26.4.07

Innri barátta

Munnurinn: Ooooh.. mig langar í nammi
Viljastyrkurinn: Já, en við ætlum samt ekki að fá okkur sykur! Við erum búin að halda út síðan um páskana. ÉG ræð núna!
Hégóminn: Já! Við erum nefnilega í megrun!
Skynsemin: Öhh.. meinar þú ekki átaki?
Hégóminn: Já, auðvitað. Átaki til að vera mjórri!
Skynsemin: ..en aðalega komast í form
Hégóinn: Já! Fullkomið stundaglasa..
Skynsemin: *ræskj* Heyrðu mig..
Munurinn: ER EINHVER AÐ HLUSTA!? Ég vil í nammi!!
Viljastyrkurinn: Þú ert ný búinn að borða fullt af grænmetissúpu
Munnurinn: Grænmeti er ekki haribo hlaupbangsi. Grænmeti er ekki sterkur brjóstsykur! GRÆNMETI er ekki....
Viljastyrkurinn: ÞEGIÐU!
Munnurinn: NAMMI!!! EÐA ÉG BÍT MIG Í TUNGUNA!
Skynsemin: Sussss.. Ef þið hættið skal ég sjá til þess að við fáum epli bakað inni í ofni með kanel ofan á
Allir: DÍLL!

Engin ummæli: