bara 2 mánuðir!

Í brúðkaupið okkar sko. Úbbosí. Hvernig gerðist þetta? Best að fara að lemja ræktina ógeðslega fast.

10.9.08

Að búa á Íslandinu

Einar minn á afmæli í dag. Líka Daði bróðir. Veiii til hamingju þeir! :o)

Eins og í mörgum vinnum, er hefð í vinnunni hans Einars að koma með köku við slík tilefni. Mín vinna er svo stór að það nægir að koma með eina köku bara fyrir hópinn sinn. Einars vinna er minni, svo þrjár kökur eru möst, þar sem að allur vinnustaðurinn þarf að vera memm. Ég gat ekki hugsað mér að borga nálægt fimm stafa tölu fyrir þrjár kökur frá Jóa Fel, þannig að í gærkvöldi var ég að baka epla, franska og sjónvarps. Þetta var ekki vegna þess að ég var að vera dugleg eða myndarleg. Þetta var næstum alfarið vegna þess að ég hef bara ekki ennþá vanist verðlaginu hérna. Ég lendi í því öðru hvoru að ég get bara ekki hugsað mér að borga uppsett verð fyrir einhvern hlut úti í matvörubúð, svo ég sleppi honum bara. Ég hef heyrt að það taki upp í eitt og hálft ár að venjast þessu. Ég ætti að vera um það bil hálfnuð núna!

8.9.08

Ég á púsl og árbók

Það er með 1000 stykkja. Það er meira en milljón. Okay, kannski ekki. Mér finnst samt eins og það séu fleiri en milljón stykki í þessu, þar sem að það gengur ekkert rosalega hratt með þetta. Annars í tilefni þess að ég sé í svona retró afþreyjingu, þá skutla ég upp retró árbókarmyndum sem vinur minn internetið bjó til handa mér.

1958:
Einhver svaf með rúllurnar í hárinu fyrir þessa myndatöku og bróderaði munstrið á skyrtuna alveg sjálf. Persónulega finnst mér það hafa verið þess virði, nema ef vera skildi fyrir skallablettinn þarna hægra megin1960:
Kisugleraugun sem almennt klæða fólk ekki, fara mér bara prýðilega. Ég hugsa að ef ég ætti svona gleraugu myndi ég hætta í þessu tölvudóti og gerast bókasafnsvörður (and I dance dance dance, and I dance dance dance).1966:
Engin smá fylling í hárinu. 50 kall að það sé túberað hálfa leið til helvítis undir þessu öllu saman.1976:
Rúllurnar koma með "come-back" tæpum 20 árum seinna. Ég kann best við þessa mynd og þessa á undan, þar sem að ég fæ svona c.a. að halda mínu eigin höfuðlagi (sítrónuandlitinu)1984:
Áratugurinn þar sem enginn leit vel út og allir lögðu sig sérstaklega fram við það1992:
Ég get svo svarið að ég hef séð "fyrirmyndina" einhverstaðar. Ætli þetta sé vintage Uma eða eitthvað? Ég kannast voðalega mikið við þetta hár

6.9.08

....og svo kom haust

Ég hef sagt áður að haustið sé mánudagur árstíðanna. Hingað til, hafa sumrin farið í að keyra um með opinn gluggann og ís í hendinni í sólinni, spóka sig í sundi og fara út á land eða til útlanda. Já.. og svo auðvitað vinna, en það eru oftast bara 8 klst á virkum dögum og svo fær kona borgað fyrir. Svo kemur haustið með skólabókalistanum sínum, alsberum trjám og skilaverkefnum.

Núna er mér bara alls ekkert eins illa við haustið og venjulega. Ég held áfram að vinna 8 tíma á virkum dögum og þarf ekkert að stressa mig á skóla. Í fyrsta skipti síðan ég var 4 að verða 5 þá er ég ekki í skóla á þessum tíma ársins.

Núna get ég bara hlakkað til. Afmælið mitt í október, brúðkaupið okkar í nóvember og svo Kúba og svo þegar ég kem heim þá eru jólin að fara að koma!

Í gær keyrðum við framhjá gulum trjám og mér fannst þau falleg.

5.9.08

Hræsni? Það skildi þó aldrei vera...

Horfið samt, þetta er geðveikt fyndið og flott gert.

Update: Það var búið að taka youtube myndbandið út, en hérna er linkur á video sem virkar

4.9.08

Vonin..

Ég á plöntu. Hún heitir Róbert og er drekatré. Ég hef áður átt drekatré og þá batt ég vonir við að einn daginn myndi dreki vaxa á því, ekki ósvipað og epli gera á eplatrjám. Ég væri alveg til í að eiga minn eigin dreka. Allavega svo lengi sem að hann safnaði ekki saman öllu glansandi í húsinu og byggi til úr því haug sem hann kúrði á. Prinsessur mætti hann alveg veiða sér til matar, þar sem að ég er drottning og því ekki staðgóð máltíð fyrir vaxandi dreka.

Vonir mínar um drekaeign brotnuðu, brustu og var sópað undir teppi vonbrigðana fyrir nokkrum árum síðan. Núna horfi ég í áttina að Róberti og hugsa "ég veit það á ekki eftir að gerast..... en kannski gæti það gerst". Svona virkar vonin. Ég veit að það eru engar líkur á því (og sérstaklega ekki ef ég spila ekki með).. en kannski vinn ég í lottóinu í á laugardaginn. Kannski. Kannski tekur dreki á móti mér á morgun þegar ég kem úr vinnunni.

3.9.08

Rjómalagaður rostungur er ljúfengur!

Þú gerir hann alveg eins og rjómalöguð jarðaber, en í staðinn fyrir jarðaber...

Dansidansi Óskin mín

Ég var að dansa inni í stofu með tilheyrandi hoppum, impressive danssporum og mjaðmahnykkjum og svona einstaka breikdans múvi. Veröldin missti af mikilli dansdrottningu þegar ég fór í fimleika í staðinn fyrir jazzballet eða eitthvað skal ég segja ykkur. Allavega. Helmingurinn var að ganga frá inni í eldhúsi, svo stundum dansaði ég inn til hans og tók jazzhands eða nokkur spor að handahófi áður en ég dansaði aftur inn í stofu.

Þegar hann kom svo úr eldhúsinu ákvað ég að draga fram stóru byssurnar og tók allsvakalega dansspora samsetningu með snúningum, hoppum á annari löpp og fleirra.

Hann: "How you're just showing off".

Það var um það bil þá sem ég ofmetnaðist og gróf of langt aftur í reynslubankann.

Hann: "The 90's called. They want their moves back".

Skrambinn! Kona á alltaf að hætta á toppnum. Ég hefði bara átt að skutla mér á hnén og enda samsetninguna á einu góðu slidei yfir gólfið og kalla þetta gott frekar en að draga fram 93 diskótekasporin.

1.9.08

Om nom nom.. Grænt te með myntubragði

...smakkast ekki ósvipað og tannstöngull

Tannstönglar

Fólkið sem fann upp tannstöngla með oddum með myntubragði er sniðugt. Það hefur gert tannstönglaupplifun mína talsvert betri en þá með venjulegum tannstönglum. Spurning um að senda þeim aðdáandabréf.

31.8.08

Sætt og disturbing

Ég var að jamma

Sko.. þá meina ég "the act of making jam" eða "sulta" upp á góða íslensku. Reyndar hefði ég notað gæsir niðri, gæsir uppi ef þetta væri góð íslenska, en fyrst ég er ekki með talnaborð, þá er ég ekkert að stressa mig á því.

Ég týndi slatta af rifsberjum hjá foreldrunum og sultaði svo úr þeim eins og besta 50's húsmóðir. Eða bjó til "gel" sko. Rifsberjahlaup eða eitthvað. Helmingurinn er venjulegur og svo gerðist ég skapandi og skellti xylitoli í staðinn fyrir sykur í hinn helminginn. Þetta lítur bara ansi vel út hjá mér þó ég segi sjálf frá. Núna þarf ég bara að láta mér detta í hug hvernig hægt er að nýta þetta allt saman (6 og hálf krukka).

Skrambans IKEA

Af hverju er það svona langt í burtu? Ég þarf að kaupa krukkur og núna þarf ég að fara að leita að vegabréfinu mínu og eitthvað. Ég er búin að hringja í svona næstum því alla sem ég þekki, en það eru allir lasnir, uppteknir, í vinnunni eða í sumargústaf eða eitthvað. Ég þarf að keyra alein alla leiðina þangað og berjast alein í gegnum hafsjó af fólki sem flytur inn í IKEA um helgar og.. og. ALLT.

Spurning um að stofna undirskriftalista um að fá IKEA aftur í Holtagarða.

*HOPP*

Ég er löt og ég á nýjar legghlífar og nýja spöng. Ég keypti mér bæði í gær og fattaði hvað það er langt síðan ég hef keypt mér eitthvað (fyrir utan 400 króna bleiku balletinniskóna úr Tiger). Needless to say þá er ég þrammandi um í báðu.

*hopp*

Einar: Ertu að fá þér dnammi í dmorgundmat? (hann er sko voðalega kvefaður og lasinn greyjið)

Ég: (skömmustuleg) Jáááááv..

Það er nammidagur. Venjulega ætti slíkur dagur að vera á laugardögum, en ég flutti hann. Ég get gert svoleiðis vegna þess að þegar það kemur að nammidögunum mínum, þá er ég alvaldur og einráður. AðalÓsk!

*hopp*

Á morgun er ég að fara í þriðja skiptið í heimsókn í brúðarkjólaleigu. Nei, eiginlega fjórða, því að ég fór líka í eina aðra þar sem að ég hrökklaðist út eftir að brúðarkjólaleigu- og sölukvendið hálfpartinn skammaði mig nokkrum sinnum fyrir að vita ekki upp á hár hvað ég vildi. Ég nenni ekki að vera skömmuð eins og smástelpa af manneskju sem ég er að fara að gera mig líklega til að borga einhverja tugi þúsunda til. Bugger that for a game of soldiers! Fyndið líka því að ég var að spjalla við Þóreyju og sama brúðarkjólaleigu- og sölukvendi tók þennan pakka á hana líka. Er sumu fólki illa við peninga?

Go team Brúðarkjólaleiga Dóru! Það er þar sem ég ætla að valsa um á nærbuxunum einu sinni enn, fyrir framan hálf ókunnuga kvenmenn, sem eru samt svo voðalega indælar og pro yfir þessu öllu saman að það er ekkert erfitt. Það eina sem er erfitt er að finna nægilega siðsamlegar nærbuxur alltaf. Það er ekki mjög glæsilegt að flasha rasskinnum framan í aumingja stelpurnar í lengri tíma.

Núna á að mæla mig í bak og fyrir, svo að það sé hægt að breyta kjólnum sem ég ætla að kaupa svoleiðis að hann passi eins spandex á skíðakappa. Þá dregst hann inn á réttum stöðum, ýtir réttum hlutum upp og púffar út á réttum stöðum og skiptist þannig á að ýkja og fela það sem ég á frá náttúrunnar og haribo hendi!

30.8.08

Ég held að gulu, óskilgreindu pöddurnar séu með bólur í framan

Okay, ég er ekki með ofskynjanir.

Ég get ekki sofið affí ég er með vöðvabólgu og hausverk. Venjulega væri það ekkert hroðalega mikið issue að geta ekki sofið klukkan níu á laugardagsmorgnum, þar sem ég er orðin svona brjálæðislega fullorðin og ráðsett, en núna er bara ekkert svo langt síðan að ég skreið í bælið. Fyrst náttúrulega spjallaði ég við leigubílsstjóra eins og mér einni er lagið. Ég er ekki ennþá búin að fatta hver galdurinn er hjá mér við að finnast það góð hugmynd að sitja áfram í taxanum og skoða fjölskyldumyndir og eitthvað áður en ég dröslast út. Hey já. Þetta er í fyrsta skipti sem ég tek leigara í nýja kastalann. Það munaði minnstu að ég segði addressuna hjá foreldrunum þegar ég settist inn, sökum þess að ég tók ansi marga bíla umsemjanlegrar notkunar þangað back in the days.

En allavega. Ég skreið niður og upp í sófa eftir að hafa legið í rúminu í tæpan klukkutima án þess að sofna aftur. Ég kveikti, eðlilega, á morgunteiknimyndunum. Ég mynnist þess ekki í minni æsku að þessar teiknimyndir væru geypilega, geypilega vondar, með einum talsetjara pr. teiknimynd og litapallettunni takmarkaðri við sjö liti. Ég er eitthvað svo svikin. Ég sakna cartoon network.

25.8.08

Gítarhetja

Í lengri tíma hef ég suðað í Einari um að við ættum að fá okkur Guitar hero. Það var ekki fyrr en síðustu helgi sem okkur var boðið í grill, gítarhetju og pool heim til Natta að mér tókst að sannfæra hann.

Núna eigum við okkar eigin leik og á meðan ég skrifa þetta er Einar í gítareinvígi við þann hníflótta sjálfan, ekki ósvipað og í the devil went down to Georgia eða Tenacious D.

Sjálf hef ég prófað nokkrum sinnum og ég get bara alveg sagt ykkur að ég er gáttuð á því að the Stones, the Killers, Ozzie og fleirri góðir gaurar séu ekki enn búnir að hringja í mig og biðja mig um að vera gítarleikari fyrir þá. Áhorfendurnir kunna allavega vel að meta þetta get ég sagt ykkur og ég efast um að heill hafsjór af teikniðum guitar hero aðdáendum hafi rangt fyrir sér!

Áfram línurit, kökurit og önnur... rit

19.8.08

Kindur

Á laugardaginn vaknaði ég og leit út um gluggann. Tvær kindur horfðu á mig til baka og jöppluðu á grasi á merkilega afslappaðan og svalan máta. Það var ekkert smá vinalegt. Ég var sem sagt úti í sveit. Ég veit ekki hvenær kindur voru síðast að strötta í Ártúnsholtinu, en mér finnst að hverfið ætti að fá sér eina eða tvær hverfiskindur.

Einu sinni reyndi ég að sannfæra Einar um að við ættum að fá okkur kusu, því þær eru svo rosalega vinalegar. Hann er ekki alveg sammála. Það er vond lykt af þeim og svona, en pæliði í því! Ég þyrfti aldrei að slá aftur, plús hún ber á garðinn alveg sjálf.

13.8.08

Mátuð!

Þá eru nokkrir brúðarkjólar búnir að máta mig. Ég held að ég geti ekki sagt að ég hafi mátað þá, þar sem að þetta eru svo gífurlega massív mannvirki. Fyrir flesta var ég meira að segja í burðarvirki undir. Það kom mér sérstaklega að óvart að ég leit bara ekkert út eins og Michelin maðurinn í þeim. Margir eru hannaðir þannig að þeir draga úr því sem þykir miður glæsilegt og ýkja það sem þykir æskilegt að hafa mikið af. Í einum leit ég til dæmis niður og sá að ég var kominn með barm á stærð við Pamelu Anderson. Ég potaði meira að segja í hann til að vera viss um hvort að ég ætti þetta allt saman.

Núna er ég orðin alveg kex rugluð og plan mitt um að vera í plain, ó-marengslegum kjól er í mikilli hættu.

12.8.08

Brúðarkjólamátun

Á morgun er ég að fara í brúðarkjólamátun. Vala, sem pantaði meira að segja tímann fyrir mig verður mér til halds og trausts og mun vonandi segja mér ef ég lít út eins og mjólkurbíll eða marengskaka í einhverri múderingunni. Ef við værum í Júsa væri hún sko þokkalega "maid of honor" og fengi einhvern óklæðilegan myntugrænan kjól til þess að skella sér í, svo a) hún out-shinei mig ekki og b) ég líti vel út í samanburði, allt eins og lög gera ráð fyrir.

Brúðarkjólar hræða úr mér líftóruna, ef ekki væri nema bara fyrir þær sakir að það eru svo skrambi margir af þeim til. Ef þeir bara vildu gætu þeir tekið yfir heiminn og við gætum ekki gert neitt til þess að stöðva þá. Venjulega endist ég í nokkrar mínútur í að googla brúðarkjóla, en þarf svo ég að leggjast fyrir og setja ísmola á hausinn sökum skyndilegs valkvíðakasts.

Sætó?

Áðan fór ég í strætó heim úr vinnunni, þar sem að bíllinn fer samferða Einari á morgnana og ég var í stuði til þess að hætta snemma. Ég hef ekki náðað íslenska gullvagna með tilvist minni síðan ég var 16 ára. Þessi strætó hét 19 og hann minnti helst á golden retriver, þar sem að hann var ljúfur og góður og... já.. gulur. Hann stoppaði ekkert voðalega langt frá vinnunni minni og alveg rétt hjá húsinu mínu, svo strætóferðin sjálf tók ekki nema 12 mínútur. Það er alveg spurning um að ég fari að slaka á strætófordómunum mínum. Reyndar gæti verið sterkur leikur að prófa aftur í ógeðslegu haustveðri og sjá hvernig mér lýst á hundblautan strætóinn þá.

9.8.08

Heppin ég að vera smáfætt!

Í dag áskotuðust mér glæsilegir inniskór. Þeir eru af stærðinni 34-36 og eru líklega ætlaðir fyrir litlar stelpur, þar sem að þetta var allra stæðsta stærðin sem þeir fengust í. Þeir eru eins og ballerínuskór úr bleiku, mjúku efni, með bleikri slaufu og glansandi bleikum pallíettum. Þessir skór kostuðu ekki nema 400 krónur í Tiger. Úrvalsskór á öndvegiskjörum!

Í dag er ég búin að vera að skoppa um í skónum og reglulega dilla þeim í áttina að eða fyrir framan Einar til þess að minna hann á að ég eigi svona fína skó. Áðan þegar ég lág uppi í sófa með skóna út undan teppinu gerði ég mér grein fyrir því að oft þarf ekki mikið til að gera daginn góðan. Ég íhugaði að sofa í þeim, en ákvað svo að sleppa því, þar sem að ég vil ekki svitna á tásunum.

6.8.08

Þekkið þið klæðskera?

Þeir eru ekki duglegir að nota internetið og ég er að leita að einum slíkum!

4.8.08

5 ára

Sko.. enginn ættingi eða neitt. Við Einar erum búin að vera saman í 5 ár. Vei við! Ég knúsaði hann og sagði "Til hamingju með mig" og hann knúsaði mig til baka og sagði "Til hamingju með mig". Veii.

Ég er lang best lofaða stelpan/konan...(stenan eða kolpan?) þarna úti!

2.8.08

Nískubíó

Nískubíó er gott, því að kona þarf ekki að borga 1100 kall fyrir bíómiðann. Nískubíó er slæmt vegna þess að ég hef skilyrt mig þannig að ég býst við því að það sé kvöld þegar ég skottast út úr bíósalnum og blússandi sól, fuglasöngur og börn að leik gera það að verkum að ég verð verulega cat-confused þegar ég skottast út eftir 2 bíó.

Við sáum Batman. Batman vann. Og tapaði. Og.. bara.. gerði það sem Batman gerir almennt. Flott mynd. Ég vona að þeir bæti Robin og/eða Batgirl ekki við í framtíðarmyndunum. Ég myndi frekar vilja sjá Batman jump the shark í leðurjakka og sundskýlu eins og alvöru hákarlastökkvörum sæmir.Ekki það að ég sé að segja að Batman þurfi hákarlastökk ef hann heldur áfram á þessum línum sko. Alls ekki!

28.7.08

Ég fór.. ég gerði.. ég var

Á föstudaginn bjuggum við Vala til sushi eins og færustu sushigerðakonur (eins og færustu sushigerðakonur eftir nokkrar flöskur af einhverju sterku. Ekki það að við höfum drukkið nokkrar flöskur af einhverju sterku.. ég átti bara við.. já.. þið skiljið mig). Sushi-ið var líka geypilega gott alveg og ég fékk bara þvílíka hugljómun. Af hverju að borga 300 kall fyrir einn bita af einhverju á veitingastað þegar það er hægt að búa til nægilega mikið sushi til þess að fæða heilt heimili í heilt ár fyrir sama pening?

Á laugardaginn fórum við í brúðkaupið hjá Helga og Þórey. Það var alveg sérstaklega glæsilegt hjá þeim og þau voru svo sæt og fín að annað eins hefur bara ekki sést! Svo var svo góð brúðarkaka/giftingarkaka/brúðkaupskaka.. (hvað í skrambanum heitir þetta eiginlega?) að mallinn í mér er ennþá að mala.

Á sunnudaginn gerði ég ekkert. Ekkert mikið allavega. Það er ekki þar með sagt að ég hafi verið illa farin eftir óendanleaga magnið af áfengi sem var í boði í veislunni daginn áður, af svo mörgum tegundum að það var ekki einu sinni nóg að fara úr skónum til þess að telja þær allar. Ég er svo andskoti hófsöm alltaf. Það voru meira bara sunnudagskósíheit. Sunnudagar til... þess að gera ekki nokkurn skapaðan hlut annan en að skoða sólina og leifa henni að skoða sig til baka.. Hmmm.. það stuðlar ekki. skrambinn!

Jæja. Klukkan orðin of margt til þess að póska. Þig eigið eitthvað sniðugt pósk inni hjá mér bara.

I.O.U. - eitt sniðugt pósk

20.7.08

Íþróttameiðsl!

Ég var lamin í klessu með lurkum. Í gær var Þórey gæsuð. Þar sem að gæsunin fór fram aðeins viku fyrir brúðkaupið var ákveðið að það yrði ekki gert neitt sem væri of líklegt til þess að valda marblettum eða beinbrotum. Dagurinn byrjaði því á súludansnámskeiði (pole fitness sem sagt. Kona fer ekkert úr fötunum eða neitt svoleiðis), en það þótti ekki líklegt til þess að valda nokkrum skaða. Ég get alveg sagt ykkur að ég hef nýja virðingu fyrir strípikvendum, þar sem að þetta súludansdót er alveg meira en að segja það. Það tekur bara nokkuð mikið á að halda sér uppi á lærvöðvunum einum saman á meðan maður hangir á hvolfi á súlunni og whatnot. Hnén á mér eru þakin marblettum og ég er með harðsperrur. Áður en að marblettirnir fóru að sameinast eins og kvikasilfurstortrímandinn í Terminator 2 taldi ég 18 stykki í kringum eða á hnjánum. Masókistinn ég googlaði strax þegar ég vaknaði í morgun hvað svona námskeið kosta og get bara alveg hugsað mér að láta reyna frekar á þetta.

Anyways.. Gæsunin var bara rosalega skemmtileg og það var ekkert gert mikið meira til þess að stefna lífi hennar í hættu, heldur fundinar aðrar leiðir til þess að níðast lítilega á henni greyjinu. Reyndar föttuðum við þegar hún var berfætt og komin hálfa leiðina upp tré á Ingólfstorgi að hugsanlega væri slíkt ekkert of sniðugt svona skömmu fyrir stóra daginn og tjúnuðum aðeins niður líkamlega partinn eftir það. Reyndar, núna þegar ég skrifa þetta þá geri ég mér grein fyrir því að hún var aldrei látin sýna hvað hún lærði á námskeiðinu á stöðvunar- eða biðskildum eins og stelpan sem var að kenna lagði til. Curses!

17.7.08

Einu sinni verður..

Einn daginn á hallarturninn eftir að vera losaður við kassa, sundurlimuð húsgögn og ferðatöskur. Annan daginn mun húsgögnum og öðrum drottningarvænum hlutum verða bætt þar við og þá get ég drekkt mér í sköpun. Verð svo skapandi að hugmyndir leka út um eyrun á mér hraðar en hlaupagaukar í íþróttaskóm....

13.7.08

Dramatískar líkútlínur á pallinum..

Það eru ennþá tapeaðar útlínur af "líki" úti á palli hjá okkur. Ef það væri ekki rigning væri ég búin að skottast út og rífa tapeið upp. Það er frekar spes að sjá þessar útlínur í svona dramatískri stellingu í hvert skipti sem ég lít út um gluggann.

Það var sko enginn myrtur í alvörunni, þetta átti bara að tákna hann Tom Dooley, sem var þykjustu fórnarlambið á morðkvöldinu okkar. Hann átti að hafa verið myrtur með grillgaffli, sem er sérstaklega fyndið því að þegar við fórum að skoða grillgaffallinn okkar kom í ljós að hann var ennþá með einhverjum plast-töppum á endunum. Öryggið var á!

Það var svaka gaman og allskonar óvænt og ekki-svo-óvænt twist á söguþræðinum. Ég var Mrs. Kansas City 1959 og var með svo mikið meiköpp að andlitið á mér var 10 kílóum þyngra en venjulega.. Já! "Heavy is the head that wears the crown" er ekkert bara út af kórónunni sjálfri sko. Hún var bara nokkur gröm af plasti og glimmeri.

Annars fórum við á Hancock í gær. Hún var alveg ágæt en skilur svo sem ekki mikið eftir sig.

8.7.08

Veiii skúffur

Addi gaf mér skúffur. Addi er besti vinur minn. I'm moving up in the world. Ekki bara með ruslatunnu og fótskemil lengur!

5.7.08

Ég er að reyna að vera myndarleg

Ég er búin að vera að bisast við að sauma kjól. Saumavélin mín er vinalegri en allar aðrar saumavélar sem ég hef komist í kynni við (fyrir utan daihatsu charadeinn minn, hann Dodda litla, sem ég átti í menntó. Það var líka vinaleg saumavél) og ég hef ekkert við hana að sakast. Hins vegar eru hæfileikar mínir sem saumakvendis ekkert til þess að halda veislu útaf. Ég er að búa til 50's legan kjól fyrir "morðkvöld" sem við ætlum að hafa næstu helgi. Það verður gaman að sjá hvernig skrípið kemur til með að líta út. It's aliiiiiive.. it's alihihihihiiiive!

28.6.08

Ég á vélmenni!

Þau eldri og vitrari voru að koma frá Bandaríkjunum. Bandaríkin eru að mörgu leiti svipuð og internetið, nema þar þarf ekki að borga sendingakostnað og svona. Á þriðjudaginn sendi móðir mín mér tölvupóst þar sem að hún sagði mér að þau hefðu keypt gjöf handa mér. Mér finnst að sjálfsögðu eins gaman að fá gjafir og hundum finnst gaman að gelta á póstinn, svo ég varð verulega spennt. Alla vikuna hef ég verið iðandi í skinninu og við það að pissa í buxurnar (lesist: pilsið) af spenningi. Í gær, eftir vinnu, brunuðum við beinustu leið í gamla kastalann til þess að sækja gjöfina. Getiði hvað!! Ég fékk ryksuguvélmenni. Veiii. Það þurfti að vera í hleðslu í 16 klst áður en að það gat hafist handa.. eh.. hjóla og áðan sendum við það af stað í stofuna. Það keyrði um, malaði vinalega og ryksugaði. Mikið er það fínt! Þetta myndi spara rosalega mikinn tíma ef ég myndi ekki elta það út um allt hús full aðdáunar og fylgjast með því ryksuga.

Ég fékk reyndar líka tvær glæsipönnur úr línunni hennar Mörthu Stewart. Ný kynslóð non-stick eldunarvara eða eitthvað á þá leiðina. Ég bjó mér til eggjaköku í hádeginu og svei mér þá ef þetta eru ekki bara bestu pönnur sem ég hef átt.

22.6.08

Stelpukvöld

Í gær vorum við Vala með fyrsta stelpukvöldið okkar vonandi af mörgum. Allavega var planið að hafa þetta 1x í mánuði give or take. Við borðuðum jarðaber dýfð í súkkulaði í forrétt, grillaða nautalund og folaldakjöt með rauðvíni og allskonar fínu meðlæti í aðalrétt og fengum okkur eplapæ og döðlubitaköku og drukkum hvítvín með í eftirrétt (já, ég er svona 15 kg. þyngri í dag en í gær). Svo gerðum við ýmislegt dömulegt eins og að setja á okkur andlitsmaska, gefa okkur handsnyrtingu og horfa á Conan the destroyer (gömul Schwarzenegger mynd þar sem hann lítur út eins og He-Man og lemur mann og annan með sverðinu sínu). Við komumst nefnilega að þeirri niðurstöðu að stelpumyndir höfða ekki mikið til okkar, svo stelpukvöldin eiga að samanstanda af góðum mat, stelpudúlleríi og töffaramynd. Go team us!

19.6.08

Hversu ofboðslega sjúkt?

Talandi um captain planet... Í þessu myndbandi fara The Planeteers aftur í tímann til þess að koma í veg fyrir það að vondafólkið selji Hitler atom sprengju. Einmitt það sem á heima í almennilegri krakkateiknimynd!

Það dansar núna um garðinn og blakar vængjunum.

Mér finnst það svo gaman að eiga verönd og mér finnst svo gaman að eiga gasgrill sem getur verið á veröndinni. Við ætluðum að kaupa það í ofur góða veðrinu sem var á þjóðhátíðardaginn, en það var ekki sent heim til okkar fyrr en seint í gær (skiljanlega). Ég stóð úti áðan og grillaði lambafillet, vegna þess að okkur fannst að fyrsta grillunin ætti að vera velmegunarleg. Það var svo gott að ég hljóp út strax eftir matinn og kyssti grillið á lokið sitt og klóraði því á bakvið gaskútinn.

16.6.08

Einu sinni ég átti..

björn,
ofurlítið hvítan
það var sem mér þótti verst
þegar hann var skotinn í miltað

11.6.08

Ég sló hann!

Beint í grasið. Garðinn sko. Þetta var í fyrsta skipti sem ég slæ minn eigin garð. Það var eiginlega komið svo að við vorum orðin hrædd um að hann yrði fyrri til og slægi okkur fyrst. Það eða apar, blóðsugur og önnur regnskógardýr myndu flytja inn. Allavegana þá unnum við. Ég þurfti að fara tvær umferðir yfir hann og afraksturinn er tveggja svarta ruslapokavirði af grasi, stráum og sóleyjum.

Ha-HA! Ég er viss um að hann hugsar sig tvisvar um áður en hann lætur sér vaxa svona mikið gras aftur. Skrambans hippi!

5.6.08

Here's looking at jew!

Ég, fyrir nokkrum mínútum: Ég er ekki búin að fletta því upp, en ég er alveg VISS um að það sé til síða sem heitir jewtube.

Ég, núna: Mmmhm. Internetið bregst mér ekki frekar en fyrri daginn.

Sjálfsmynd?

Ég veit að þetta er annað póskið í röð með youtube myndbandi, en þetta var of sætt til þess að sleppa því..

4.6.08

Improv everywhere

Heeey, ég hef bara séð heimasíðuna þeirra fram að þessu. Hérna eru tvö myndbönd með Improv everywhere. Það eru til fleirri!

Frozen Grand Central


Food Court Musical

31.5.08

Menn og konur.. Eða eitthvað svoleiðis

Við notum oft "steinn, skæri, blað" til þess að leysa einföld ágreiningsmál eins og hvort okkar fær sér einn bjór og hvort keyrir.. eða hvort svarið við spurningu í trivial við notum ef við erum saman í liði og ósammála um hverju eigi að svara. Á fimmtudaginn gripum við einmitt til þessa þegar við vorum að ákveða hvort nafnið okkar kæmi á undan í röðinni á hurðaskiltið sem við vorum um það bil að panta. Ég vann. Strákurinn sem var að afgreiða sagði "hva, ég hélt að kallinn væri alltaf fyrst!". Ég held samt að hann hafi meira verið að stríða okkur.

En svona, come to think of it, þá held ég að það sé almennt reglan. Einhver sagði "þá gæti einhver haldið að þú værir einstæð móðir" og ég sagði "og hvað með það?".

Annars hef ég mikið verið að velta fyrir mér alskyns kven- og karllægum heitum. Það var ekki fyrr en nýlega sem ég gerði mér grein fyrir því að það er talið aldeilis eðlilegt að kona sé ráðherra, forstjóri eða stjórnarmaður, en það er afskaplega fátítt að karlmenn séu í störfum með kvenlægum titli (svona miðað við það að fólk noti orðin "hjúkrunarfræðingar" og "flugþjónar" í stað "hjúkrunarkonur" og "flugfreyjur" þ.e.). Mér finnst það bara alveg réttlætanlegt að breyta starfsheitum sem miða við kyn eftir því hvers kyn manneskjan er sem sinnir starfinu.. Ráðfrú, forstýra eða stjórnarkona. Af hverju ekki? :o)

Tveir símar og jarðepli

Við vorum að kaupa okkur undursamlegt, þráðlaust símasett. Það leysir að minnsta kosti þrjú vandamál.

1.Það er hægt að labba um húsið og tala í símann í einu. Þannig hefði ég t.d. geta notað heimasímann til þess að hringja í þjónustuver Glitnis í gær í þeim tilgangi að spurja þá hvers vegna mér væri ekki að takast að fá aðgang að reikningi okkar Einars í gegnum heimabankann, á meðan ég væri staðsett beint fyrir framan tölvuna. Til gamans má geta að ég má leggja launin mín inn á reikninginn og draga af honum monnís, en ég má EKKI skoða hann á heimabankanum án þess að við förum og undirritum samning, því bizzaro world superman sagði þeim líklega að það meikaði sense.

2. Símarnir koma í veg fyrir það að ég þurfi að spretta fram úr bælinu á laugardögum og brussast niður stigann í ósiðsamlega fáum fötum og með tilheyrandi rassaköstum, þegar foreldrarnir hringja at the crack of noon og bjóða okkur í mat. Þetta kemur einnig í veg fyrir það að nágrannarnir hafi stanslausar áhyggjur af því að enn einn jarðskjálftinn sé byrjaður og að myndir skekkist á veggjunum hjá okkur.

3. Það er hægt að hringjast á milli innanhúss, en það hefur þau áhrif að við þurfum ekki að kaupa talstöðvarnar sem við höfðum íhugað að fjárfesta í til þess að spjalla saman á milli hæða (koma í veg fyrir hefðbundin "millihæðaöskur").

Allavegana...

Ég: Óskin númer eitt, Óskin númer tvö, Óskin númer þrjúfjögurfimmsexsjööö!
Einar: Hah-hah. Ertu númer tvö?
Ég: Óskin númer eitt, Einar númer tvö, Óskin númer þrjúfjögurfimmsexsjööö!
Einar: NEI! Þú ert númer tvö. Einar númer eitt, óskin númer tvö. Óskin númer tvötvötvötvötvö!

Ég! Hey! Farðu niður. Ég ætla að prófa að hringja í hinn símann. Eftir smá spjall og hringingar fram og til baka bið ég hann um að kíkja númer hvað síminn sem hann var að tala í væri.....

I've still gotz it.

Já og p.s. Þið ykkar sem eruð skýr eins og kristall hafa gert ykkur grein fyrir því að það er engin kartafla. Mér fannst tiltillinn bara þurfa eitthvað... auka.

Elsku pleisið

Nú erum við búin að búa í íbúðinni okkar í smá tíma. Það á samt ennþá eftir að kaupa ljós, svo rússarnir eru að hanga inni í einhverjum herbergjum. Það á líka eftir að klára að gera tvær eldhúshurðir, lappa upp á pallinn, taka stigann í gegn og gera ýmiskonar smá lagfæringar. Engu að síður er ég alveg pottþétt á því að þetta sé æðislegasta íbúð í öllum heima heiminum og ég er ennþá alveg gáttuð þegar ég vakna að við búum hérna bara tvö. Ííííí gaman að vera til!

27.5.08

Indiana Jones

..er bara svei mér þá eins svalur og hann var fyrir 20 árum síðan eða svo.

Hey já.. Vissuði að það kostar 1100 kr í bíó og kona fær ekki einu sinni að velja sætin sín hérna? Það er bilun!

23.5.08

Tússitússitúss

Ég keypti feita tússa eins og litlu krakkarnir nota í vikunni. Svo tússaði ég myndir, setti í ramma og hengdi þær upp á vegg. Það þarf miklu minna stand í kringum tússliti heldur en akrýlmálningu!

17.5.08

Ahhhh lífið

Rauðvínsglas, heitt freyðibað, kertaljós, góð bók.... og fallegu tónarnir af helmingnum á neðri hæðinni að sprengja mann og annan í loft upp í xboxinu..

Boycott American Style!?

Ég er alvarlega farin að íhuga að versla ekki við American Style aftur fyrr en þeir hætta að keyra þessa hroðaleguhroðaleguHROÐALEGU auglýsingu á öllum útvarpsstöðvum, oft á klukkutíma. Vá hvað þetta er orðið pirrandi.

11.5.08

Einfaldur húmor nær ansi langt..

Smá játning.. Svona með aldrinum hef ég minni og minni þolinmæði gagnvart U2. Eiginlega er hljómsveitin nett farin að naga á mér taugarnar undir það síðasta. Aumingja X-ið, sem hefur svo stuttan playlista að það væri hægt að prenta hann á nafnspjald spilar "With or without you" reglulega. Eftir að ég fór að ímynda mér að Bono væri að syngja "with or without shoes" í viðlaginu hefur lagið orðið talsvert bærilegra.

Út af áður nefndum stuttum playlista hef ég þetta lag varanlega húðflúrað á heilann. Um leið og hausinn á mér hefur náð að reka það út heyri ég það aftur í bílnum á leiðinni frá A til B. Reyndar er útgáfan í útvarpinu svona eins og 100x styttri. Forspilið á videoinu klárast í kringum 5 mín.

9.5.08

Mínútubók

Yfirleitt virðist fólk eiga annað hvort of mikinn tíma eða of lítinn, vegna þess að auðvitað er það þannig að lífið er stutt... Og langt. Mikið væri það yndælt að geta lagt mínútur og klukkutíma til hliðar og myndað sér einskonar sparitímasjóð sem hægt væri að taka út af þegar allt sem kona gæti mögulega óskað sér væri klukkutími í viðbót. Stundum horfi ég á þætti í sjónvarpinu sem mér þykir ekki einu sinni skemmtilegir, eða les fréttir um eitthvað sem mér er eiginlega alveg sama um. Það er á svoleiðis tímapunktum sem ég væri til í að fara út í tímainnlögn.

Ég get verið alveg viss um að tímasjóðir væru hins vegar vandmeðfarnir og eiginlega alveg stór hættulegir. Þegar ég hugsa um gengi í frjálsu falli, hrýs mér hugur við hvað myndi gerast ef einhver fengi lánaðar nokkrar evrópskar mínútur til þess að ná að klára allt í vinnunni og fara á foreldrakvöld hjá dóttur sinni. Næstu mánaðarmót gæti viðkomandi svo þurft að borga mínúturnar aftur í klukkutímum vegna gengismismunar, vaxta, vaxtavaxta og okurvaxta. Mínútubraskarar yrðu eldri og eldri, á meðan að þeir sem eru alltaf á síðustu stundu núna myndu þurfa að kveðja heiminn um þrítugt, þar sem að mínúturnar þeirra væru taldar. Kannski færi fólk út í að fá lánaðan tíma hjá börnunum sínum, þar sem að ef heimurinn er góður eiga þau mest á lager. Kannski ætlaði þetta fólk alltaf að borga hann aftur, en hefði svo engan tíma.

Hugsanlega væri best að geyma auka mínúturnar sínar bara undir koddanum, þó svo að vissulega myndi þá aukast hættan á því að laumast í þær á myrkrum vetrarmorgnum þegar það er svo voðalega freystandi að kúra aðeins lengur......

7.5.08

First pósk!

Þetta er fyrsta póskið mitt frá Sílakrílinu, honum Síla sæta. Í dag fengum við nefnilega bæði netsamband OG þjófavarnarkerfi. Þegar við vorum að velja okkur þjófavarnakerfisseljara setti ég það sem óhagganlegt skilyrði að kerfið myndi ekki koma til með að tala. Mér þykir fátt eins óhugnarlegt eins og kerfi sem tala, sérstaklega þau sem nota svona mónótón sem myndi sæma sér vel á rykföllnum bjúrókrata sem var pikkfastráðinn á sjötta áratugnum.

Það er svo yfirþyrmandi að geta sitið í nýja sófasettinu okkar á gríslanum og dúnsokkum, skrifandi pósk og hlustandi á xboxið hlaða fjarstýringuna sína og mala.. að ég gæti bara spurngið í milljónþúsundogeina ögn. Ég ætla ekki að springa samt. Það myndi örugglega ekki vera gaman.

5.5.08

Hamfarir!

Eins og í öllum góðum drottningarríkjum (af hverju konungsríkjum?) hefur gengið á með ýmiskonar hamförum síðan nýja höllin var vígð. Við erum að tala um flóð, skort og atlögu að lífi sjálfrar drottnigarinnar.

Á mannamáli er þetta einhvern vegin svona: Þvottavélin flæddi yfir bakka sína. Okay.. of epic. Af-falls barkinn datt úr sambandi og það flæddi svo mikið vatn yfir baðherbergisgólfið að við þurftum bát til þess að fara þangað inn. IKEA átti ekki nema eins og 50% af þeim hlutum sem okkur langaði í á lager (eins og venjulega reyndar) og ég rak tánna á mér ofboðslega fast í eina skrúfuna á fullorðinslegóinu sem ég var að setja saman.

Íbúðin er hins vegar algjört æði og við erum alveg að farast úr víðáttubrjálæði.

3.5.08

..og í hallarturninum horfi ég yfir fjöll og fyrnindi og stari niður dreka í fjarska...

Í gær fluttum við drottningamaðurinn í nýju höllina okkar, þessa með hallarturninum sko. Síðustu mánuði hafa staðið yfir svo miklar endurbætur hjá okkur að jörðin hefur skolfið. Ég hef slegið um mig með bor í annari, rörtöng í hinni og ropað eins og iðnaðarmaður. Okay, ekki ropað reyndar, en hitt er alveg satt.

Núna eru kassar út um allar trissur og engin húsgögn til að tala um, fyrir utan flugmóðursskipið, en því var blótað í sand og ösku af vöskum karlmönnum sem börðu í kassann og buðu fram aðstoð sína við búferlaflutningana. Rétt í þessu er ég í heimsókn í gamla kastalanum, þar sem að enn standa yfir samningar við netfólk á nýja staðnum. Við komum hingað til þess að athuga dýptina á peningageymnum okkar til þess að áætla hversu mikið við ætlum að kaupa af húsgögnum. Einkar spennó!

1.5.08

Hásætið endurheimt!

Í síðustu vikur hef ég farið huldu höfði. Drottningunni sjálfri var steypt af stóli og ég hef unnið að því að sölsa undir mig völdin að nýju! Eftir endalaust marga tölvupósta, tár og frekjuköst tókst mér að troða rassinum aftur í hásætið og ég mun nú sitja sem fastast. Reyndar hef ég tryggt mér að butt-groove-ið mitt fari ekki aftur í klessu næstu tíu árinn takk fyrir. Það var eitthvað ónáttúrulegt við að sjá aumingja lénið mitt hneppt í þrældóm og verandi að auglýsa vínekrur í Kaliforníu.

Ég saknaði þess að skrifa ykkur. Og mér. Hugsanlega meira mér en ykkur.

3.4.08

Klippó

Ég fór í klippó í gær í fyrsta skipti síðan ég flutti aftur til Íslands. Ég fór á stofuna sem er hinu megin við götuna við vinnuna mína og var bara nokkuð sátt. Svo kemur í ljós að það á að rífa húsið og stofan mun flytja í risa-mega-ofur turninn í Smáranum, svo hún verður ekkert lengur á móti vinnunni minni. Görrr. Ég þarf samt að skoða þetta betur seinna hvort ég keyri ekki bara þangað, því að klippimaðurinn sagði að ég væri miklu sætari en allt tölvufólk sem hann þekkti og svo þurfti ég ekkert að svara flóknum spurningum um hvernig ég vildi hárið mitt, hann bara reddaði þessu fyrir mig.

31.3.08

Rebel rebel, party party

Ég upplifði mig sem engan smá rebel í morgun. Vörubílstjóraómyndirnar sem sumt fólk getur ekki hætt að hrósa fyrir mótmælaaðgerðir sínar voru enn á ný að stofna lífi fólks í hættu. Meðal annars lokuðu þeir Ártúnsbrekkunni eins fast og 14 ára stelpa lokar herbergishurðinni sinni á suðupunkti gelgjunnar.

Hetjunni ykkar tókst engu að síður að láta bílinn sinn halda niðri í sér andanum svo hann var eins grannur og ormur og smjúga sér svo framhjá tveimur vörubílum sem voru með .\ /. svona reiðar augabrúnir og allt þeir voru svo vondir. Svo keyrði ég sæl og glöð með einum eða tveimur öðrum bílum niður Ártúnsbrekkuna og mætti bara svona eins og 5 mínútum seinna en venjulega í vinnuna.

Annars sá ég viðtal við vörubílstjórana í fréttunum um daginn og þegar þeir voru spurðir um hvort þeir gerðu sér grein fyrir að þetta lokaði á sjúkraflutninga, bentu þeir á að það væri allt vaðandi í gangstéttum og svo væru líka sjúkraflutningaþyrlur. Jájá.. Ég er viss um að það er ekkert mál að lenda þyrlu í Breiðholtinu, svo lengi sem þeir lenda ekki í drive by shooting.. Gangstéttirnar eru líka hentugar, því að ef sjúkri ekur á gangandi vegfaranda er lítið mál að kippta honum upp í bílinn og skutla með sér á spítalann.

26.3.08

Bitri gaurinn og IKEA

Ég fékk eftirfarandi tölvupóst frá helmingnum. Grafalvarlegt mál sem snýst um að einn af eldhússkápunum sem við ætluðum að mixa sem baðherbergisskáp (Óskin er mikill hönnuður skal ég segja ykkur) hefur verið uppseldur síðustu vikuna... en ég hló engu að síður.

Hæ hæ,

Ég gerði heiðarlega tilraun, en IKEA er bjáni. There, I said it! BJÁNI. Ég er ekki að finna númerið á þessum skáp í þessum bæklingi, sem by the way er birtur sem ÓHEMJU PIRRANDI flash forrit í stað þess að nota PDF eins og heiðvirtir borgarar myndu gera. Þannig að ég reyndi aftur að hringja í þjónustuverið þeirra, en það er bara samsæri símafyrirtækja, maður bíður bara og bíður. Ergo, IKEA má fara í illa skeint rassgat!

Ef að við þurfum að fara þangað að kíkja á vask, þá athugum við þetta í leiðinni ég tími ekki öllum vinnudeginum (og símreikningi) í að bíða eftir símaþjónustu sem virðist bara vera goðsögn hvort sem er.

Lorvings,
Bitri gaurinn

16.3.08

Erkióvinurinn

Á föstudaginn eignaðist ég erki óvin. Hann er ofn sem var búið að mála með allavega sex mismunandi litum, hvítum (veit ekki hversu oft), svörtum, dökk bláum, grænum, gulum og bleikum. Hann var allur út í loftbólum undir málningunni, sem var um það bil eins þykk og Hvalfjarðargöng og hækkaði hitunarkostnaðinn um svona eins og fjárlög íslenska ríkinsins.

Síðan þá hef ég reynt að flysja málninguna af með meitli, eytt fjórum klukkutímum með slípirokk í höndunum að spæna hana af og fengið í kjölfarið tónleikasuð í eyrun, harðsperrur í strákavöðvann, illt í bakið og axlirnar, rassæri og klárað tvær slípirokksskífur. Í dag mætti ég svo með meitilinn aftur, rispaði upp á mér hnúana til blóðs og varð meira illt í bakinu. Á endanum var ákveðið að versla málingaeyðir sem ég svo smurði á ofninn í bak og fyrir, flysjaði hann svo meira og smurði hann AFTUR. Blaah. Anyways. Ég held að hann sé orðinn nógu berstrípaður fyrir málun.

Weekend well spent :oP Kannski ég kaupi 6 týpur af málningu og máli hann í mörgum lögum svo ég geti gert þetta aftur næstu helgi!

13.3.08

Þjóðleg!

Eða allavegana er ég í fánalitunum. Ég er skjanna hvít eins og alla jafna á veturna ef ég dansa ekki við djöfulinn í heilsuspillandi ljósabekkjum. Svo er ég öll blá og marinn með slatta af vel rauðum sárum og skurðum sem virðast gjarnan fylgja stórum heimilisuppfærslum. Sumstaðar er ég með sár á marblettum.. eða marbletti á sári.

Amma og afi kláruðu að flísaleggja síðasta laugardag og þetta er glæsifínt sko. Eldhúsið er bara næstum því orðið eldhús aftur. Því vantar bara nýja borðplötu og einn fjarstýrðan slökkvara. Efri hæðin er komin með loftlista all over the place, hún er spörsluð og pússuð í drasl og bara nokkuð tilbúin fyrir málerí.

Við eigum eftir að mála uppi, gera tilbúið fyrir mál og mála niðri, skipta um stiga handriði, parketleggja niðri, skipta um hurðar og við erum farin að spá í að taka baðherbergið uppi í gegn núna líka.

It will never end!

Bjarta hliðin er að húsið okkar verður allra húsa fínast eftir aðfarirnar!

10.3.08

Stigahandrið

Þekkir einhver einhvern sem þekkir einhvern sem gæti smíðað fyrir mig rosalega flott stingahandrið (helst stál og gler) á boðlegu verði? Hmm ha? :o)

7.3.08

Niðurrif/Uppbygging

Á miðju plastparketinu í nýju, fínu stofunni minni stendur klósett. Í hinum endanum á stofunni eru karmar af 6 hurðum, sem og tvær hurðar með öllu tilheyrandi, ásamt rusi og drasli sem var einu sinni veggur. Allstaðar á milli má sjá verkfæri, vinnuhanska og önnur tól til niðurrifs og uppbyggingar.

Ég held að við höfum náð þeim tímapunkti þar sem húsið lítur verst út áður en það fer að líta vel út aftur. Amma og afi byrjuðu að flísaleggja baðherbergið niðri og andyrið í gær og munu stússast í því í dag á meðan við erum vinnunni. Þau eru flísaleggihetjur. Pabbi reif niður vegg með sleggju á miðvikudaginn og bróðir minn, mamma og tengdó hafa öll hjálpað við hrúguna inni í stofu.

Á morgun er sett stefna á að fá vaska ættingja í heimsókn til þess að mála. Mér féllust svolítið hendur í gær, þegar ég horfði yfir fjöllin í stofunni og gerði mér grein fyrir að það ætti eftir að koma þessu rusli niður á sorpu og spartla allt. Ég held og vona að þetta verði í lagi samt.

Parketið er líka eftir. Skildi ég vera góð í að leggja parket?

2.3.08

Fréttir

Þessa helgi skoðuðum við fullt af nánast nákvæmlega eins parketi í óteljandi og tveimur verslunum. Verðmiðarnir voru hins vegar svo ólíkir að það mætti helst líkja parketinu við vondan tvíbura og góðan tvíbura. Eða.. ehm. óteljandi og tvíbura líklega frekar. Við keyptum líka tvær mismunandi týpur af IKEA starter-kits sem eiga að ná yfir svona það helsta sem eldhús myndi vilja geyma í skúffunum og skápunum sínum.

Glöggir lesendur hafa líklega kveikt á því að við Einar sinn keyptum okkur íbúð í síðustu viku. Vei við. Ég hlakka svo mikið til að ég myndi pissa í buxurnar ef ég gengi almennt í buxum. Það er ekki eins classy að pissa í pilsið, svo ég held ég haldi bara í mér.

Íbúðin er í raðhúsi í Ártúnsholti svo ég þarf ekki að fara lengra en í næstu götu þegar ég flyt. Svo á ég líka eftir að eiga minns eigins hallarturn því að herbergið í risinu sem er 20 m^2 er of lágt til lofts fyrir Einar til að nota það almennilega. Heppin ég að vera vertically challenged! Ég ætla að geyma saumavélina mína, málningadótið og.. ALLT þar.

Íbúðin á líka tvö baðherbergi svo við getum pissað á sama tíma á morgnana þannig að enginn þarf nokkurn tímann að halda í sér. Nema ef svo ólíklega vildi til að einhver með lasna blöðru væri í heimsókn á sama tíma að við bæði þyrftum á klósettið. Sem sagt.. það myndi sjaldan gerast að einhver þyrfti að halda í sér. Svooo er smá garður með smá verönd og smá grasi og Einar er búinn að segja að við megum kannski fá okkur lítinn gosbrunn í sumar því ég vil voða mikið svoleiðis. Ég veit ekki af hverju. Það er svo velmegunarlegt.

14.2.08

Svo fullorðin hún Óskin

Í gærkvöldi þurftum við Einar aðeins að kíkja í Smáralindina. Á röltinu tók ég eftir litlum strák sem var að gera frekar viðvaningsleg handahlaup. Í smá stund heltók mig þessi líka rosalega löngun til þess að handahlaupa framhjá honum og sýna honum hvernig þetta væri nú gert í alvörunni. Svo mundi ég að ég væri orðin virðuleg og fullorðin og hafi farið í business lunch á Hilton hótel Nordica í hádeginu og eitthvað, svo ég labbaði bara framhjá og reyndi að segja stráknum bara með augunum að ég myndi OWNA hann í handahlaupum ef ég bara nennti því.

Annars átti ég sérstaklega ljóskulegt augnablik stuttu áður. Valan mín hafði týnt símanum sínum og ég hringdi í vin hennar fyrir hana til að athuga hvort síminn hennar væri þar. Stuttu seinna hringdi hann í mig og tilkynnti mér að hann hafi fundið símann og ætlaði að skutlast með hann til hennar og spurði mig hvort ég vissi hvort hún væri heima. Ég sagði honum að ég myndi hringja í hana og gá og láta hann vita ef hún væri ekki við. Eftir eitt *dút* fattaði ég að.. *döh* síminn var á þessari stundu í bílnum hjá gaurnum sem var að skutla honum til hennar. Gott stöff.

8.2.08

Urrrr segir hann!

Vindurinn urrar eins og þríhöfða hundur sem heitir Fluffy. Svo blæs hann og kvæs og feykir húsunum hjá 2/3 af grísafjölskyldu niður. Illa gert segja sumir, á meðan að aðrir vilja meina að grísirnir séu vondu kallarnir í þessari sögu. Eh. Vondu grísirnir. Kannski byggðu þeir húsin sín vísvitandi úr stráum og spýtum til þess að svindla á tryggingunum. Ef úlfurinn hefði ekki borðað þá, væru þeir örugglega fluttir frá Gríslandi til Svínþjóðar, þar sem þeir myndu lifa velmegunarlega á tryggingapeningunum. Hvað vitum við?

7.2.08

Just keep driving, driving, driving

Við erum að passa pleisið hjá tengdó á meðan þau eru í Dómeníska lýðveldinu. Það er í salahverfinu í Kópavoginum (íbúðin, ekki Dómensíka..) og okkur líkar afskaplega vel hérna. Ég kann sérstaklega vel við baðið, sem er svo stórt að ég er búin að vera að spá í hvort ég geti grætt peninga "on the side" með því að selja fólki inn og ljúga að því að þetta sé Salalaugin.

Í dag, eins og flest ykkar hafa orðið vör við, þá var aftur veður sem var pantað hingað af Hel og jeppaframleiðendum. Það tók 40 mínútur fyrir mig að komast úr dýpstu djúpum Kópavogsins, skutla Einari og komast í vinnuna. Ég ljómaði af stolti þegar ég renndi inn á planið án þess að hafa fest mig svo mikið sem einu sinni alla leiðina. Akkúrat þegar stoltið kviknaði í brjóstinu festi ég mig á planinu. Æðislegt. Sem betur fer tók það ekki nema rétt rúmar 10 sekúntur fyrir vörpulegan mann að vinda sér út úr næsta bíl og ýta bílnum og mér úr prísundinni. Lifi vörpulegir, hjálpsamir karlmenn í vonsku veðrum!

5.2.08

Sweeney Todd

- Djöflarakarinn á Flotastræti. Eða eitthvað svoleiðis.

Allavega, við Vala áttum sérstaklega menningalegan gærdag. Menningin byrjaði eiginlega í síðustu viku þegar við fórum á Þjóðmynjasafnið og skoðuðum m.a. kuml sjóði og skakka silfurbikara sem voru í eigu kirkjunnar og mátuðum hringabrinju hjálm, sverð og skjöld fyrir framan spegil. Virkilega "empowering". Part af mér langaði til þess að öskra "I AM NO MAN" að speglinum og stinga hann í miltað.... Eða líklega stinga hann bara í spegilinn þar sem að ég hef það fyrir víst að speglar hafi ekki miltu.

Í gær skoðuðum við hins vegar margar hliðar menningar eins og td. veitingastaðamenningu, kaffihúsamenningu, listmenningu (fórum á Kjarvalsstaði), neyslumenningu og kvikmyndahúsamenningu. Við enduðum ásamt Einari sínum í Kringlubíói að horfa á einn af mínum uppáhalds leikurum, Johnny Depp syngja, drepa og gera allt annað sem uppáhalds leikstjórinn minn Tim Burton (m.a. faðir uppáhalds myndarinnar minnar, The Nightmare Before Christmas) sagði honum að gera. Ósk fannst myndin æði, Einari fannst myndin ágæt og Vala varð fyrir vonbrigðum. Ætli meðtaltalið sé þá ekki "ágæt". Leiðinlegt að við notum ekkert meðaltal eða málamiðlanir á þessari síðu, heldur aðeins drottningarlegt alvald og einræði.

Niðurstaðan er því að Sweeney Todd sé æði.

1.2.08

Listinn

Bíll - Check
Vinna - Check
Íbúð... ehm... I'll get back to you seinna í ár.

28.1.08

Bílabakarí

Á laugardaginn keyptum við bíl. Með peningum. Við sem sagt skuldum ekki bíl, en almennt virðist fólk ekki gera ráð fyrir öðru en að allir vilji ekkert frekar en að taka tvöfalt heljarstökk ofan í bílalánasúpu í óstöðugu hagkerfi.

Í dag skellti ég mér út í N1. Sko, ekki bensínstöðina, heldur þetta sem hét einu sinni Bílanaust. Frekar spes, því að þegar ég jáaði þetta fékk ég gabilljónþúsund og tvö hit vegna þess að búðin heitir það sama og allar bensínstöðvarnar. Já. Ég meina.. N1. Þar keypti ég allskonar bílastöff og þegar ég var á leiðinni út tók ég að það er hlussustórt bakarí við útganginn. Hversu langt erum við leidd þegar við þurfum að kaupa nammi við kassann á meðan við borgum fyrir vörurnar og svo snúð áður en við förum út á bílastæði?

23.1.08

Kisi

Það býr einhverfur köttur í hverfinu mínu. Jæja okay, ég segi nú ekki að hann sé einhverfur, en hann er allavegana verulega vanafastur. Á hverju kvöldi, á sama tíma marserar hann í gegnum hallargarðinn við dræmar undirtektir foreldranna, sem eru miklir fuglavinir og bjóða upp á frítt fæði og gistingu fyrir þá. Marserandi grár köttur eykur víst ekki á matarlist neins nema marserandi kattarins sjálfs. Aaaallavegana. Kisi fer alltaf sömu leiðina í gegnum garðinn. Um helgina var byggt myndarlegt snjóhús upp við vegginn á bílskúrnum og akkúrat í gangveginn hjá mjása. Ég sá köttinn á fyrsta rúntinum sínum eftir að snjóhúsið spratt upp eins og túlípani. Þegar hann kom að því settist hann niður fyrir framan það í lengri tíma.. spígsporaði svo fram og til baka og á endanum hljóp hann, hraðar en byssukúla sömu leið og hann hafði komið aftur. Spurning um hvort hann láti sjá sig aftur við leysingarnar.

17.1.08

Kvikyndisskapur minn virðist ekki ætla að hafa tilætlaðan árangur

Ísland - Svíþjóð í sjónvarpinu. Ég er búin að vera að segja "ááááfram Svíþjóð" bæði upphátt og á msn, en enginn virðist vera að pirra sig almennilega á þessu. Ég kann ekki alveg við það! Fólk gæti allavega látið eins og þetta böggaði það svona fyrst að ég er að gera þetta á annað borð sko. Er það ekki lágmarks kurteisi? Híhíh

16.1.08

Fyrsta?

Ég var að klára að lesa Stardust eftir Neil Gaiman. Ókay, ókay.. Þið náðuð mér! Ég var að klára að HLUSTA á Stardust. Ég virðist nefnilega hafa misst alla burði til þess að lesa eftir að ég uppgvötvaði hljóðbækur. Eh. Allavegana. Það kom mér verulega að óvart að bókin var allt öðruvísi en myndin OG mér fannst myndin miklu skemmtilegri. Venjulega virkar þetta þver öfugt.

Íslenskt sjónvarp á morgnanna

..er hannað fyrir kjánahrolla. Vörutorg.. 10 mínútna líkamsrækt... Úff.. ég meika þetta ekki. Eftir að maðurinn sagði mér að það hafi verið leyndur draumur minn síðan ég var smábarn að eiga candy floss vél ákvað ég að slökkva og fara að gera eitthvað uppbyggilegt.

15.1.08

So it begins

Í dag er fyrsti skóladagurinn hjá Einari sínum. Fyrsta skrefið í átt að Dr. Einar. Spennó.. spennó. Ætli þeir byrji ekki á undirstöðu atriðunum, eins og hvernig minions eru í boði og hvernig evil lair hentar best.

12.1.08

Bæjó spæjó Danmörk

Það af dótinu okkar sem fór ekki í kassa er núna komið ofan í tösku. Það er pínu sorglegt að kveðja Lyngby þó það sé æði að vera að flytja heim. Í tilefni síðustu kvöldmáltíðarinnar hérna skelltum við okkur á japanska staðinn sem er rétt hjá. Ég fékk mér æðislegt sushi og Einar fékk sér rosalega jömmí nautakjötsrétt. Svo er það bara heim á morgun. Skrítið að vera að flytja heim en ekki bara koma í nokkra daga :o)

8.1.08

Brilliant!

Ef ég stofna einhvern tímann fluttningafyrirtæki ætla ég að gera alveg eins og fólkið sem við hringdum í. Rukka fyrir min. 2 klst og koma 2 klst of seint. Við vorum búin að dröslast með allt dótið okkar út á götu og þegar skrambinn mætti loksins tók 5-10 mín að skutla því inn í bíl.

Ég lagði til við Einar að hann myndi fá fluttningamanninn til þess að snattast með sig í búð og svona til að eyða upp þessum tveimur tímum eftir að þeir hefðu skutlast með þetta niður í Samskip.

Annað get ég sagt ykkur; Ef ég myndi flytja einu sinni í viku, þá væri ég sko með buns of steel.

Helvítis fluttningamenn

Sko, ég veit að það er erfitt að segja til um svona, en fluttningamaðurinn ætlaði að koma á milli eitt og tvö, en hringja hálftíma á undan sér. Klukkan er orðin tvö núna og það bólar ekkert á kalli né símtali. Urrrr. Samskip sem ætlar að flytja dótið okkar lokar klukkan fjögur, svo þetta lítur ekki vel út.

Ofan á allt saman leiðist mér _________________ svona mikið, vegna þess að ég ætlaði að spara orkuna í að halda á 30 kössum frá þriðju hæð og í gegnum allan garðinn og út í bílinn. Einar sinn var að hringja í þetta ljóta fólk rétt í þessu og maðurinn sagðist ætla að koma eftir 45 mín. Það verður einhver fanatískur *bíppbípp* hlaupagauks fluttningur að fara fram þegar helvítið lætur loksins sjá sig.

5.1.08

Danmörkin, í síðasta sinn í einhvern tíma!

Við erum úti í Danmörku aftur. Hér er kalt. Svo kalt að ég er viss um að aumingjans víkingar sem kunna að hafa rambað inn í tímagloppu eru vissir um að þeir hafi endað í Hel. Svo er líka rosalega hált úti. Hált sem ... skautasvell. Hef aldrei prófað að ganga á álum svo ég hef ekki samanburðinn. Skautasvell eru hinsvegar voðalega hál. Ég hef prufað að ganga á þeim. Og skauta.

Já. Allavegana. Við erum að pakka í kassa. Komin með fleirri kassa en hluti held ég bara. Við vorum pottþétt á því að við ættum ekkert mikið af dóti, en skauta dönsuðum (eins og Brian Boitano) út í búð að kaupa fleiri pappakassa þegar við sáum að bara bækurnar okkar fylltu 5 kassa. 5 kassa á 2 og hálfu ári? Hvað er málið!? Rosalega hljótum við að vera víðlesin.

Icelandair lofuðu mér að "Stardust" yrði sýnd á leiðinni hingað og ég var glöð í smá stund, þrátt fyrir öskrandi hóp smákrakka sem tóku vaktaskipti á garginu alla leiðina. Svo setti fyrsta freyjan bara hádramatísku og leiðinlegu myndina "Mother" í tækið. Þá varð ég leið. Flugleið. Finnst það ætti að banna svona. Heppin ég að vera að hlusta á Anne Rice í ibbanum, annars hefði ég endað á því að stinga úr einhverjum augun með brýnda beikoninu sem ég var með í vasanum.

3.1.08

Um beikon

Fyrir mér á beikon að vera svo vel steikt að það sé hægt að nota það annað hvort sem barefli eða stunguvopn. Ekki það að það EIGI, bara að möguleikinn sé fyrir hendi. Ef þú heldur beikonlengjunni út, á hún ekki að limpast niður eins og kjúklingaskinga, heldur standa stolt og stökk!

That is all.