30.3.07

HOPPLA!

Íslandið mitt ætlar að taka á móti mér, hresst og kátt, brosandi út að Vestfjörðum á eftir (ætli eyrun séu ekki c.a. þar?). Ég ætla að valhoppa um stór-reykjavíkursvæðið kát eins og kýrnar á vorin á laugardaginn, sunnudaginn, mánudaginn, þriðjudaginn, miðvikudaginn, fimmtudaginn, föstudaginn, laugardaginn, sunnudaginn og mánudaginn. *hopplahoppla*

Best ég hendi inn nokkrum *hoppla* myndum hér til að undirstrika þetta..

29.3.07

Enginn meiri Holmsari

Skrambinn. Ég var að klára að hlusta á síðustu Sherlock Holmes hljóðbókina. Sniffsniff. Enginn meiri Sherlock eða Mycroft Holmes, Dr. Watson, Inspector Lestrade, Proffessor Moriarty eða 221 B Bakerstreet.

Ólíkt því þegar ég kláraði Potter hljóðbækurnar, þá er engin von á einni Holmsarabók í viðbót.

Ó mig auma!

Brunch

Vá hvað mig langar í hótelbrunch núna. Svona með allskonar stuffi og ávöxtum og beikoni og eggjahræru og appelsínusafa og nýbökuðu brauði og osti og...

Já. Einmitt þannig.

27.3.07

Aumingja Kiwi fuglinn

*Þurka tár*

Veðrið..

Hérna í Danmörkunni minni er komið vor. Laufin eru byrjuð að springa út og núna eru 14°C og algjörlega strumpablár himinn. Það er opið út á svalir án þess að það kæli nokkuð. Þvílík og önnur eins snilld. Veðurspáin næstu vikuna er eins. Sést ekki í ský eða skúri og hitinn mjög viðkunnalegur.

Það vill einmitt svo skemmtilega til að akkúrat á föstudaginn heldur drottningin og föruneyti hennar, drottningamaðurinn, til Íslandsins til þess að náða Nóa páskaegg, vini og ættingja með nærveru sinni. Þar eru það bara tásurnar sem verða strumpabláar af kulda. Ég læt mig samt hafa það. Það er nefnilega næstum því allt betra og fallegra við Ísland fyrir utan veðrið og verðið!

23.3.07

Ertu ekki að grínast í mér?

Þykir þetta virkilega kúl? 290?? Í alvöru talað? Mjeh. Ég var allavega heppin! Enginn sem ég þekkti var að keyra á þessum veg á sama tíma.

En.. þið vitið.. Áður en þið farið að segja eða hugsa eitthvað ljótt um gaurinn sem uploadaði þessu hafið þetta kvót í huga:

"Muniði það að ég get séð IP tölurnar ykkar og þ.a.l. fundið út hvar þið eigið heima......... Aðgát skal höfð í nærveru sálar......"


Hahahhaah..

22.3.07

Kafarablómin mín!


Eru þau ekki fín?

Sérstakur hæfileiki?

Ég get snert nefbroddinn á mér með tungunni. Ég held að ég sé ekkert endilega með sérstaklega langa tungu. Ég held bara að annað hvort sé hún liðug eða ég sé með sítt nef. Eða þið vitið.. nef sem er nálægt munninum eða eitthvað. Hver sem ástæðan er, þá get samt gert eitthvað sem enginn sem ég þekki getur. Það hlýtur að vera gott!

21.3.07

Hvolpur á dag

Besti kærastinn (leiðinlegt fyrir ykkur hinar að það skildi hafa einmitt verið MINN kærasti sem var valinn bestur. Svekk) sendi mér þennan link í e-mail. Það er sko ekki ónýtt að geta fengið nýja hvolpamynd á hverjum degi.

Ég held að þetta sé svona eins og uppþvottavél. Fólk sem á ekki uppþvottavél finnst ekkert meika sense að eiga svoleiðis og segist alveg eins geta vaskað upp í höndunum. Svo þegar uppþvottavél dinglar heima hjá þeim og tekst einhvern vegin að bola sér inn í heimilishaldið, skilur enginn hvernig var nokkurntímann hægt að vera án hennar.

Áður en dailypuppy kom til, þá fannst mér einmitt ekkert athugavert við að vaska upp í höndunum heldur... Nei djók. Við erum með uppþvottavél.... sem besti kærastinn setur í..

19.3.07

Skonsa

Ég er að vinna í verkefninu mínu heima í dag. Í hádeginu bjó ég mér til skonsu vegna þess að:

a) Það var ekki til brauð
b) Ég mundi allt í einu að skonsur væru til úti í hinum stóra heimi
c) Það er sjoppulegt að vera með upptalningu bara með a) og b)

Þessi skonsa var afskaplega góð. Hún var borin fram með smjöri og osti. Ætli ég vilji ekki minna aðra á með þessari færslu, að það séu til skonsur!

18.3.07

Hryllingsmyndalookið mitt

Síminn minn tekur allskonar afbrygði af myndum og meðal annars invert. Ég tók þetta invert af efri partinum af andlitinu á mér. Ég er að segja ykkur það! Eins og ég er yndæl og góð stelpa, þá er invertið af mér augljóslega vinkona "The Ring" stelpunnar...

Nýr þjónn

Þessi api hefur nýlega verið ráðinn sem partur af hirð minni. Hans hlutverk er að blása á neglurnar á mér þegar ég er ný búin að naglalakka mig svo það þorni hraðar. Hann stendur sig með prýði!

15.3.07

Bíddubíddu..

Hinrik prins kvartar yfir því að vera ekki kóngur. Ætli Hr. Mon líði líka svona?

Sko.. Bara svo við höfum þetta á hreinu

Þá er James Bond VÍST neutral evil.. Hann er allavega ekki fyrir fimmaura lawful/chaotic good. Í besta falli chaotic neutral með evil tendensa. Hafið þið einu sinni séð Casino Royale endurgerðina?

14.3.07

Hetja vikunnar:

Lauga!

The early bird catches the worm...

..but what about the early worm?

Ókosturinn við að vakna snemma er að hádegið færist ekki líka. Það er ennþá kl. 12, en löngu eftir að mallinn er farinn að urra illilega og heimta hádegismat.

13.3.07

What is this??

A center for ants?!? How can we be expected to teach children to learn how to read, if they can't even fit inside the building?

I don't wanna hear your excuses! The building has to be at least... three times bigger than this!

11.3.07

Good measure

Tölvunarfræðingur, verkfræðingur og viðskiptafræðingur? Er það ekki bara kúl? Eða sko.. ég veit að ég fæ gengisfellingu á tölvunarfræðigráðunni ef ég tek master í viðskiptafræði ofan á hinn masterinn en... júnó.. Spurning um að sækja um for good measure samt. Umsóknarfresturlvunarfinn rennur út eftir 3 daga. Ææææj ég veit það ekki. Ég var líka að panta flash cartoon bók af amazon. Kannski ég gerist bara flash-teiknimynda gyðja, búi til rosalega charactera í líkingu við homestarrunner fólkið og lifi á því að selja boli og varning með myndum af þeim.

Ég meina.... ég er fyrrverandi verðandi rithöfundur eftir allt saman!

10.3.07

Domestic goddess


Hr. Mon þurfti að fara upp í skóla til þess að vinna í ákveðinni umsókn. Á sama tíma þurfti ég að taka heilan helling til hérna heima, þar sem við eigum von á gestum í kvöld. Ég var alveg ekki að nenna því. Svo fattaði ég að þetta var bara spurning um að finna rétta hlutverkið. Ég skellti mér í kjól og hælaskó, málaði mig óþarflega mikið og setti klút í hárið. Svo bjó ég til útvarpsstöð á pandora sem var uppfull af retró tónlistamönnum eins og Sinatra. Ég hækkaði í botn og hófst handa í fullu "domestic goddess mode". Núna er ég búin að þrífa eldhúsið og eldavélina hátt og lágt, taka úr og setja í uppþvottavél (já, retro húsmæðurnar þurftu ábyggilega að gera svoleiðis líka..), þrífa klósettið, taka til allstaðar, þurrka af, brjóta saman þvott og búa um, allt í hælum.

Þetta svínvirkar! Ég mæli með þessu.

Spurning um að baka köku.

Ég gæti algjörlega gerst stílisti fyrir stjörnurnar

Heeey! Ég gaf hr. Mon svona jakka í ammó síðasta september og núna er Orlando Bloom kominn í nákvæmlega eins!Tilviljun?

...já.

7.3.07

Algjörir kjánabjánar :o(

Vill einhver kaupa 2 miða á Nine Inch Nails í Köben 6. apríl. Við Einar klúðruðum alveg. Keyptum miða til Íslands um páskana með því til hliðsjónar að tónleikarnir væru 16. apríl. Búin að hlakka til að fara á þessa tónleika síðan við keyptum miðana í september eða eitthvað.

Gæti það verið?

Fyrir utan er pípifugl að pípa eins og squeeky toy. Hann er búinn að pípa stanslaust í 20 mínútur eða svo. Alveg hreint mögnuð lungun á ekki stærra kvikyndi. Í gær sá ég hoppufugl fljúga framhjá mér með grein í gogginum og upp á húsþak þar sem hann virtist vera að koma henni fyrir á hernaðarlega mikilvægum stað.

Ætli það sé að koma vor?

6.3.07

Ömmur geta verið svo sætar

Við Einar fengum sendingu af heimabökuðum kleinum frá ömmu hans. Hversu sætt er það? Allavega svona sætt: ___________________________________________________

Hrói Höttur var aldrei kapitalisti!

Síðasta þriðjudag og alveg fram á sunnudag gekk yfir víkingaárás frá Íslandi. Danirnir Jesúsuðu sig og þökkuðu fyrir að Tívolí væri lokað, svo það yrði ekki tekið yfir eins og Magasin. Prótótýpan, kærastan hans og guðsonur minn náðuðu okkur með nærveru sinni og ég er ennþá að jafna mig eftir sælgætisborðihópþrýstinginn á kvöldin. Hey! Passaðu þrýstinginn. Heh heh.

Krakkar eru svo fyndnir. Kona gefur þeim einhvern veginn aldrei nægilegt kredit. Í svona 2,5 klst, á meðan foreldrar hans voru að versla, vorum við frændi minn að dunda okkur heima. Við byrjuðum á því að búa til reitt páskaungaföndur og þegar það var hætt að verða spennandi tók ég mig til og bjó til Hróa Hattar hatt úr stóru dagblaði. Þetta þótti honum áhugavert, en kommentaði á að það vantaði fjöður í hattinn. Ég heftaði við eina fjöðrina úr páskaungaföndrinu og hann skelti hattinum á hausinn, aldeilis stoltur. Þetta vatt svo upp á sig og á endan stóð frændinn fyrir framan mig með fasteignaauglýsingarnar á hausnum, örvahulstur úr eldhúsrúllukartoni og á bakinu, haldið uppi með nælonsokkabuxum kliptum niður í band. Í því voru 5 örvar, búnar til úr niðurkliptu kartoni af draumakökumixi með fjöðrum heftuðum á endana Um miðjuna var hann með slíður klipt út úr sama kartoni og heftað á belti úr niðurklipptum sokkabuxum. Í slíðrinu var sverð, heftað saman úr mörgum draumakökukartonshlutum.

Frændinn var alveg eins ánægður með þetta og ef þetta hefði verið fínasti, dýrasti kapitalistavarningur úr dótabúð og talaði um að hann ætlaði að taka þetta með sér heim og vera Hrói Höttur á næsta öskudag. Af hverju heldur kona alltaf að krakkar vilji bara hluti sem kosta peninga?

2.3.07

Ekki "kúl" mamma

Það er alltaf skýrara og skýrara fyrir mér að ég á ekki eftir að verða "kúl" mamma. Langstærsti hluti mótmælenda við Ungdomshuset í gær var undir 18 ára aldri. Ef ég ætti ungling á stórkaupmannahafnarsvæðinu (vaðlaheiðavega..) hefði ég sko ekki hleypt honum út úr húsi. Betra en að sækja hann í fangelsi eða skola táragas úr augunum á honum ef þið spyrjið mig...