16.7.07

Vatnari

Blessuð sólin mundi allt í einu eftir því að hún ætti sér tilveru og fór að skína. Ekki nóg með það, heldur mundi hún eftir því yfir heila helgi og það sem af er þessum mánudegi. Það gerist ekki oft! Allavega finnst konu það aldrei gerast um helgar.

Veðrið er beiiijútífúl og við skelltum okkur meira að segja í bátsferð um vötnin hérna í Lyngby í gær og í nokkra göngutúra í gær og fyrradag. Hvað ætli maður kalli annars sjóara sem siglir á vatni? Vatnara? Æ, ég veit það ekki.

Potterinn var ágætur. Fannst engum öðrum að "the great hall" hefði minnkað svona fjórfallt? Bara spá..

Engin ummæli: