18.5.07

Fljúgandi kettlingar í röndóttri lopapeysu stíga ekkert í vitið

Það er gott veður svo ég er með opið út á svalir. Rétt í þessu flaug inn brjálaður lopapeysuplebbi og bzzzaði á mig eins og ég skuldaði honum peninga. Svo flaug hann nokkra hringi í kringum höfuðið á mér og lenti á enninu, ennþá reiður út í lífið og c.a. allt annað í heiminum. Ég stóð upp með kvikyndið á enninu á mér, gekk út og hristi þar hausinn. Stuttu seinna kom Bzzi aftur og settist á hausinn á mér. Hvað heldur hann eiginlega að hann sé? Brain slug? Ef það sökkar svona mikið að vera kiðlingur (geitungur.. whatever), af hverju eru þeir þá að klæða sig í glaðlegan gulan lit með þessum svarta?

Engin ummæli: