12.4.07

Fúlir og dónalegir Íslendingar?

Kannski er íslenskt fólk sérstaklega tense í kringum páskana. Ég veit það ekki alveg. Mér fannst allavegana fólk í þjónustustörfum heima vera hroðalega fúlt eitthvað og ég hef aldrei tekið mikið eftir þessu áður. Ég hef alveg tekið eftir því í hvert skipti sem ég náða ættjörðina fögru með návist minni að Íslendingar eru friggin' dónar, fávitar og frekjudollur þegar það kemur að umferðinni og myndu frekar skera af sér hægra eyrað en að hleypa bílum inn á sína akrein. En já. Það er önnur saga..

Í alvöru talað! Ég lagðist næstum því í þunglyndi eftir að hafa talað við sérstaklega "hressa" dominos afgreiðslustelpu í símann og svo voru kassastarfsmenn eða annað fólk sem þjónustaði mig heima almennt ekkert hressara. Ég meira að segja sagði eitthvað vinalegt og brosti til konu sem var á undan mér í röð einu sinni og ekki bara sleppti hún því að svara, heldur starði hún mig líka niður helvítið á henni. Ég var farin að íhuga að taka þessu persónulega þegar Einar sagðist hafa orðið var við þetta líka.

Þegar við komum aftur til Danmerkur varð ég ennþá frekar vör við þetta, þar sem þjónustustarfafólk hefur gert fátt annað en að brosa til mín, "hej" eða "hej hej"-a mig og segja mér að "ha' en godt dag" síðan á þriðjudaginn.

Er öll þjóðin að umturnast yfir í fúla fýlupúka? Shift.. ég bíð ekki í það! Ég sem ætlaði að flytja heim aftur einhverntímann á næsta ári eða þrem.

Engin ummæli: