26.12.07

Om nom.. nom

Jæja, þá eru þessi helstu jóladagar að baki og stelpan ekki ósvipuð þorni í laginu sökum water-weight frá söltum og reyktum mat. En mikið er hann nú góður, helvítið á honum.

18.12.07

Flutt til Íslands

Jæja, þá er ég flutt til Íslandsins eina aftur. Eða sko, ég er flutt, en ekki allt dótið mitt. Reyndar spurði vörpulegur tollskoðari okkur bænarí hvort við værum með búslóð vegna þess að við vorum með þrjár töskur og allar við það að springa á saumunum. Jánei venur.

Núna er kominn tími hjá mér til þess að finna bíl og vinnu og svo á endanum að finna íbúð sem er drottningu sæmandi. Nýtt kastalaútibú. Fyrst þarf ég samt að vinna í nokkra mánuði svo ég fái eitthvað guðsvoðað greiðslumat, þannig að Óskin sín er bara hjá ma og pa núna.

Við fórum og skoðuðum bíla í gær og í dag. Litla bíla sem eru svo litlir að ég get sett þá ofan í töskuna mína ef ég finn ekki stæði. Margir bílasalar eru áhugalausir og leiðinlegir og eru örugglega að spila minesweeper á meðan verið er að reyna að tala við þá. Toyota maðurinn var samt fínn. Áfram Toyota maðurinn!

9.12.07

Heimaframleiðslustelpó!

Var að búa til glæsifínar snyrtivörur fyrir almennilegt stelpó. Sjá mynd hér. Vá hvað ég er Martha Stewart.

5.12.07

Á ég að taka þessu persónulega?

Ég fór út í búð áðan til þess að kaupa drykki og afgreiðslukonan lét mig fá þrjá ókeypis smokka með kaupunum. Þetta hefði svo sem ekkert undrað mig, hefði það ekki verið fyrir þær sakir að konan á undan mér fékk enga smokka og heldur ekki maðurinn sem var á eftir mér í röðinni. Nú leikur mér forvitni á að vita hvers vegna ég varð fyrir valinu. Lít ég út fyrir að vera manneskja sem hefur ekki vit á því að kaupa svona sjálf? Hmm ha?

Mér er skapi næst að marsera aftur í búðina og segja hátt og snjallt við afgreiðslukvendið: Hvorfor fik jeg kondomer og ikke de andre? Er det fordi jeg er fra Island? Hmmm?