9.11.07

Komin heim á heiðarsléttuna. Engir dalir í Danmörku. Eða ekki margir allavega

Langur tími ekkert skrifað! Ég er sem sagt komin aftur heim frá heima. Eða eitthvað svoleiðis. Heim í Danmörku eftir að hafa verið heima á Íslandi. Það var algjör snilld. Við hittum svo mikið af fólki að það er ekki hægt að telja það. Ég held að það sé óteljandi. Samt ekki, því ef við hefðum hitt eina manneskju í viðbót þá hefðu það verið óteljandi og ein og það er víst ekki til. Við höfum liklega hitt óteljandi mínus eina manneskju. Hmm. Virkar ekki heldur. *hóst*

Aaaanywho. Ég borðaði subway (mmm), Indoókina (mmm) og Serranos (sem voru reyndar smá vonbrigði). Svo fékk ég fisk og lambakjöt og.. og.. Já.

Þegar við vorum að valhoppa, hress og kát í gegnum Leifstöð eftir að hafa lent á Íslandi, þá sáum við fleiri löggur en ég hafði nokkurn tímann séð saman komnar fyrir utan í sjónvarpinu. Þar var meira að segja lögguhundur sem þefaði vinalega að mér. Ókay, ekki vinalega.. vinnulega! Hann var í vinnunni og var að leita að dópi held ég. Eða síðustu spægjupylsunum sem hann má gera upptækar áður en það má flytja þær inn algjörlega löglega. Svo var öllum smalað í vegabréfseftirlit og einum manni kippt út úr röðinni eftir að hafa flassað sínum skjölum frá vítisenglaborg. Ég held að vegabréfseftirlitskvennsan hafi ekki einu sinni glansað augunum í áttina að 18 ára versioninu af mér á vegabréfinu eftir að hafa séð að ég kom frá Íslandi.

Engin ummæli: