21.5.07

Engar áhyggjur, ég trúi líka á Guð!

Skúrikonan var að koma inn á skrifstofuna til mín. Ég hef aldrei séð hana áður. Hún var voðalega hress og talaði heilan helling við mig þó svo að hún væri ekkert voðalega góð í dönsku eða ensku. Okkur tókst einhvern veginn að nota táknmál og einföld orð bara. Hún sagði mér að Danmörk væri köld fyrir hana, líka á sumrin og sér finndist alltaf vera rigning. Ég sagði henni að þetta væri ekki kalt fyrir mig því ég kæmi frá Íslandi. Hún hló og gerði skjálfta hreyfingu. Svo sagði hún mér að í sínu landi væri alltaf heitt. Ég spurði hana hvaðan hún væri og hún sagði mér að hún væri frá Írak, en varð strax rosalega afsakandi og dróg upp stóran kross sem hún var með um hálsinn og benti á hann. Ég held að hún hafi verið að sýna mér að hún væri ekki vond manneskja þó hún væri frá Írak, því að hún væri ekki múslimi.

Ætli þetta sé eitthvað sem fólk þurfi að gera til þess að verða fyrir minna aðkasti hérna? Mér hefði verið nákvæmlega sama hefði hún verið múslimi, vegna þess að hún hefði ekkert verið minna indæl eða hress.

Engin ummæli: