11.4.07

Eyjan gula, skórnir rauðu, maskarinn svarti og linsurnar glæru

Í gær flaug ég frá eyjunni gulu og brúnu og til eyjarinnar grænu. Ekki Írlands samt. Sjálands. Samskipti mín við þegna mína hafa ekki verið sem skildi síðustu daga, en það var vegna þess að ég hafði úðað í mig svo miklum páskaeggjum og annari óhollustu að puttarnir á mér voru orðnir of feitir til þess að vélrita.

Ég gerði annars ýmislegt mér til dundurs og hitt heilan hafsjó af fólki.

Á Kastrup á leiðinni til Ísalands verslaði ég meira að segja eina snyrtivöru, hann maskara. Maskara fylgdi heilt konungsríki af vakúmpökkuðum poka svo að ég myndi ekki freystast til að maskara á mér trýnið áður en ég færi úr Danskri lögsögu. Overkill anyone? Það er svo mikið "ekkert" í þessum poka að það gæti leikið í Never ending story mynd!

Eh. Já. Anywaysandwho. Ég fór líka í linsutíma á Íslandinu til þess að læra að setja í mig linsur. Drottningin ákvað að það væri miður þokkafullt að hitta aldrei boltann í svassi og ákvað að þar hlyti að vera sjónskekkju um að kenna frekar en litlum skvasshæfileikum. Svo sá hún hreinlega.. arg. Get ekki talað um mig í þriðju persónu svo setningum skipti. Svo sá ÉG hreinlega að það gæti ekki verið annað en sniðugt að eiga linsur á lager fyrir ákveðin tækifæri. Ég hef aldrei prufað að vera með svoleiðis áður og ég stakk á mér húðina fyrir neðan augun með nöglunum á mér þegar ég reyndi að af linsast í tímanum. Linsukonan hélt því samt fram að konur gætu sko alveg verið með neglur og linsur í einu.Ég ákvað klippa samt neglurnar frekar en að skera upp á mér andlitið í hvert skipti sem ég setti þær í eða tæki úr. Linsuísettningakennarinn sagði að ég væri miklu betri í þessu en flestir sem kæmu til hennar og að ég væri fullkominn kandídat í að vera linsuberi því að tárafilman mín væri það fallegasta sem hún hafði á æfinni séð. Eða sko.. hún orðaði þetta ekki alveg svona, en ég sá að hún meinti það. Mjeh. Kannski er mér bara náttúrulegt að pota mig í augun.

Til þess að verðlauna mig fyrir að vera með svona góða tárafilmu, fór ég og keypti fallegustu skó í heimi. Þeir eru rauðir og glansa eins og gullfiskur.Sjáið þið bara hvað þeir eru fallegir!! Feel free to bask in their glory.

Annars held ég að þetta fari að verða ágætt í bili. Það gegnur ekkert að svelta ykkur svo dögum skipti og drekkja ykkur svo í orðum. Held ég endi á þessari pælingu:

Finnst engum ÖÐRUM freaky að það séu framleiddir tvíhöfða páskaungar?

Engin ummæli: