11.5.07

Júróvisjön

Á morgun er aðalkeppnin í Eurovision. Það verður nákvæmlega ekkert skemmtilegt við hana. Ísland er ekki að keppa, Danmörk er ekki að keppa og ég get ekki hlustað á Terri Wogan gerandi grín að Leppilampa og vinkonu hans eða keppendunum, lögunum þeirra eða fötum þeirra þar sem að BBC Prime er hætt að sýna Eurovision og ég er ekki með BBC One.

Fer ekki að koma tími til að hætta þessu veseni? Eyða peningunum sem fara í að senda lag í undankeppnina frekar í mjólk, súkkulaðiköku og partýhatta?

Engin ummæli: