5.7.07

Rafmagnstækjaverkfall

Ibbinn minn er dáinn. Ég var í góðum fílíng að hlusta á Harry Potter (er að hlusta á allar bækurnar aftur áður en þessi síðasta kemur út) þegar hann varð skyndilega fúll og hætti að spila. Nú ansar hann engum tiltölum og flest lögin inni á honum er líklega dáin og grafin. Aumingja ég. Ég ætla að reyna að versla mér nýjan bráðum.

Í síðustu viku þurftum við að kaupa nýja ryksugu því þessi gamla hætti að vera suga og var meira bara ryk. Eða.. eitthvað svoleiðis.

Dyrabjallan er líka hætt að bjalla. Hugsanlega þarf ekkert að kaupa annað en batterí fyrir hana.

Hvað ætli fari næst?

Engin ummæli: