12.10.07

Moggablogg

Alveg gæti ég gubbað á það. Ég veit að það er frekar asnalegt að tuða yfir fólki sem tuðar, but there you go. Vandamálið er sem sagt að allir eru með skoðanir og margar þeirra heimskulegar. Fólk finnur yfirleitt frekar hjá sér þörf til þess að tala um neikvæða hluti heldur en jákvæða, þannig að það sem þessi moggablogg gera eru að við hverja frétt er tengt heimskulegt og neikvætt tuð frá allskonar fólki.

Auðvitað á fólk rétt á sínum heimskulegu skoðunum, en það pirrar mig endalaust að það sé verið að smyrja þeim á aumingjans moggafréttirnar. Kannski er það forvitni minni um að kenna að ég sé stundum áhugaverða moggabloggfyrirsögn við hliðina á einhverri frétt og smelli á hana. Svo sé ég yfirleitt ofboðslega mikið eftir því, þar sem að 5 mínútum seinna þegar ég er búin að lesa ósköpin er ég súrari og örugglega vitlausari en ég var áður. Svo eru það moggabloggs-hithórurnar sem setja inn eina eða tvær línur um hverja einustu skrambans frétt sem er nokkurntímann skrifuð og sannfæra sig svo um að heimsóknirnar komi til vegna þess að þær séu svo voðalega áhugaverðar og skemmtilegar.

Æi. Fólk. Ég man t.d. einu sinni eftir því að hafa lesið frétt um það að heilbrigðisráðherra ætlaði að veita 150 milljónum til barna og unglinga með geðraskanir. Auðvitað er þetta ekkert voðalega mikið, en hvert einasta moggablogggreyj (3 g í röð. Kuúúl) var við það að kúka í buxurnar og sagði að þetta væri móðgun og whatnot. Það var eins og það hefði verið betra hefði engum peningum verið lofað yfir höfuð. Hvað með eitthvað eins og "Já, þetta er góð byrjun, en vonandi verður meiri peningum veitt..."?

Helvítis moggablogg.

Engin ummæli: