5.8.07

Í tilefni gærdagsins..

..skelltum við okkur út að borða. Eftir talsverða leit að veitingastað fundum við einn sem bauð upp á geeeeðveikt góðar nautasteikur, almennilegt andrúmsloft og snillar eftirrétt. Það virðist vera all the rage núna hjá þessum fínu veitingastöðum í Danmörku að bjóða upp á milli 5 - 12 pínulitla rétti sem innihalda hluti eins og eitthvað sem ég kann ekki að bera fram í ætiþyrslasósu, kalda gúrkusúpu og allskonar parta af dýrum sem eru öldungis hlessa yfir að vera matreiddir, hvað þá á stað með micheline stjörnu eða með meðlæti sem virðist hafa verið dregið að handahófi upp úr stórum potti með öllum mögulegum hlutum í heiminum.

Við förum aldrei fínt út að borða, svo við vorum ekki tilbúin til þess að blæða námslánunum í svona framúrstefnulega hluti. Þessvegna leitumst við helst til að aðalrétti gerðum úr einum af þessum betri vöðvum af nauti eða sambærilegu dýri. Hereford er náttúrulega með ágætis steikur, en þar er andrúmsloftið eins og á Hard-Rock.

Okkar matur var sem sagt algjör snilld. Við keyptum meira að segja nokkuð velmegunarlega rauðvínsflösku og allt.

Hérna er ég eins og þvottabjörn, tilbúin fyrir útaborðið


Hérna er Einar voða sætur á vetingastaðnum

Engin ummæli: