1.4.07

Kvikyndiskvikyndi!

Á föstudaginn var mér haldið í gíslingu inni í flugvél í heilar 2 klst fram yfir áætlaðan tíma, vegna þess að fantakvikyndin sem áttu að hlaða og afhlaða vélina vildu ekki mæta á hlöðuballið. Eða sko.. Þeir lögðu niður vinnu sökum einhverra verkalíðsaðgerða og mættu ekki á staðinn. Ég gat fylgst með einhverjum einum aumingjans yfirmanni sem var greinilega ekki vanur líkamlegri vinnu verandi að standa í þessu, kassar og töskur dettandi út um allar trissur af færibandinu því hann hafði ekkert við.

Þetta er bara ljótt sko!

Engin ummæli: