22.4.07

Heimilissorg

Það ríkir heimilissorg hér í Danmerkurútibúi kastalans. Pottaplantan okkar, Róbert Plant er dáin. Núna er hann endanlega farin og það er ekkert sem skæri eða vökvun getur reddað. Eftir að við uppgvötvuðum þetta var þögn í góðar 10 sekúntur á meðan við minntumst hans. Svo fékk hann virðulega útför í ruslarennunni.

Nú hefur basilið mitt, hann Basil tekið yfir blómapottinn hans og það er flutt út í stofugluggann þar sem Róbert var áður. Það er bara vinalegt að hafa ferstk basil í stofuglugganum. Í alvörunni!

Engin ummæli: