1.6.07

Svona virkar þetta..

Sjálfstæðiðsflokkurinn fékk flest atkvæði. Það þýðir að flestir vildu hafa þann flokk í ríkisstjórn og hann er sigurvegari kosninganna. Samfylkingin fékk næst flest atkvæði svo hún er í öðru sæti.

Það er afskaplega gott og eðlilegt mál að þeir flokkar sem séu með mesta fylgið á bak við sig fari saman í stjórn.

Þó svo að þú skorir fleiri mörk í einhverjum fótboltaleik heldur en í síðasta leik sem þú spilaðir, þá vinnur þú bara ekki neitt nema þú skorir fleiri mörk en andstæðingurinn. Punktur.

Ég fæ svo mikinn kjánahroll alltaf að lesa mbl þar sem að þeir sem "lentu" í stjórnarandstöðunni eru að vera tapsárir.

Engin ummæli: