31.5.07

Second hand

Í bíóinu um daginn sátu tveir ungir menn við hliðina á mér. Þeir höfðu smyglað inn kínverskum mat og borðuðu með bestu list fyrstu mínútur myndarinnar. Ég hafði svo sem ekkert út á það að segja. Mér finnst lykt af kínverskum mat ekkert vond. Það sem var hinsvegar alveg að drepa mig var þegar strákurinn í næsta sæti var búinn með matinn og fór að ropa ítrekað. Second hand kínverskamatalykt er hroðaleg.

29.5.07

Jack's okay and he's back, okay!

Við fórum á síðustu Pirates myndina í gær. Ég á eftir að sakna Jack núna þegar triologian er búin. Blendnar tilfinningar eins og með síðustu Harry Potter bókina. Ég á auðvitað eftir að lesa hana, en ég eiginlega vil það samt næstum því ekki því að þá verð ég búin með þær allar.

Ég vona samt einhvern veginn að það verði ekki fleiri Potter bækur. Ég hef ekki gert það upp við mig hvort ég voni að það verði ekki fleiri Pirates myndir..

26.5.07

Klón?

Rosa sætar stelpur þarna í efstu 3 sætunum. Verst að þetta virðist allt vera sama stelpan á mis-háum hælaskóm. Ætli sætukeppnisskipuleggjendur geri þetta? Skelli öllum í staðalímyndagallann og spreybrúnku meðferð?

25.5.07

Bizzaroworld

Í hinum undursamlega heimi danska office, þýðir ctrl + b find og ctrl + f bold (fed).

21.5.07

Engar áhyggjur, ég trúi líka á Guð!

Skúrikonan var að koma inn á skrifstofuna til mín. Ég hef aldrei séð hana áður. Hún var voðalega hress og talaði heilan helling við mig þó svo að hún væri ekkert voðalega góð í dönsku eða ensku. Okkur tókst einhvern veginn að nota táknmál og einföld orð bara. Hún sagði mér að Danmörk væri köld fyrir hana, líka á sumrin og sér finndist alltaf vera rigning. Ég sagði henni að þetta væri ekki kalt fyrir mig því ég kæmi frá Íslandi. Hún hló og gerði skjálfta hreyfingu. Svo sagði hún mér að í sínu landi væri alltaf heitt. Ég spurði hana hvaðan hún væri og hún sagði mér að hún væri frá Írak, en varð strax rosalega afsakandi og dróg upp stóran kross sem hún var með um hálsinn og benti á hann. Ég held að hún hafi verið að sýna mér að hún væri ekki vond manneskja þó hún væri frá Írak, því að hún væri ekki múslimi.

Ætli þetta sé eitthvað sem fólk þurfi að gera til þess að verða fyrir minna aðkasti hérna? Mér hefði verið nákvæmlega sama hefði hún verið múslimi, vegna þess að hún hefði ekkert verið minna indæl eða hress.

20.5.07

Mam, did you catch a glimp at the thief's ears?

Það eru til svo margar týpur af hundaeyrum. Sumir eru með síð eyru, sumir eru með ^ svona eyru og sumir eru með eyru eins og Yoda.

Ef fólk væri með hundaeyru, hvernig ætli það myndi ganga fyrir sig. Ætli sumir væru með "thing" fyrir sérstakri tegund af eyrum eins og hárlit. Iiii.. hann Bambi Blær deitar bara stelpur með síð, brún eyru. Þetta yrði allavega partur af útlitslýsingum: Hann er hávaxinn, dökkhærður, með kvöss eyru og blá augu.

18.5.07

Airport security tekur á vökva og geli

Fljúgandi kettlingar í röndóttri lopapeysu stíga ekkert í vitið

Það er gott veður svo ég er með opið út á svalir. Rétt í þessu flaug inn brjálaður lopapeysuplebbi og bzzzaði á mig eins og ég skuldaði honum peninga. Svo flaug hann nokkra hringi í kringum höfuðið á mér og lenti á enninu, ennþá reiður út í lífið og c.a. allt annað í heiminum. Ég stóð upp með kvikyndið á enninu á mér, gekk út og hristi þar hausinn. Stuttu seinna kom Bzzi aftur og settist á hausinn á mér. Hvað heldur hann eiginlega að hann sé? Brain slug? Ef það sökkar svona mikið að vera kiðlingur (geitungur.. whatever), af hverju eru þeir þá að klæða sig í glaðlegan gulan lit með þessum svarta?

Þið getið bara sjálf verið sjúk!

Ég: Ég sá dáinn fugl í gær. Svona pínulítin bláan með gula bringu. Hann var á hjólastíg, svo ég veit ekki alveg hvernig hann dó. Það hafði enginn bíll keyrt á hann eða neitt
Hann: Já, en kannski hefur einhver messað í "crime sceneinu" og fært hann til

jadíjadíjada... Svo kom eitthvað sem ég man ekki. Allavega!

Hvernig gerir það mig sjúka að segja að það myndi enginn fara í sleik við dáinn fugl? Hefði ég verið minna sjúk hefði ég sagt að einhver væri líklegur til þess að fara í sleik við dáin fugl? Held ekki...

11.5.07

Júróvisjön

Á morgun er aðalkeppnin í Eurovision. Það verður nákvæmlega ekkert skemmtilegt við hana. Ísland er ekki að keppa, Danmörk er ekki að keppa og ég get ekki hlustað á Terri Wogan gerandi grín að Leppilampa og vinkonu hans eða keppendunum, lögunum þeirra eða fötum þeirra þar sem að BBC Prime er hætt að sýna Eurovision og ég er ekki með BBC One.

Fer ekki að koma tími til að hætta þessu veseni? Eyða peningunum sem fara í að senda lag í undankeppnina frekar í mjólk, súkkulaðiköku og partýhatta?

9.5.07

Barnanöfn

Af gefnu tilefni vil ég biðja fólk um að gera eftirfarandi áður en það ákveður endanlega nafn á barnið sitt. Prufið að segja:

Hæstvistur forseti, frú/hr [insert nafn sem verið er að íhuga á afkvæmið].

Nú er ég ekki að segja að öll börn verði að gerast forsetar seinna meir. Ég er bara að segja að ef barnið heitir Bambi Blær eða eitthvað á þá leiðina þá sé það EKKI að fara að gerast.

Ný stígvél. Nýtt hár

Jeij! Það rignir. Það er gott. Ég keypti mér nefnilega bleik gúmmístígvél á mánudaginn. Þau eru rosalega fín. Svona fín.Ég er búin að labba í nokkra polla til þess að prufa þau. Þau virka alveg prýðilega. Stundum horfir fólk undanlega á mig þegar ég labba í pollum. Ég held að það sé öfundsjúkt út í stígvélin mín.

Svo fékk ég mér líka nýja klippingu. Ekki mikil breyting svo sem. Meiri styttur í toppinn.

Lifi lýðræðið!

Þá er ég búin að kjósa. Ég fór í lest, metro og labbitúr og endaði í íslenska sendiráðinu. Þar þurfti ég að framvísa skilríkjum, fylla út eitthvað blað, umslag, annað umslag, kjörseðil og þriðja umslagið. Kjörseðillinn var reyndar frekar easy, því að ég átti bara að skrifa flokkabókstafinn með blýanti á ákveðið kjörseðilsblað and be done with it. Talsvert einfaldara en kvikyndin heima skal ég segja ykkur. Myndi það DREPA fólkið að bæta við litlum kassa fyrir framan hvern flokk? Í alvörunni?

Þegar allt þetta var búið var okkur tjáð að við bærum sjálf ábyrgð á því að koma kjörseðlunum til kjörstjórnar. Phewy. Eins gott að við vorum snemma í því. Ég efast um að atkvæðin okkar hefðu náð hefðum við t.d. farið á föstudaginn. Við póstlögðum allavega atkvæðin okkar og núna eru þau á leiðinni með að vera á leiðinni til Íslands. Jeij!

1.5.07

Allt sem þið vilduð vita um vatn og þorðuð ekki að spurja

Bloc Party

Við skelltum okkur á tónleika með Bloc Party í gær. Það var alveg hörku stuð. Svo var það bara ekkert verra að það var bannað að reykja inni í salnum, svo ég var ekkert ónýt eftir. Jeiiij!