22.6.07

Mér er sama að þetta sé í tísku, mér finnst þetta ógeðslega ljótt færslan mín

Þetta eru tískufyrirbrigði sem mér þykir hallærisleg. Þó svo að þú elskir einhverja af þessum flíkum meira en þín eigin fæddu eða ófæddu börn og viljir verja hana, þá bara gæti mér ekki verið meira sama. Mér finnst þetta ljótt. Þessi föt og önnur eru ástæða þess að ég tilkynnti það um daginn að ég sé "hætt með tísku". Hvernig má það vera að einhverjir tískuhönnuðaplebbar geti ákveðið að nú séu bara ljót föt í tísku og fólk gleypir það? Allavegana. Hefst nú stutt upptalning.


Crocks skór:Hverju er ég að missa af? Þrífa þeir íbúðina þína og kreista ferskan appelsínusafa fyrir þig á meðan þú sefur? Haga þeir sér eins og Brain slugs úr futurama, þannig þetta er snýkjudýr sem þú getur ekki losnað við sjálfur? Eitthvað hljóta þeir að hafa til brunns að bera. Ekki eru þeir fínir, svo mikið er víst.

Skinny Jeans á strákum og stelpum:

Af öllu fólkinu í heila, heila heiminum þá fara svona gallabuxur kannski 0.00001% vel. Þetta eru allt kvenmenn. Á hinum þá eru þetta hroðalega un-flattering buxur með krumpum á hnjánum og rassvösunum ekki á rassinum heldur á lærssinum (á milli rass og læra). Meira að segja grannar stelpur geta litið út fyrir að vera feitar í þessum viðbjóði. Verst er þó þegar spóaleggjaðir strákar telja sig trú um að það sé rosalega rokk að vera í þessu. Þó svo að þessir piltar hafi læra-ummál 8 ára barns, hafa þeir engu að síður skóstærð fullorðins manns, þannig að þeir enda á að líta út eins og L. Versta. Gallabuxnasnið. EVER.

Burberry:Þetta er hroðalegt. Þetta er ljótt. Sama hvaða flík eða fylgihlutur það kann að vera sem er miskunalaust troðið í þetta guðsvolaða munstur hefur farið "to the dark side" og mun aldrei koma aftur. Vontvontvont. Það versta við þetta er að fólk þarna úti er að borga þvílíka peninga fyrir að eiga viðbjóðsleg föt og fylgihluti í þessum stíl. Bara ógeðistreflarnir sem annar hver unglingur í DK er með á veturna kostar hátt í 2000 dkr stk. Merkilegt hvað fólk vill eiga frekar en peninga!

Leggings:Hvað er málið? Af hverju geta stelpur allt í einu ekki farið út úr húsi í kjól eða pilsi án þess að troða sér í einhverjar gammósíur? Ofboðslega hallærislegt. Gæti svo sem verið verra. Þetta gætu verið burberry leggings. Shit. Vonandi gaf ég ekki einhverjum sálarlausum tískuhönnuði hugmynd núna!

Engin ummæli: