31.10.07

Tölvunördakort

Ég var að koma úr klippingu. Ég fer ekkert voðalega oft vegna þess að ég er með mjög sítt hár sem er ekkert horror þó það sé ekki klippt í hverjum mánuði og svo kostar það voðalega marga peninga. Síðast en ekki síst, þá alltaf þegar ég fer í klippingu þá þarf ég að svara einhverjum spurningum sem ég hef ekki hundsvit á. "Viltu strípur eða heillitun?", "Hvaða liti viltu hafa? Einn eða tvo?", "Hvernig viltu að ég klippi þig?" Hvernig í alle verden á ég að vita svarið við þessu öllu saman? Yfirleitt langar mér að segja: Heyrðu sko vinan! Þú fórst í skóla til þess að læra þetta! Af hverju ertu að spyrja MIG?

Mér vantar alvarlega að geta farið einhvert og sýnt útskrifaskírteinið mitt og fengið í staðinn stimplað og vottað kort sem ég get gengið með á mér sem segir að ég sé langskólagengið tölvunörd. Það myndi ég vilja sýna t.d. á klippistofum svo manneskjan segi: Óóóó, sestu hérna vinan. Ég skal sjá um þetta allt fyrir þig. Þú ert með svona andlitsfall, svo þessi klipping væri best og miðað við þinn húðlit og þessa árstíð er best að skella svona liti í þig. Hérna er Lukku Láka bók því ég veit þér langar ekkert að Séð og Heyrt eða Fréttir af dönsku kóngafólki.

Ahhh. A girl can dream!

Engin ummæli: