9.5.07

Lifi lýðræðið!

Þá er ég búin að kjósa. Ég fór í lest, metro og labbitúr og endaði í íslenska sendiráðinu. Þar þurfti ég að framvísa skilríkjum, fylla út eitthvað blað, umslag, annað umslag, kjörseðil og þriðja umslagið. Kjörseðillinn var reyndar frekar easy, því að ég átti bara að skrifa flokkabókstafinn með blýanti á ákveðið kjörseðilsblað and be done with it. Talsvert einfaldara en kvikyndin heima skal ég segja ykkur. Myndi það DREPA fólkið að bæta við litlum kassa fyrir framan hvern flokk? Í alvörunni?

Þegar allt þetta var búið var okkur tjáð að við bærum sjálf ábyrgð á því að koma kjörseðlunum til kjörstjórnar. Phewy. Eins gott að við vorum snemma í því. Ég efast um að atkvæðin okkar hefðu náð hefðum við t.d. farið á föstudaginn. Við póstlögðum allavega atkvæðin okkar og núna eru þau á leiðinni með að vera á leiðinni til Íslands. Jeij!

Engin ummæli: