30.10.07

Úúúúlpan mín.. öööööh

Við fórum í gær að versla smá föt. Mér finnst það leiðinlegt. Mitt vandamál er að ég er alltaf búin að sjá það fyrir í hausnum á mér hvað mér langar í og svo ramba ég á milli búða leitandi að nákvæmlega þeirri flík sem ég hef búið til í hausnum á mér og finn hvergi. Eins og zombie leitandi að heila til þess að borða í fegurðarsamkeppnisbúningsherbergi (vaðlaheiða..). Í þetta sinnið vantaði mér einhverja hlýja úlpu/jakka fyrir veturinn. Ég var löngu búin að gefast upp en Einar sinn dróg mig í hverja búðina á fætur annari í Fields þangað til að ég fann eina sem ég fíla bara aldeilis ágætlega. Hún er líka með hettu. Ég held ég hafi ekki átt úlpu með hettu síðan ég var í grunnskóla. Vei! Núna get ég verið hómí.

Engin ummæli: