27.4.07

Mismunandi viðhorf

Rétt í þessu heyrði ég tilboðsbæklingana koma inn um lúguna. Það nefnilega fer ekkert á milli mála þegar þetta gerist, þar sem að gólfið skelfur og pappírsflóðið tekur yfir alla íbúðina. Ég ELSKA tilboðsbæklingana og eyði ágætum tíma í að skoða þá alla og setja kross við það sem er sniðugt að kaupa. Ég hljóp þegar í stað til þeirra og tók á móti þeim, kát eins og hvolpur með dillandi skott. Á meðan ég var að safna þeim saman heyrði ég hurð opnast og reiða rödd á ganginum. Ég kíkti út um gæjugatið og sá þar nágranna okkar, sem er yfirleitt eins rólegur og kurteis eins og hann er metro, standandi með blautt hárið og einungis með handklæði utan um sig og skammast í bæklingaburðamanninum. Hann er nefnilega með "jáneitakk tilboðsbæklingar" merki á hurðinni sinni.

Hann hatar þá nægilega mikið til þess að æða út úr sturtu og láta sjá sig án þess að hafa gel í hárinu til þess að skammast í manninum sem kemur með þá!

Ég fékk tár í augun og hugsaði að ég hefði nú alveg getað tekið hans bæklinga líka og sýnt þeim ást og umhyggju.

Engin ummæli: