13.7.07

Pottheadinn

Rétt í þessu var ég að panta bíómiða á Harry Potter 5 (já, miklu sniðugra hjá þeim að kalla þetta bara 5 heldur en Order of the Phoenix) fyrir morgundaginn í gegnum vin minn hann veraldarvef (Völundur veraldarvernadri!!). Hann er frumsýndur í dag hérna í rigningarassgatinu Danmörku sjáið þið til, en var alveg uppselt á allar sýningarnar í bíóinu "okkar", nema þrjár sem höfðu einhver líttspennandi sæti. Ég er of gömul til þess að fara í bíó og sitja í vondum sætum. Ég er orðin virðulegur fullorðin einstaklingur og fullorðnir einstaklingar kúldrast ekki með nefið klest að tjaldinu í 2 og hálfan tíma takkfyrirgóðanótt. Það er einmitt þetta sem pirrar mig alveg óstjórnlega mikið við kvikmyndahús (sjáðu. Fullorðnir einstaklingar segja "kvikmyndahús") á Íslandinu góða. Frjálst sætaval! Urrrr.. Þvílíkur troðningur og frekja og og og.. urrrrrrrr. Hérna, meira að segja á geðveikt stórum sýningum þar sem að öll sæti eru uppbókuð, þá labbar fólkið kurteist og fínt í átt að sætinu sínu og enginn er að ýta eða troðast. Já, þeir kunna þetta þetta í Danmörku. Kannski fengu þeir þetta í skiptum fyrir tónlistasmekk. HAHHAHAAH. Nei djók.

Þegar ég snéri athygli minni að laugardeginum sá ég að öllu sé nú aldeilis tjaldað fyrir Potterinn (Vladimir Pottkoff, eða bara Vladimir, með þykkum, rússneskum hreim, eins og hann hefur verið kallaður á þessu heimili upp á síðkastið. Veit ekki af hverju ég byrjaði á þessu. Það festist svo bara). Öllu tjaldað eins og að annað hvert tjald í bíóinu give or take ætli að sýna hann. Á hverjum sýningatíma var hægt að velja um 3 sali. Ég fann meira að segja sýningar með voða fínum sætum og skellti mér á 2 sæti, snögg eins og blettatígur, móteveruð eins og uppvakningur (zombiear eru kannski vitlausir, en þeir hætta sko aldrei að eltast við heila. Braiiiiinth!!) og þokkafull eins og flóðhestur að gera cannonball.

Ég hlakka til.

Engin ummæli: