28.6.07

Nei! Nú er komið nóg af rigningu!

Nuffsnuff. Ég nenni þessu ekki lengur. Vissulega á ég glæsileg bleik gúmmístígvél og fína bleika regnhlíf en það bara dugar ekki lengur til að ég sé hress með þessa rigningu. Kryddjurtirnar mínar úti á svölum eru síður en svo hressar yfir þessari ofvökvun og þó svo að graslaukurinn beri sig vel, þá er basilið, steinseljan og dillið farin að láta verulega á sjá. Það er búið að rigna eitthvað á hverjum einasta degi alla síðustu viku og næsta vika lítur eins út.

Ég hef því ákveðið að taka upp nýja stragedíu. "Ignore it and maybe it will go away". Frá og með deginum í dag ætla ég að láta eins og ég taki ekki eftir rigningunni. Ég veit að hún er bara að leita eftir neikvæðri athygli svo ég ætla ekki að veita henni neina athygli. Ég mun rölta út í búð, regnhlífalaus og á sumarskóm og labba bara (♪♫allt sem máli skiptir, labba bara jéjég og þú .. aaaa.. jéjég og þú aaaa♪♫) á venjulegum hraða þó svo að það sé helli rigning. Ég mun setjast út í sólbað með bók næstu helgi og skella á mig sólarvörn.

There is no rain (spoon. whatever).

Engin ummæli: