31.8.07

Mín bara komin með vinnu!

Við Einar verðum hérna í Danmörku allavega fram að jólum og svo kemur í ljós hvort við flytjum heim. Ég skila ritgerðinni minni á mánudaginn og byrja í vinnunni minni, sem svo heppilega vill til að er akkúrat fram í desember, á þriðjudaginn. Einar er í sömu vinnu meira að segja. Stuð! Og hún er í DTU svo ég þarf ekki að læra á nýja strætóa.

Ég er að fara að "kenna". Eða, þið vitið, ég verð að fylgjast með einhverjum hóp (9 stk) af mastersnemum sem eru að böglast við að þróa og forrita til einhver case-tól og pota þeim öðru hvoru í rétta átt ef þeir eru að keyra út í skurð og svona.

Engin ummæli: