19.3.07

Skonsa

Ég er að vinna í verkefninu mínu heima í dag. Í hádeginu bjó ég mér til skonsu vegna þess að:

a) Það var ekki til brauð
b) Ég mundi allt í einu að skonsur væru til úti í hinum stóra heimi
c) Það er sjoppulegt að vera með upptalningu bara með a) og b)

Þessi skonsa var afskaplega góð. Hún var borin fram með smjöri og osti. Ætli ég vilji ekki minna aðra á með þessari færslu, að það séu til skonsur!

Engin ummæli: