31.8.07

Mín bara komin með vinnu!

Við Einar verðum hérna í Danmörku allavega fram að jólum og svo kemur í ljós hvort við flytjum heim. Ég skila ritgerðinni minni á mánudaginn og byrja í vinnunni minni, sem svo heppilega vill til að er akkúrat fram í desember, á þriðjudaginn. Einar er í sömu vinnu meira að segja. Stuð! Og hún er í DTU svo ég þarf ekki að læra á nýja strætóa.

Ég er að fara að "kenna". Eða, þið vitið, ég verð að fylgjast með einhverjum hóp (9 stk) af mastersnemum sem eru að böglast við að þróa og forrita til einhver case-tól og pota þeim öðru hvoru í rétta átt ef þeir eru að keyra út í skurð og svona.

29.8.07

Undarlegt

Thesis-ið (ritgerð er einhvern veginn ekki það sama..) mitt er komið upp í 85 blaðsíður af texta, en ég er ekki búin að skrifa allt samt. Það á að vera á milli 80 - 100 og svo rest í appendix. Mér finnst magnað að ég hafi geta skrifað þetta án þess að hafa neina tilfinningu fyrir því hvað á heima í svona pappír.

Ég er alveg búin að komast að því að námið mitt í HR gerði mig miklu undirbúnari fyrir allt námið hérna í DTU en c.a. allir aðrir sem ég hef hitt voru, NEMA að þessu leiti. Ég kann bara ekki shift að skrifa vísindalega papera. Auðvitað kann ég að skrifa texta og nota tilvísanir á réttan hátt og allt það... en ég hef bara enga tilfinningu fyrir því hvað ég á að fara í mikil smáatriði, hvað ég á að einbeita mér að og þannig. Mér finnst mikið af þessu liggja beint við, en það er víst ekki nóg að þetta liggi beint við MÉR. Ég hef skrifað billjón hönnunarskjöl og þannig vesen en þetta er bara svo allt annað mál að það er ekki fyndið. Oh well. Á mánudaginn hætti ég að vera "out of my element" :o)

25.8.07

Ég heyri mig fitna..

Ég ligg uppi í rúmi með lappann minn og skrifa ritgerðina mína á meðan ég hakka í mig nammi. Síðustu daga (og næstu viku) hef ég ekki hreyft á mér rassgatið nema rétt til að fara út í búð. Mikið kvíður mér fyrir að taka ástandsmælingu og sparka í dekkin á mér eftir ritgerðaskil...

23.8.07

Door-to-door aithism

Gaur hefnir sín á mormónum fyrir að banka upp á hjá honum á laugardagsmorgnum.

18.8.07

FAIL

Bangsaknús og illa fenginn maskari

Við fórum að veiða í soðið úti í maddlinu okkar, vopnuð dankorti og bakpokum. Inni í storcenterinu rákumst við á ansi hávaxin skógarbjörn í rauðum bol og með glæsilega derhúfu, ekki ósvipaðum einkennisbangsanum úr build a bear. Hann gerði sér lítið fyrir og breiddi út hrammana og skellti á mig risa stóru bangsaknúsi og öðru eins á hann Einar.

Það ættu allir að fá að minnsta kosti eitt bangsaknús á viku. Léttir lund og hnykklæknar bak!

Annars er ég með svo mikið samviskubit núna að ég er alveg að fara að pissa í buxurnar. Eh. Pilsið. Ég hélt ég hefði fjárfest í maskara og þegar ég ætlaði að taka mig til og skrifa hann á budgetið, þá vantaði hann á kvittunina. Kassastarfsunglingurinn hefur bara skutlað honum í gegn án þess að skanna :oS Ég er að melta hvort ég eigi að láta vita næst þegar ég fer út í búð. Eins og Vala segir, þá á ég eftir að heyra "not mine, not mine" þegar ég blikka augunum.........

15.8.07

Veiiii hvað ég á fínt! VEIII

Amazon vinur minn var að heilsa upp á mig, hress og kátur með Nanny Ogg's Cookbook í mallanum. Það verður æsispennandi að sjá hvaða vandræði við getum bakað saman. Eða eldað.

14.8.07

Það er aldeilis ástandið á konu!

Ég vaknaði kl. 6 í morgun til þess að pissa og gat ekki sofnað aftur vegna þess að ég var svo stressuð. Þannig aaað ég fór að læra. Ég er ennþá að læra og klukkan er 23:15. Alveg finnst mér magnað að ég sé ekki komin með magasár. Ég er samt alveg nokkuð viss um að ég myndi ná þessum skramba þó ég myndi bara skila dótinu inn í því ástandi sem það er núna, en það virðist ekki stöðva mig.

Oh well. Ég skila þessu verkefni í lok mánaðarins. Þá get ég farið að stressa mig á vörninni í staðinn. Vúhú.

10.8.07

Brjáluð vísindakona... aftur

Í dag, á meðan ég var að borða morgunmatinn minn yfir vaskinum (nýlega hef ég fengið þá flugu í hausinn.. nóg af flugum að taka.. að grape skuli borða í morgunmat. Grape er best að borða yfir vaski, úti á svölum, yfir baðkari eða sturtubotni, eða yfir annara manna húsgögnum) gerði mér grein fyrir því, að þó svo ég noti brauðvélina mína að minnsta kosti 1x í viku, þá hafi ég aldrei prufað kökustyllinguna.

Flugan nagaði mig svo fram eftir degi og í kringum eitt leitið var komin önnur staðgengilsflugan þar sem sú fyrsta hafði drukknað í blóði og fluga 2 sprungið eftir að hafa óvart gleypt eitthvað eins og hálfan handlegg.

Ég ákvað að láta segjast og prufa. Frankenósk tók sig til og útbjó uppskrift af gulrótaköku sem er ekki með sykri, smjöri eða olíu og er búin til úr spelti.

It's ahllililiiiiiiiihhhveeee! Eða. Þið vitið. Ish. Miðað við alla þessa óvissufactora kom hún allavega afskaplega vel út!

Flugur og önnur illflugi

Í gærkvöldi sátum við úti á svölum og spiluðum póker. Í dag er íbúðin gersamlega stútfull af flugum, fiðrildum og öðrum kvikyndum með vængi. Þær elta mig út um alla íbúð, reyna að labba á matnum mínum og ein ákvað áðan að hausinn á mér væri með sitt eigið "gravitational pull" og hringsólaði í kringum hann í daggóðan tíma þangað til að ég greip til ofbeldis.

Note to self: Loka svalarhurðunum veeeeeel næst

8.8.07

Spurning..

Hver lokar strætóhurðinni þegar strætóbílstjórinn fer út á kvöldin? Og hvernig opnast hún aftur?

5.8.07

Simpsons the movie

Við skelltum okkur á hana í bíó og notuðum til þess miða sem ég fékk fríkeypis fyrir að svara einhverri kvikmyndakönnun. Gott það. Allavegana, núna langar mér bara að vita hvort typpið á Bart verði blurrað þegar myndin verður sýnd í ammmrísku sjónvarpi!

Í tilefni gærdagsins..

..skelltum við okkur út að borða. Eftir talsverða leit að veitingastað fundum við einn sem bauð upp á geeeeðveikt góðar nautasteikur, almennilegt andrúmsloft og snillar eftirrétt. Það virðist vera all the rage núna hjá þessum fínu veitingastöðum í Danmörku að bjóða upp á milli 5 - 12 pínulitla rétti sem innihalda hluti eins og eitthvað sem ég kann ekki að bera fram í ætiþyrslasósu, kalda gúrkusúpu og allskonar parta af dýrum sem eru öldungis hlessa yfir að vera matreiddir, hvað þá á stað með micheline stjörnu eða með meðlæti sem virðist hafa verið dregið að handahófi upp úr stórum potti með öllum mögulegum hlutum í heiminum.

Við förum aldrei fínt út að borða, svo við vorum ekki tilbúin til þess að blæða námslánunum í svona framúrstefnulega hluti. Þessvegna leitumst við helst til að aðalrétti gerðum úr einum af þessum betri vöðvum af nauti eða sambærilegu dýri. Hereford er náttúrulega með ágætis steikur, en þar er andrúmsloftið eins og á Hard-Rock.

Okkar matur var sem sagt algjör snilld. Við keyptum meira að segja nokkuð velmegunarlega rauðvínsflösku og allt.

Hérna er ég eins og þvottabjörn, tilbúin fyrir útaborðið


Hérna er Einar voða sætur á vetingastaðnum

4.8.07

Ammli! Veiiii!

Ég og Einar erum búin að vera tjærustupar í 4 ár. Það er eins og heilt kjörtímabil eða eitthvað.