18.8.07

Bangsaknús og illa fenginn maskari

Við fórum að veiða í soðið úti í maddlinu okkar, vopnuð dankorti og bakpokum. Inni í storcenterinu rákumst við á ansi hávaxin skógarbjörn í rauðum bol og með glæsilega derhúfu, ekki ósvipaðum einkennisbangsanum úr build a bear. Hann gerði sér lítið fyrir og breiddi út hrammana og skellti á mig risa stóru bangsaknúsi og öðru eins á hann Einar.

Það ættu allir að fá að minnsta kosti eitt bangsaknús á viku. Léttir lund og hnykklæknar bak!

Annars er ég með svo mikið samviskubit núna að ég er alveg að fara að pissa í buxurnar. Eh. Pilsið. Ég hélt ég hefði fjárfest í maskara og þegar ég ætlaði að taka mig til og skrifa hann á budgetið, þá vantaði hann á kvittunina. Kassastarfsunglingurinn hefur bara skutlað honum í gegn án þess að skanna :oS Ég er að melta hvort ég eigi að láta vita næst þegar ég fer út í búð. Eins og Vala segir, þá á ég eftir að heyra "not mine, not mine" þegar ég blikka augunum.........

Engin ummæli: