30.7.07

Reynslan hefur kennt mér..

..að svara aldrei ókunnugu fólki á netinu sem sendir mér tölvupóst eða annarskonar skilaboð sem inniheldur m.a. :

r eða u í skiptum fyrir orð:
- Dæmi: How r u?

da í skiptum fyrir "the"
- Dæmi: r u in da window

2 eða 4 í skiptum fyrir orð:
- Dæmi: r u gonna go 2 da store 4 me?

Geðveikislegt magn af upphrópunamerkjum eða spurningamerkjum ("multiple exclamation marks are a sure sign of a sick mind")
- Dæmi: r u gonna go 2 da store 4 me?!!!!????!!!!!!!!!!!!!

Of mikið af lame-o styttingum eins og "lol", "rofl", "lmao" o.s.frv.
- Dæmi: omg lol ttly kewl!!! r u gonna go 2 da store 4 me?!!!!????!!!!!!!!!!!!!

Broskalla í staðinn fyrir punkta, kommur eða orðasamhengi
- Dæmi: It was da best of times :D:D:D:D it was da worst of times :(:S:S:/:(:'( it was da age of foolishness :P:P:P it was da epoch of belief (6)(A) !!!!!!!!!!!!!

Eina af 99.9995% af hvaða hreyfimyndum sem kunna að finnast úti í hinum stóra heimi
- Dæmi: Útskýrir sig sjálft

Sweety/baby/babe/cutey/o.s.frv..
- Dæmi: Útskýrir sig líka sjálft

Tilvitnanir í trú eða guði
- Dæmi: Legg ekki í það

29.7.07

Orsök og afleiðing?

Hér er grein um kisu sem býr á hjúkrunarheimili og getur spáð fyrir um dauða fólks.

Dettur engum í hug að kötturinn kunni að hafa eitthvað með málið að gera? "Þú hefur stigið á rófuna á mér í síðasta skipti.... eða eitthvað".

27.7.07

Dr. Óskenstein

Skæri! - *Skæri*
Sprettuhníf! - *Sprettuhnífur*
Saumavél! - *Saumavél*
Enni! - *Þurrka svita af enni*
Nál og tvinna! - *Nál og tvinni*

IT'S ALIIIIIHHHHIIIIHIIIIVE!!

Ég hef útbúið bakpoka sem er settur saman úr tveimur bakpokalíkum. Hann hefur styrki beggja og veikleika hvorugs! Muahahahahahhahahaw!

Hey! Haldiði kjafti! Einhverstaðar verður brjáluð vísindakona að byrja..

23.7.07

Hættan er liðin hjá

Ég er búin að klára bókina. Ég get aftur gengið um veröld internetsins án þess að hafa áhyggjur af grimmum spoiler úlfum!

Þori ekki á netið

Svona ykkur að segja, þá þori ég ekki mikið að vera á netinu nema til þess að googla forritunartengt dót og annað lokaverkefnis stuff. Ég er svo hrædd um að sjá óvart hvað gerist í Potternum ;o)

16.7.07

Vatnari

Blessuð sólin mundi allt í einu eftir því að hún ætti sér tilveru og fór að skína. Ekki nóg með það, heldur mundi hún eftir því yfir heila helgi og það sem af er þessum mánudegi. Það gerist ekki oft! Allavega finnst konu það aldrei gerast um helgar.

Veðrið er beiiijútífúl og við skelltum okkur meira að segja í bátsferð um vötnin hérna í Lyngby í gær og í nokkra göngutúra í gær og fyrradag. Hvað ætli maður kalli annars sjóara sem siglir á vatni? Vatnara? Æ, ég veit það ekki.

Potterinn var ágætur. Fannst engum öðrum að "the great hall" hefði minnkað svona fjórfallt? Bara spá..

13.7.07

No shit!

Þið segið ekki? Með því að fara meðal ódýra leið (kaupum ferskt hráefni og hollan mat, en í magni og á tilboðum) hérna, þá fáum við svona eins og 4 kvöldmáltíðir fyrir sama verð og ein sambærileg myndi kosta heima á Íslandinu.

Ég ætla ekki að segja ykkur hvað ég fékk mikið sjokk síðasta sumar þegar ég ætlaði að búa til lasagna og einn pakki af hakki sem var miklu feitara en við kaupum hérna kostaði um 5x meira en ég átti að venjast. Eitthvað segir mér að við þurfum að lifa á ættingjum eða núðlusúpu eftir að við flytjum aftur heim.

Frekar asnalegt að geta leyft sér fínni mat á námslánum í DK...

Pottheadinn

Rétt í þessu var ég að panta bíómiða á Harry Potter 5 (já, miklu sniðugra hjá þeim að kalla þetta bara 5 heldur en Order of the Phoenix) fyrir morgundaginn í gegnum vin minn hann veraldarvef (Völundur veraldarvernadri!!). Hann er frumsýndur í dag hérna í rigningarassgatinu Danmörku sjáið þið til, en var alveg uppselt á allar sýningarnar í bíóinu "okkar", nema þrjár sem höfðu einhver líttspennandi sæti. Ég er of gömul til þess að fara í bíó og sitja í vondum sætum. Ég er orðin virðulegur fullorðin einstaklingur og fullorðnir einstaklingar kúldrast ekki með nefið klest að tjaldinu í 2 og hálfan tíma takkfyrirgóðanótt. Það er einmitt þetta sem pirrar mig alveg óstjórnlega mikið við kvikmyndahús (sjáðu. Fullorðnir einstaklingar segja "kvikmyndahús") á Íslandinu góða. Frjálst sætaval! Urrrr.. Þvílíkur troðningur og frekja og og og.. urrrrrrrr. Hérna, meira að segja á geðveikt stórum sýningum þar sem að öll sæti eru uppbókuð, þá labbar fólkið kurteist og fínt í átt að sætinu sínu og enginn er að ýta eða troðast. Já, þeir kunna þetta þetta í Danmörku. Kannski fengu þeir þetta í skiptum fyrir tónlistasmekk. HAHHAHAAH. Nei djók.

Þegar ég snéri athygli minni að laugardeginum sá ég að öllu sé nú aldeilis tjaldað fyrir Potterinn (Vladimir Pottkoff, eða bara Vladimir, með þykkum, rússneskum hreim, eins og hann hefur verið kallaður á þessu heimili upp á síðkastið. Veit ekki af hverju ég byrjaði á þessu. Það festist svo bara). Öllu tjaldað eins og að annað hvert tjald í bíóinu give or take ætli að sýna hann. Á hverjum sýningatíma var hægt að velja um 3 sali. Ég fann meira að segja sýningar með voða fínum sætum og skellti mér á 2 sæti, snögg eins og blettatígur, móteveruð eins og uppvakningur (zombiear eru kannski vitlausir, en þeir hætta sko aldrei að eltast við heila. Braiiiiinth!!) og þokkafull eins og flóðhestur að gera cannonball.

Ég hlakka til.

11.7.07

Fyndnasta myndin á internetinuÍ alvöru talað! Ég er búin að skoða þessa mynd oft síðustu daga og alltaf endað á því að vera hálf kjökrandi úr hlátri.

9.7.07

Nýtt stuff

Auðvitað á kona ekki að byggja hamingju sína á veraldlegum hlutum (örðum en súrefni og svona augljóslega. Ég væri ekki mjög hamingjusöm ef ég hefði ekkert andrúmsloft), en ég á Black and White II leikinn sem er æði.. og ég uppgvötvaði discworld audiobooks sem er líka æði. Sérstaklega í nýja iPod nanoinum mínum, sem merkilegt nokk....... er æði!!

5.7.07

Rafmagnstækjaverkfall

Ibbinn minn er dáinn. Ég var í góðum fílíng að hlusta á Harry Potter (er að hlusta á allar bækurnar aftur áður en þessi síðasta kemur út) þegar hann varð skyndilega fúll og hætti að spila. Nú ansar hann engum tiltölum og flest lögin inni á honum er líklega dáin og grafin. Aumingja ég. Ég ætla að reyna að versla mér nýjan bráðum.

Í síðustu viku þurftum við að kaupa nýja ryksugu því þessi gamla hætti að vera suga og var meira bara ryk. Eða.. eitthvað svoleiðis.

Dyrabjallan er líka hætt að bjalla. Hugsanlega þarf ekkert að kaupa annað en batterí fyrir hana.

Hvað ætli fari næst?