15.6.07

Þjóðverjaómyndirnar

Það versta við Þýskaland er að það er fullt af Þjóðverjum sem tala bara þýsku (hægt að nota þessa settningu í stafsettningaupplestur. Sk reglan í öllu sínu veldi. Hverjum þarf annars að múta til þess að bæta "ó-i" fyrir framan nafnið á sk reglunni? Heh heh).

Samfélagið hefur gert þá svona. Það eru einhverjar rúmar 82 milljónir íbúa í Þýskalandi og svo bætast við þýskumælandi kvikyndin í Austurríki og Sviss og á öðrum stöðum. Þetta þýðir augljóslega að þeir búa til vörubílsfarma af skemmtiefni sjálfir og að þeir hleypa ekki einni einustu kvikmynd inn í landið án þess að keyra með hana út í kant, ganga í skrokk á henni og enda svo ofbeldið með því að döbba allt tal yfir á þýsku. Allar bækur eru líka þýddar og aumingja fólkið kemst ekkert í enskt efni neinstaðar nema í gegnum Internetið eða enskusmyglaraklíkur.

Enginn í Þýskalandi vill sem sagt tala ensku. Ekki einu sinni starfsfólk á hótelum þegar það er að útskýra eitthvað þjófavarnarkerfi sem gæti öskrað bloody murder um miðja nótt ef útskýringin kemst ekki öll til skila. Kellingakvikyndið horfði bara á okkur með blóðugan PMS pirring í augunum og spurði ítrekað hvort við skildum hana ekki.

KONA! Þetta er hótel! Ferðamenn! Kámán!

Þegar ég er í Þýskalandi líður ekki sá dagur þar sem ég þakka ekki Alberti kóalabirni fyrir að ég hrökklaðist í gegnum menntaskólaþýskuna þarna í gamla daga.

Engin ummæli: