21.11.07

Er heimsendir nærri?

Ég veit ekki hvernig þetta virkar í öllum trúarbrögðum og ég tók eftir því að úlfur hefur ekki ennþá borðað sólina, svo hugsanlega er þetta allt í góðu. Málið er sem sagt, að í síðustu tvö skipti sem ég hef brotið egg, hefur eggið verið með tveimur rauðum en ekki einni. Þetta fær mig til að gapa eins og tannsi sé með borinn í annari og reikning fyrir næstu jeppa afborgun í hinni. Áður en þessi vika valhoppaði í tilveruna eins og gamla frænkan mín hún Ingiborg, sem sveiflar töskunni sinni þegar hún gengur niður á torg, hafði ég aldrei séð svona fyrirbæri áður. Hvað þá að lenda á tveimur eggjum í röð með tvíbura rauðum.

Ég var sem sagt að baka smákökur áðan þegar tvíbura rauða nr. 2 (híhíh. nr. 2) heilsaði upp á mig. Ekkert sem kallar inn jólavertíðina eins og hörð fita, hvítt hveiti og sykur.

Engin ummæli: