21.3.07

Hvolpur á dag

Besti kærastinn (leiðinlegt fyrir ykkur hinar að það skildi hafa einmitt verið MINN kærasti sem var valinn bestur. Svekk) sendi mér þennan link í e-mail. Það er sko ekki ónýtt að geta fengið nýja hvolpamynd á hverjum degi.

Ég held að þetta sé svona eins og uppþvottavél. Fólk sem á ekki uppþvottavél finnst ekkert meika sense að eiga svoleiðis og segist alveg eins geta vaskað upp í höndunum. Svo þegar uppþvottavél dinglar heima hjá þeim og tekst einhvern vegin að bola sér inn í heimilishaldið, skilur enginn hvernig var nokkurntímann hægt að vera án hennar.

Áður en dailypuppy kom til, þá fannst mér einmitt ekkert athugavert við að vaska upp í höndunum heldur... Nei djók. Við erum með uppþvottavél.... sem besti kærastinn setur í..

Engin ummæli: