31.5.07

Second hand

Í bíóinu um daginn sátu tveir ungir menn við hliðina á mér. Þeir höfðu smyglað inn kínverskum mat og borðuðu með bestu list fyrstu mínútur myndarinnar. Ég hafði svo sem ekkert út á það að segja. Mér finnst lykt af kínverskum mat ekkert vond. Það sem var hinsvegar alveg að drepa mig var þegar strákurinn í næsta sæti var búinn með matinn og fór að ropa ítrekað. Second hand kínverskamatalykt er hroðaleg.

Engin ummæli: