9.5.07

Ný stígvél. Nýtt hár

Jeij! Það rignir. Það er gott. Ég keypti mér nefnilega bleik gúmmístígvél á mánudaginn. Þau eru rosalega fín. Svona fín.Ég er búin að labba í nokkra polla til þess að prufa þau. Þau virka alveg prýðilega. Stundum horfir fólk undanlega á mig þegar ég labba í pollum. Ég held að það sé öfundsjúkt út í stígvélin mín.

Svo fékk ég mér líka nýja klippingu. Ekki mikil breyting svo sem. Meiri styttur í toppinn.

Engin ummæli: