10.8.07

Brjáluð vísindakona... aftur

Í dag, á meðan ég var að borða morgunmatinn minn yfir vaskinum (nýlega hef ég fengið þá flugu í hausinn.. nóg af flugum að taka.. að grape skuli borða í morgunmat. Grape er best að borða yfir vaski, úti á svölum, yfir baðkari eða sturtubotni, eða yfir annara manna húsgögnum) gerði mér grein fyrir því, að þó svo ég noti brauðvélina mína að minnsta kosti 1x í viku, þá hafi ég aldrei prufað kökustyllinguna.

Flugan nagaði mig svo fram eftir degi og í kringum eitt leitið var komin önnur staðgengilsflugan þar sem sú fyrsta hafði drukknað í blóði og fluga 2 sprungið eftir að hafa óvart gleypt eitthvað eins og hálfan handlegg.

Ég ákvað að láta segjast og prufa. Frankenósk tók sig til og útbjó uppskrift af gulrótaköku sem er ekki með sykri, smjöri eða olíu og er búin til úr spelti.

It's ahllililiiiiiiiihhhveeee! Eða. Þið vitið. Ish. Miðað við alla þessa óvissufactora kom hún allavega afskaplega vel út!

Engin ummæli: