5.12.07

Á ég að taka þessu persónulega?

Ég fór út í búð áðan til þess að kaupa drykki og afgreiðslukonan lét mig fá þrjá ókeypis smokka með kaupunum. Þetta hefði svo sem ekkert undrað mig, hefði það ekki verið fyrir þær sakir að konan á undan mér fékk enga smokka og heldur ekki maðurinn sem var á eftir mér í röðinni. Nú leikur mér forvitni á að vita hvers vegna ég varð fyrir valinu. Lít ég út fyrir að vera manneskja sem hefur ekki vit á því að kaupa svona sjálf? Hmm ha?

Mér er skapi næst að marsera aftur í búðina og segja hátt og snjallt við afgreiðslukvendið: Hvorfor fik jeg kondomer og ikke de andre? Er det fordi jeg er fra Island? Hmmm?

Engin ummæli: