27.3.07

Veðrið..

Hérna í Danmörkunni minni er komið vor. Laufin eru byrjuð að springa út og núna eru 14°C og algjörlega strumpablár himinn. Það er opið út á svalir án þess að það kæli nokkuð. Þvílík og önnur eins snilld. Veðurspáin næstu vikuna er eins. Sést ekki í ský eða skúri og hitinn mjög viðkunnalegur.

Það vill einmitt svo skemmtilega til að akkúrat á föstudaginn heldur drottningin og föruneyti hennar, drottningamaðurinn, til Íslandsins til þess að náða Nóa páskaegg, vini og ættingja með nærveru sinni. Þar eru það bara tásurnar sem verða strumpabláar af kulda. Ég læt mig samt hafa það. Það er nefnilega næstum því allt betra og fallegra við Ísland fyrir utan veðrið og verðið!

Engin ummæli: