7.3.07

Gæti það verið?

Fyrir utan er pípifugl að pípa eins og squeeky toy. Hann er búinn að pípa stanslaust í 20 mínútur eða svo. Alveg hreint mögnuð lungun á ekki stærra kvikyndi. Í gær sá ég hoppufugl fljúga framhjá mér með grein í gogginum og upp á húsþak þar sem hann virtist vera að koma henni fyrir á hernaðarlega mikilvægum stað.

Ætli það sé að koma vor?

Engin ummæli: