29.8.07

Undarlegt

Thesis-ið (ritgerð er einhvern veginn ekki það sama..) mitt er komið upp í 85 blaðsíður af texta, en ég er ekki búin að skrifa allt samt. Það á að vera á milli 80 - 100 og svo rest í appendix. Mér finnst magnað að ég hafi geta skrifað þetta án þess að hafa neina tilfinningu fyrir því hvað á heima í svona pappír.

Ég er alveg búin að komast að því að námið mitt í HR gerði mig miklu undirbúnari fyrir allt námið hérna í DTU en c.a. allir aðrir sem ég hef hitt voru, NEMA að þessu leiti. Ég kann bara ekki shift að skrifa vísindalega papera. Auðvitað kann ég að skrifa texta og nota tilvísanir á réttan hátt og allt það... en ég hef bara enga tilfinningu fyrir því hvað ég á að fara í mikil smáatriði, hvað ég á að einbeita mér að og þannig. Mér finnst mikið af þessu liggja beint við, en það er víst ekki nóg að þetta liggi beint við MÉR. Ég hef skrifað billjón hönnunarskjöl og þannig vesen en þetta er bara svo allt annað mál að það er ekki fyndið. Oh well. Á mánudaginn hætti ég að vera "out of my element" :o)

Engin ummæli: