26.10.07

Íslandið eina

Við erum að fara til Íslands í næstu viku! Veiii! Mér finnst það svo æðislega gaman að áðan söng ég "Ísland er land þitt" fullum hálsi með tárin í augunum. Æi já. Ísland í huga þér hvar sem þú ferð. Ég er svo blind haugafull af ættjarðarstolti núna að ég gæti skellt mér í lundamynstruð lopaföt og étið harðfisk og hangikjöt án þess að blikna! Með ÍSLENSKU smjöri (gamalt fólk finnur sig alltaf knúið til að taka fram að smjör sé íslenskt. Ég er að prufa að færa ættjarðarstoldið út í mjólkurvörurnar, en ég held að það sé ekki gæfulegt þar sem ég kann barasta betur við þær dönsku. Úff. Núna missti ég ættjarðarprik held ég. Ísland í vonanna birtu þú sérð). Ég hlakka til. Fullt.

Ég hlakka til eins mikið og trekkari í svefnpoka fyrir utan kvimyndahús, aðeins 2 dögum fyrir frumsýningu. Íslenska moldin er lífið þér gaf. Ég ætla að hitta alla og gera allt og sjá allt og fara allt og borða subway. Ekta ÍSLENSKAN subway. Nei, svei mér þá að matasnobbið virkar ekki fyrir subway.

Hvað um það.

Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf!

Engin ummæli: