31.10.07

Tölvunördakort

Ég var að koma úr klippingu. Ég fer ekkert voðalega oft vegna þess að ég er með mjög sítt hár sem er ekkert horror þó það sé ekki klippt í hverjum mánuði og svo kostar það voðalega marga peninga. Síðast en ekki síst, þá alltaf þegar ég fer í klippingu þá þarf ég að svara einhverjum spurningum sem ég hef ekki hundsvit á. "Viltu strípur eða heillitun?", "Hvaða liti viltu hafa? Einn eða tvo?", "Hvernig viltu að ég klippi þig?" Hvernig í alle verden á ég að vita svarið við þessu öllu saman? Yfirleitt langar mér að segja: Heyrðu sko vinan! Þú fórst í skóla til þess að læra þetta! Af hverju ertu að spyrja MIG?

Mér vantar alvarlega að geta farið einhvert og sýnt útskrifaskírteinið mitt og fengið í staðinn stimplað og vottað kort sem ég get gengið með á mér sem segir að ég sé langskólagengið tölvunörd. Það myndi ég vilja sýna t.d. á klippistofum svo manneskjan segi: Óóóó, sestu hérna vinan. Ég skal sjá um þetta allt fyrir þig. Þú ert með svona andlitsfall, svo þessi klipping væri best og miðað við þinn húðlit og þessa árstíð er best að skella svona liti í þig. Hérna er Lukku Láka bók því ég veit þér langar ekkert að Séð og Heyrt eða Fréttir af dönsku kóngafólki.

Ahhh. A girl can dream!

30.10.07

Úúúúlpan mín.. öööööh

Við fórum í gær að versla smá föt. Mér finnst það leiðinlegt. Mitt vandamál er að ég er alltaf búin að sjá það fyrir í hausnum á mér hvað mér langar í og svo ramba ég á milli búða leitandi að nákvæmlega þeirri flík sem ég hef búið til í hausnum á mér og finn hvergi. Eins og zombie leitandi að heila til þess að borða í fegurðarsamkeppnisbúningsherbergi (vaðlaheiða..). Í þetta sinnið vantaði mér einhverja hlýja úlpu/jakka fyrir veturinn. Ég var löngu búin að gefast upp en Einar sinn dróg mig í hverja búðina á fætur annari í Fields þangað til að ég fann eina sem ég fíla bara aldeilis ágætlega. Hún er líka með hettu. Ég held ég hafi ekki átt úlpu með hettu síðan ég var í grunnskóla. Vei! Núna get ég verið hómí.

28.10.07

Þar sem Hamlet bjó

Við fórum og skoðuðum heimilið hans Hamlets. Þessi kastali er í Helsingør.


27.10.07

Ég á Flickr síðu!

Einar sinn var svo sætur að gefa mér myndavél í afmælisgjöf. Ég hef aldrei átt almennilega digital vél áður. Ég rauk til og bjó til Flickr síðu. Núna eru bara myndir þarna frá ferðinni okkar til Odense í dag. Vhúhú.

26.10.07

Íslandið eina

Við erum að fara til Íslands í næstu viku! Veiii! Mér finnst það svo æðislega gaman að áðan söng ég "Ísland er land þitt" fullum hálsi með tárin í augunum. Æi já. Ísland í huga þér hvar sem þú ferð. Ég er svo blind haugafull af ættjarðarstolti núna að ég gæti skellt mér í lundamynstruð lopaföt og étið harðfisk og hangikjöt án þess að blikna! Með ÍSLENSKU smjöri (gamalt fólk finnur sig alltaf knúið til að taka fram að smjör sé íslenskt. Ég er að prufa að færa ættjarðarstoldið út í mjólkurvörurnar, en ég held að það sé ekki gæfulegt þar sem ég kann barasta betur við þær dönsku. Úff. Núna missti ég ættjarðarprik held ég. Ísland í vonanna birtu þú sérð). Ég hlakka til. Fullt.

Ég hlakka til eins mikið og trekkari í svefnpoka fyrir utan kvimyndahús, aðeins 2 dögum fyrir frumsýningu. Íslenska moldin er lífið þér gaf. Ég ætla að hitta alla og gera allt og sjá allt og fara allt og borða subway. Ekta ÍSLENSKAN subway. Nei, svei mér þá að matasnobbið virkar ekki fyrir subway.

Hvað um það.

Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf!

Ég fór, ég gerði, ég var..

Sá Stardust. Mesta Óskar-mynd sem ég hef séð lengi. Það voru nornir og annar heimur og og og... allt! Mér fannst hún voðalega skemmtileg.

Fór á Muse tónleika. Þeir voru aMUSEing. Hahah.. úff hvað ég er fyndin. Án gríns, þá voru þeir magnaðir og showið í kringum þá var geðveikt.

Eyddi heilum degi með honum Maddlú því hann var að millilenda frá Austurríki á leið til Íslands. Vííí!

Lét undan þrýstingi og skráði mig á facebook.

24.10.07

Svarthöfði var með dulinn hæfileikaEdit: Annað video því ég kunni ekki við að búa til 2 youtube pósta í röð

Haldiði ekki að þessi stelpa hafi rústað fegurðarsamkeppninni með þetta hæfileika atriði?

22.10.07

Veiiii ég!

Planið var að ég myndi sofa út, þar sem að Einar þarf að fara upp í skóla fyrir hádegi og ég er ponsu lasin. Eða sko. Get ekki sagt n og m almennilega. Ég get ekki sagt ykkur hvað ég hef skemmt mér við að segja "phenominon" (dúdúúúú dúrúrú. Phenomenon.. dúdúrrúúdú) í gær og í fyrra dag.

Allavegana. Ég á afmæli í dag!!! (þetta átti alveg þrjú upphrópunamerki skilið), svo að þegar Einar sinn kyssti mig bless og sagði "til hamingju með afmælið þitt", þá bara vaknaði ég. Núna er ég ein heima með kvef en finnst samt ógeðslega gaman. Ég á nefnilega þennan dag alveg sjálf (eða sko. Ég og Brian Boitano, sem er allt í lagi því að hann býr í útlöndum og hann er líka töffari). Mér finnst það alltaf hálf skrítið að það sé fólk þarna úti sem finnst 22. október ekkert merkilegur. Sem er ekki ánægt þegar það séð 22.10 sem síðasta söludag á mjólkurfernum eða þegar eitthvað í bíómyndum gerist 22. október.

Ég er að fara í afmælissturtu og svo ætla ég að fá mér afmælishafragraut. Á eftir, þá opna ég afmælispakka og baka kannski afmælisköku. Afmælisvei!

21.10.07

Munið þið eftir Seymore og Pepe?

Hvernig meikar þetta sense?

Ég get ekki sofið því að ég er svo voðalega stífluð í nefinu. Ég sit og snýti mér á mínútu fresti og ég bara skil ekki hvaðan allt þetta hor kemur. Ég fatta ekki hvernig er pláss fyrir þetta allt saman í hausnum á mér. Ég held ég sé komin út í heilaparta núna.

16.10.07

Mesta flash-back.. EVAH!

Munið þið eftir þessu opnunarlagi?? Ég man þvílíkt eftir þessu. AAAaaaa-aaaaaaaa...

12.10.07

Moggablogg

Alveg gæti ég gubbað á það. Ég veit að það er frekar asnalegt að tuða yfir fólki sem tuðar, but there you go. Vandamálið er sem sagt að allir eru með skoðanir og margar þeirra heimskulegar. Fólk finnur yfirleitt frekar hjá sér þörf til þess að tala um neikvæða hluti heldur en jákvæða, þannig að það sem þessi moggablogg gera eru að við hverja frétt er tengt heimskulegt og neikvætt tuð frá allskonar fólki.

Auðvitað á fólk rétt á sínum heimskulegu skoðunum, en það pirrar mig endalaust að það sé verið að smyrja þeim á aumingjans moggafréttirnar. Kannski er það forvitni minni um að kenna að ég sé stundum áhugaverða moggabloggfyrirsögn við hliðina á einhverri frétt og smelli á hana. Svo sé ég yfirleitt ofboðslega mikið eftir því, þar sem að 5 mínútum seinna þegar ég er búin að lesa ósköpin er ég súrari og örugglega vitlausari en ég var áður. Svo eru það moggabloggs-hithórurnar sem setja inn eina eða tvær línur um hverja einustu skrambans frétt sem er nokkurntímann skrifuð og sannfæra sig svo um að heimsóknirnar komi til vegna þess að þær séu svo voðalega áhugaverðar og skemmtilegar.

Æi. Fólk. Ég man t.d. einu sinni eftir því að hafa lesið frétt um það að heilbrigðisráðherra ætlaði að veita 150 milljónum til barna og unglinga með geðraskanir. Auðvitað er þetta ekkert voðalega mikið, en hvert einasta moggablogggreyj (3 g í röð. Kuúúl) var við það að kúka í buxurnar og sagði að þetta væri móðgun og whatnot. Það var eins og það hefði verið betra hefði engum peningum verið lofað yfir höfuð. Hvað með eitthvað eins og "Já, þetta er góð byrjun, en vonandi verður meiri peningum veitt..."?

Helvítis moggablogg.

9.10.07

Hlutir til þess að gera með hárbandi kl. 3 um morguninn þegar tannburstinn þinn er einmana


Látið mig vera. Ég var búin að vera vakandi í 22 tíma! Smella á myndina til að sjá stærri upplausn.P.s. Ef þið hafið áhyggjur af tískumeðvitund minni þá er ég í honum grísla. Hann er heimakjóll :oP

UPDATE: Gleymdi 2 myndum. Bætti þeim við :oP

8.10.07

Tannburstinn minn er einmana

Ég var að kveðja Einarinn minn rétt í þessu. Hann er að fara til Osló á tölvuráðstefnu þar sem að hann mun vera með fyrirlestur og allt. Geðveikt fullorðinn. Hann kemur ekki aftur fyrr en á miðvikudagskvöldið. Ég er al-óskin heima (hmm. Virkar betur sem al-einar. Svindl!). Tannburstinn minn er svo voðalega einn í glasinu sínu. Sniffsniff.

5.10.07

Tobias Fünke og Prófessor Vandráður

Ef kona myndi taka mismunandi element frá hvorum og einum og púsla saman og ala svo viðkomandi upp í Þýskalandi, þá myndi útkoman vera kennarinn í kúrsinum sem ég er að dæmatímakennarast í.